Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2016 11:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Kári Stefánsson. vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist sammála því að mikilvægt sé að auka framlög til heilbrigðismála hér á landi en segir það vafasama leið að mæla heilbrigðisþjónustu einungis út frá ákveðnu hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Eins og kunnugt er hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi verji 11 prósent af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Þegar þetta er skrifað hafa um 42 þúsund manns skrifað undir. Á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar kemur fram að Íslendingar verji nú sem nemur 8,7 prósentum af vergri landsframleiðslu sem er það hlutfall sem tilgreint er í skýrslu OECD um heilbrigðismál frá árinu 2015. Talan 8,7 prósent er þó frá árinu 2013 og segir á endurreisn.is að það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndunum. Í skýrslu OECD kemur fram að Svíþjóð verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál, Danmörk 10,4 prósentum, Noregur 8,9 prósentum og Finnland 8,6 prósentum. Í færslu á Facebook-síðu sinni vísar forsætisráðherra ekki í þessar tölur heldur aðrar tölur frá World Bank. Í þeim kemur fram að Ísland hafi varið 9, 1 prósent af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála árið 2013. Sigmundur Davíð segir svo: „Landið sem er með hæst hlutfall landsframleiðslu til heilbrigðismála er Túvalú (18,5%) og í öðru sæti eru Bandaríkin (17,1%) [World Bank, 2013]. 14 lönd ná 11% þ.m.t. Síerra Leóne, Moldóva, Leshótó og Rúanda. Ekkert Norðurlandanna nær 11%. Noregur er 0,5% fyrir ofan Ísland. Fyrir neðan Ísland eru meðal annars ,,mesta velmegnuarland Evrópu", Lúxemborg, með 7,1%. Þetta er í raun einfalt. Við þurfum að halda áfram að auka verðmætasköpun í landinu og setja meira í heilbrigðismál og almannatryggingar. Þannig þurfum við að forgangsraða hvort sem hlutfall af VLF verður hærra eða lægra en í Síerra Leóne.“Ég er sammála þeim sem telja mikilvægt að auka framlög til heilbrigðismála. Það höfum við gert á undanförnum árum og það...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, 25 January 2016Bæði tölurnar hjá OECD og World Bank eru fengnar með því að taka heildarútgjöld þess sem varið er til heilbrigðismála í hverju landi fyrir sig, það er bæði það sem hið opinbera ver í heilbrigðisþjónustu og það sem varið er í heilbrigðismál í einkageiranum, en inni í tölunum eru þar af leiðandi útgjöld sjúklinga. Stærðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Pawel Bartoszek vekur athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og vill meina að rökstuðningur Kára fyrir því að fá fólk til að skrifa undir sé villandi. Í athugasemdum við færslu sína segir Pawel meðal annars: „Mér er bara mjög annt um tölur. Kári Stefánsson "blaðrar" líka um tölur. Sá mælikvarði sem hann leggur á útgjöld til heilbrigðistkerfisins er annar en sá sem fólk heldur sig vera kvitta upp á. Ég veit ekki hvort hann hefur misskilið eða notað þær tölur sem áttu ekki beint við en gerðu muninn dramatískari. Hvort sem er finnst mér fremur óvandað.“ „Ég skal svara því hvað mér gengur til. Fjörutíu þúsund manns hafa skrifað undir skjal. Ég játa það að ég er andvígur inntaki skjalsins, m.a. því ég er fyrirfram andvígur svona eyrnarmerkingum skattfjár. Ég leggst í vinnu við að baktékka þann rökstuðning sem Kári notar til að fá fólk til að skrifa undir skjalið. Kemst að því að hann er villandi. Segi frá því.“Kári Stefánsson heldur því fram í undirskriftarsöfnun sinni að meðaltal hinna norðurlanda sé 10% af VLF í heilbrigðismál. Hér eru tölur frá OECD. Hver er hans heimild?Posted by Pawel Bartoszek on Sunday, 24 January 2016 Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist sammála því að mikilvægt sé að auka framlög til heilbrigðismála hér á landi en segir það vafasama leið að mæla heilbrigðisþjónustu einungis út frá ákveðnu hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Eins og kunnugt er hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi verji 11 prósent af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Þegar þetta er skrifað hafa um 42 þúsund manns skrifað undir. Á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar kemur fram að Íslendingar verji nú sem nemur 8,7 prósentum af vergri landsframleiðslu sem er það hlutfall sem tilgreint er í skýrslu OECD um heilbrigðismál frá árinu 2015. Talan 8,7 prósent er þó frá árinu 2013 og segir á endurreisn.is að það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndunum. Í skýrslu OECD kemur fram að Svíþjóð verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál, Danmörk 10,4 prósentum, Noregur 8,9 prósentum og Finnland 8,6 prósentum. Í færslu á Facebook-síðu sinni vísar forsætisráðherra ekki í þessar tölur heldur aðrar tölur frá World Bank. Í þeim kemur fram að Ísland hafi varið 9, 1 prósent af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála árið 2013. Sigmundur Davíð segir svo: „Landið sem er með hæst hlutfall landsframleiðslu til heilbrigðismála er Túvalú (18,5%) og í öðru sæti eru Bandaríkin (17,1%) [World Bank, 2013]. 14 lönd ná 11% þ.m.t. Síerra Leóne, Moldóva, Leshótó og Rúanda. Ekkert Norðurlandanna nær 11%. Noregur er 0,5% fyrir ofan Ísland. Fyrir neðan Ísland eru meðal annars ,,mesta velmegnuarland Evrópu", Lúxemborg, með 7,1%. Þetta er í raun einfalt. Við þurfum að halda áfram að auka verðmætasköpun í landinu og setja meira í heilbrigðismál og almannatryggingar. Þannig þurfum við að forgangsraða hvort sem hlutfall af VLF verður hærra eða lægra en í Síerra Leóne.“Ég er sammála þeim sem telja mikilvægt að auka framlög til heilbrigðismála. Það höfum við gert á undanförnum árum og það...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, 25 January 2016Bæði tölurnar hjá OECD og World Bank eru fengnar með því að taka heildarútgjöld þess sem varið er til heilbrigðismála í hverju landi fyrir sig, það er bæði það sem hið opinbera ver í heilbrigðisþjónustu og það sem varið er í heilbrigðismál í einkageiranum, en inni í tölunum eru þar af leiðandi útgjöld sjúklinga. Stærðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Pawel Bartoszek vekur athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og vill meina að rökstuðningur Kára fyrir því að fá fólk til að skrifa undir sé villandi. Í athugasemdum við færslu sína segir Pawel meðal annars: „Mér er bara mjög annt um tölur. Kári Stefánsson "blaðrar" líka um tölur. Sá mælikvarði sem hann leggur á útgjöld til heilbrigðistkerfisins er annar en sá sem fólk heldur sig vera kvitta upp á. Ég veit ekki hvort hann hefur misskilið eða notað þær tölur sem áttu ekki beint við en gerðu muninn dramatískari. Hvort sem er finnst mér fremur óvandað.“ „Ég skal svara því hvað mér gengur til. Fjörutíu þúsund manns hafa skrifað undir skjal. Ég játa það að ég er andvígur inntaki skjalsins, m.a. því ég er fyrirfram andvígur svona eyrnarmerkingum skattfjár. Ég leggst í vinnu við að baktékka þann rökstuðning sem Kári notar til að fá fólk til að skrifa undir skjalið. Kemst að því að hann er villandi. Segi frá því.“Kári Stefánsson heldur því fram í undirskriftarsöfnun sinni að meðaltal hinna norðurlanda sé 10% af VLF í heilbrigðismál. Hér eru tölur frá OECD. Hver er hans heimild?Posted by Pawel Bartoszek on Sunday, 24 January 2016
Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47