Íslandsvinurinn Jeremy Lin aftur til New York Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2016 17:30 Jeremy Lin sem leikmaður New York Knicks. Vísir/Getty Leikstjórnandinn Jeremy Lin hefur fundið sér nýtt lið í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur gert þriggja ára samning við Brooklyn Nets. Jeremy Lin, sem verður 28 ára gamall í ágúst, gerði tveggja ára samning við Charlotte fyrir ári síðan en gat sagt honum upp eftir tímabilið sem hann og gerði. Hann átti „aðeins" að fá 2,2 milljónir dollara í laun fyrir komandi tímabil en sú tala hækkar nú mikið. Jeremy Lin fær alls 36 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða 4,4 milljarða íslenskra króna. Hann ræddi einnig við forráðamenn New Orleans Pelicans en ákvað að snúa aftur á New York svæðið. Jeremy Lin er í hópi svokallaðra Íslandsvina eftir að hann heimsótti landið fyrr í sumar þar sem það vakti miklu athygli þegar hann spilaði einn á einn við unglingalandsliðsmanninn Júlíus Orra Ágústsson en Júlíus bauð honum í leik heima hjá sér á Akureyri sem þessi frægi körfuboltamaður þáði.Sjá einnig:Ísferð í Brynju endaði með körfuboltaleik við Jeremy Lin: "Ég ætlaði bara að fá mér ís“ Jeremy Lin sló í gegn á sínum tíma sem leikmaður New York Knicks tímabilið 2011-12 og þá hófst svokallað Linsanity í New York þegar þessi þá lítt þekkti leikmaður skorað 20 stig eða meira í níu leikjum á tíu leikja kafla. Jeremy Lin endaði tímabilið með 14,6 stig og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum með New York Knicks og vann sér inn feitan samning hjá Houston Rockets sumarið eftir. Jeremy Lin hefur síðan spilað með Houston Rockets, Los Angeles Lakers og Charlotte Hornets. Hann var með 11,7 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.The journey continues...thankful for the next chapter!! #Godisgood pic.twitter.com/1PLutlFbyO— Jeremy Lin (@JLin7) July 1, 2016 NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Fleiri fréttir „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sjá meira
Leikstjórnandinn Jeremy Lin hefur fundið sér nýtt lið í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur gert þriggja ára samning við Brooklyn Nets. Jeremy Lin, sem verður 28 ára gamall í ágúst, gerði tveggja ára samning við Charlotte fyrir ári síðan en gat sagt honum upp eftir tímabilið sem hann og gerði. Hann átti „aðeins" að fá 2,2 milljónir dollara í laun fyrir komandi tímabil en sú tala hækkar nú mikið. Jeremy Lin fær alls 36 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða 4,4 milljarða íslenskra króna. Hann ræddi einnig við forráðamenn New Orleans Pelicans en ákvað að snúa aftur á New York svæðið. Jeremy Lin er í hópi svokallaðra Íslandsvina eftir að hann heimsótti landið fyrr í sumar þar sem það vakti miklu athygli þegar hann spilaði einn á einn við unglingalandsliðsmanninn Júlíus Orra Ágústsson en Júlíus bauð honum í leik heima hjá sér á Akureyri sem þessi frægi körfuboltamaður þáði.Sjá einnig:Ísferð í Brynju endaði með körfuboltaleik við Jeremy Lin: "Ég ætlaði bara að fá mér ís“ Jeremy Lin sló í gegn á sínum tíma sem leikmaður New York Knicks tímabilið 2011-12 og þá hófst svokallað Linsanity í New York þegar þessi þá lítt þekkti leikmaður skorað 20 stig eða meira í níu leikjum á tíu leikja kafla. Jeremy Lin endaði tímabilið með 14,6 stig og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum með New York Knicks og vann sér inn feitan samning hjá Houston Rockets sumarið eftir. Jeremy Lin hefur síðan spilað með Houston Rockets, Los Angeles Lakers og Charlotte Hornets. Hann var með 11,7 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.The journey continues...thankful for the next chapter!! #Godisgood pic.twitter.com/1PLutlFbyO— Jeremy Lin (@JLin7) July 1, 2016
NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Fleiri fréttir „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sjá meira