Ísland gæti glatað öflugum bandamanni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. nóvember 2016 16:00 Donald Trump hefur meðal annars stungið upp á að aðstoð Bandaríkjanna við NATO ríki yrði skilyrt. Mynd/samsett „Þetta eru náttúrulega alveg ótrúleg úrslit,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst. “Heimurinn á náttúrulega alveg eftir að bíta úr nálinni með það. En það er hinsvegar augljóst að andúðin gagnvart hefðbundnum stjórnmálum og vantrúin á hefðbundnum stjórnmálamönnum birtist í þessari niðurstöðu,“ segir hann. Hann segir niðurstöður kosninganna ekki hafa endurspeglað skoðanakannanir. „Við sjáum að skoðanakannanir eru í auknu mæli að verða ónákvæmari. Við sáum þetta í Bretlandi í Brexit kosningunni, í skosku sjálfstæðiskosningunni og í bresku þingkosningunum. Við höfum séð þetta víða og nú gerist það enn og aftur að þetta tæki virðist orðið ansi ónákvæmt við að mæla stefnur og strauma.“Eiríkur Bergmann segir Bandaríkin hafa verið helsta bandamann Íslands.VÍSIR/SKJÁSKOTTrump boðaði breytingar í utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kosningabaráttunni. Þar á meðal hefur hann lýst yfir efasemdum með Atlantshafsbandalagið og framlagi aðildarríkjanna til samstarfsins. Eiríkur telur kjör Trump geta haft mikil áhrif hér á landi. „Þessi niðurstaða gæti haft mjög afgerandi áhrif á okkur Íslendinga,“ segir hann. „Við höfum átt í afar nánu samstarfi við Bandaríkin og það er leitun að ríki sem hefur átt í nánara samstarfi við Bandaríkin. Trump boðaði það að minnsta kosti í kosningabaráttunni að Bandaríkin færu í algert afturhvarf til einangrunarstefnu í utanríkismálum. Í raun að spóla utanríkismálum aftur fyrir seinni heimsstyrjöld,“ segir Eiríkur. „Þetta er maður sem boðar mjög stífa verndarstefnu í viðskiptum og öðru slíku og það kann að vera að við Íslendingar glötum öflugum bandamanni sem Bandaríkin hafa verið fyrir Ísland á alheimsvettvangi.“Myndbandið hér að neðan skýrir í grófum dráttum hugmyndir Trump um Atlantshafsbandalagið. Þess ber að geta að VOX er frjálslyndur miðill sem hefur verið gagnrýninn á framboð Trump. Brexit Donald Trump Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega alveg ótrúleg úrslit,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst. “Heimurinn á náttúrulega alveg eftir að bíta úr nálinni með það. En það er hinsvegar augljóst að andúðin gagnvart hefðbundnum stjórnmálum og vantrúin á hefðbundnum stjórnmálamönnum birtist í þessari niðurstöðu,“ segir hann. Hann segir niðurstöður kosninganna ekki hafa endurspeglað skoðanakannanir. „Við sjáum að skoðanakannanir eru í auknu mæli að verða ónákvæmari. Við sáum þetta í Bretlandi í Brexit kosningunni, í skosku sjálfstæðiskosningunni og í bresku þingkosningunum. Við höfum séð þetta víða og nú gerist það enn og aftur að þetta tæki virðist orðið ansi ónákvæmt við að mæla stefnur og strauma.“Eiríkur Bergmann segir Bandaríkin hafa verið helsta bandamann Íslands.VÍSIR/SKJÁSKOTTrump boðaði breytingar í utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kosningabaráttunni. Þar á meðal hefur hann lýst yfir efasemdum með Atlantshafsbandalagið og framlagi aðildarríkjanna til samstarfsins. Eiríkur telur kjör Trump geta haft mikil áhrif hér á landi. „Þessi niðurstaða gæti haft mjög afgerandi áhrif á okkur Íslendinga,“ segir hann. „Við höfum átt í afar nánu samstarfi við Bandaríkin og það er leitun að ríki sem hefur átt í nánara samstarfi við Bandaríkin. Trump boðaði það að minnsta kosti í kosningabaráttunni að Bandaríkin færu í algert afturhvarf til einangrunarstefnu í utanríkismálum. Í raun að spóla utanríkismálum aftur fyrir seinni heimsstyrjöld,“ segir Eiríkur. „Þetta er maður sem boðar mjög stífa verndarstefnu í viðskiptum og öðru slíku og það kann að vera að við Íslendingar glötum öflugum bandamanni sem Bandaríkin hafa verið fyrir Ísland á alheimsvettvangi.“Myndbandið hér að neðan skýrir í grófum dráttum hugmyndir Trump um Atlantshafsbandalagið. Þess ber að geta að VOX er frjálslyndur miðill sem hefur verið gagnrýninn á framboð Trump.
Brexit Donald Trump Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira