Eins og alþjóð veit þá sigraði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu það enska með tveimur mörkum gegn einu.
Sigurinn vaktri gríðarlega athygli um allan heim og íslensku strákarnir, sem og stuðningsmennirnir, birtust í hverjum fjölmiðlinum af fætur öðrum.
Er því þar með ljóst að Ísland mun leika í 8-liða úrslitum keppninnar gegn engum öðrum en gestgjöfunum sjálfum, Frökkum, í París á sunnudag.
Vísir setti því saman lítið myndband þar sem litið er yfir farinn veg og ljósi varpað á afrek strákanna.
Það má sjá hér að ofan.
Sport