Síðdegis í dag fengu þessir viðskiptavinir svo annan tölvupóst þar sem útskýrt var að um mannleg mistök hefði verið að ræða en að engar upplýsingar hefðu farið til óviðkomandi aðila.
Þá bað flugfélagið velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið en í samtali við Vísi segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair að töluverður haft samband við flugfélagið, meðal annars á samfélagsmiðlum, til að grennslast fyrir um póstana.
Útkall og knús á forritara Icelandair, þreyttan eftir kosningasjónvarpið, sem sendi óvart ferðapóst á farþega @Icelandair fyrir gömul flug. pic.twitter.com/LDdMrECRtt
— Petur Jonsson (@senordonpedro) November 9, 2016
Takk Icelandair. Ég er svei mér að hugsa um að þiggja þessa flugferð aftur í tímann sem þið voruð að senda mér. Þegar allt var ennþá gott. pic.twitter.com/jvCmkm3mvV
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) November 9, 2016