Lífið

Eurovision 2016: Lögin sem þegar er ljóst að verða með í Stokkhólmi

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurvegari síðasta árs, Måns Zelmerlöw , og Petra Mede, kynnir keppninnar árið 2013, verða kynnar keppninnar í ár.
Sigurvegari síðasta árs, Måns Zelmerlöw , og Petra Mede, kynnir keppninnar árið 2013, verða kynnar keppninnar í ár. Mynd/eurovision
Þó að enn sé talsvert í að Eurovision-keppnin fari fram í maí þá er þegar búið að kynna fjögur þeirra laga sem verða flutt í Globen-höllinni í Stokkhólmi.

Albanir, Belgar, Írar og Möltumenn hafa þegar kynnt framlög sín, en undanúrslitakvöldin fara fram 10. og 12. maí og úrslitakvöldið verður svo 14. maí.

43 lönd taka þátt í keppninni í ár, en einungis árin 2008 og 2011 hafa þátttökuríkin verið jafn mörg.

Úkraína, Bosnía, Króatía og Búlgaría snúa aftur, en Pórtúgalir og Tyrkir hafa ákveðið að sleppa því að taka þátt í ár. Ástralir taka svo aftur þátt í ár.

Sigurvegari síðasta árs, Måns Zelmerlöw , og Petra Mede, kynnir keppninnar árið 2013, verða kynnar keppninnar í ár.

Hlusta má á framlög Albaníu, Belgíu, Írlands og Möltu að neðan.

Framlag Albaníu: Eneda Tarifa með lagið Fairytale Framlag Belgíu: Laura Tesoro með lagið What's The Pressure Framlag Írlands: Nicky Byrne með lagið Sunlight Framlag Möltu: Ira Losco með lagið Chameleon





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.