Reykvíkingar virðast halda í sér yfir Ófærð Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2016 14:03 Vatnsnotkun jókst talsvert í Reykjavík eftir að sýningu Ófærðar lauk í gærkvöldi. Svo virðist sem Reykvíkingar haldi í sér yfir sjónvarpsþættinum Ófærð á sunnudagskvöldum ef marka má tölur frá Veitum, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, sem sér um rekstur vatnsveitunnar í borginni. Sýning á fimmta þætti Ófærðar hófst í Sjónvarpinu klukkan 20:55 í gærkvöldi. Á meðan sýningunni stóð dróst verulega úr notkun vatns í Reykjavík úr 215 lítrum á sekúndu í 183 lítra á sekúndu. Sýningu þáttarins lauk klukkan 21:50 og jókst þá notkunin aftur talsvert og fór mest upp í 232 lítra rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Þó svo að þetta sé ansi skörp aukning, sem virðist haldast í hendur við hvenær Ófærð er í loftinu, þá segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitur Reykjavíkur, Veitur vel ráða við þetta álag. „Þessi aukning er svo sem ekki nándar nærri eins skörp eins og við sjáum stundum í vatnsnotkun, þá gjarnan í kringum jól og því um líkt þegar stór hluti þjóðarinnar hagar sér eins í vatnsnotkun. Langmestu sveiflurnar sem við sjáum eru í stórbruna. Ef að þarf mikið slökkvivatn þurfum við stundum að grípa til ráðstafana í kerfinu til að tryggja nægan aðflutning á köldu vatni þegar glímt er við stórbruna. Það eru erfiðustu tilvikin, ekki klósettferðir eftir Ófærð,“ segir Eiríkur. Hér fyrir neðan má sjá umræður um Ófærð á Twitter en Íslendingar tísta grimmt á meðan sýningum þáttaraðarinnar stendur. #Ófærð Tweets Tengdar fréttir Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð „Ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ 18. janúar 2016 19:36 Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Segir þáttaröðina lykta af áhugamennsku. 12. janúar 2016 14:37 Telja sig hafa komið í veg fyrir bjögun í hljóði í Ófærð „Í því samstarfi fengum við þetta til að virka og teljum okkur frá þriðja þætti vera búin að koma í veg fyrir þetta.“ 21. janúar 2016 11:36 Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50 Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Sjá meira
Svo virðist sem Reykvíkingar haldi í sér yfir sjónvarpsþættinum Ófærð á sunnudagskvöldum ef marka má tölur frá Veitum, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, sem sér um rekstur vatnsveitunnar í borginni. Sýning á fimmta þætti Ófærðar hófst í Sjónvarpinu klukkan 20:55 í gærkvöldi. Á meðan sýningunni stóð dróst verulega úr notkun vatns í Reykjavík úr 215 lítrum á sekúndu í 183 lítra á sekúndu. Sýningu þáttarins lauk klukkan 21:50 og jókst þá notkunin aftur talsvert og fór mest upp í 232 lítra rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Þó svo að þetta sé ansi skörp aukning, sem virðist haldast í hendur við hvenær Ófærð er í loftinu, þá segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitur Reykjavíkur, Veitur vel ráða við þetta álag. „Þessi aukning er svo sem ekki nándar nærri eins skörp eins og við sjáum stundum í vatnsnotkun, þá gjarnan í kringum jól og því um líkt þegar stór hluti þjóðarinnar hagar sér eins í vatnsnotkun. Langmestu sveiflurnar sem við sjáum eru í stórbruna. Ef að þarf mikið slökkvivatn þurfum við stundum að grípa til ráðstafana í kerfinu til að tryggja nægan aðflutning á köldu vatni þegar glímt er við stórbruna. Það eru erfiðustu tilvikin, ekki klósettferðir eftir Ófærð,“ segir Eiríkur. Hér fyrir neðan má sjá umræður um Ófærð á Twitter en Íslendingar tísta grimmt á meðan sýningum þáttaraðarinnar stendur. #Ófærð Tweets
Tengdar fréttir Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð „Ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ 18. janúar 2016 19:36 Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Segir þáttaröðina lykta af áhugamennsku. 12. janúar 2016 14:37 Telja sig hafa komið í veg fyrir bjögun í hljóði í Ófærð „Í því samstarfi fengum við þetta til að virka og teljum okkur frá þriðja þætti vera búin að koma í veg fyrir þetta.“ 21. janúar 2016 11:36 Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50 Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Sjá meira
Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð „Ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ 18. janúar 2016 19:36
Telja sig hafa komið í veg fyrir bjögun í hljóði í Ófærð „Í því samstarfi fengum við þetta til að virka og teljum okkur frá þriðja þætti vera búin að koma í veg fyrir þetta.“ 21. janúar 2016 11:36
Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50