Nýir þingmenn á skólabekk í dag Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2016 09:30 Nýr þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, er farinn að hlakka svo til þingstarfa að hann var þegar kominn í Alþingishúsið í gær. Þar gluggaði hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/Anton Kynningarfundur fyrir nýkjörna alþingismenn fer fram í dag. Þar fá þeir kynningu á starfsaðstæðum, starfskjörum og ýmsum þingvenjum og óskrifuðum reglum, svo dæmi sé nefnt. Þá kemur líka út ný útgáfa af ritinu Háttvirtur þingmaður, sem er handbók um þingstörfin. „Þetta er bók upp á 170 síður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir kynningarfundinn jafnan vera vel sóttan. Kolbeinn Óttarsson Proppé er einn nýrra þingmanna. Hann þjófstartaði reyndar og fór í síðustu viku í Alþingishúsið til að sækja fundinn, en greip í tómt. Hann hlakkar mikið til morgundagsins. „Það verður mjög fínt að fá betri innsýn inn í það hvernig þetta virkar allt. Þó að maður hafi svo sem fylgst með þessu utanfrá nokkuð lengi, þá er allt annað að vera kominn hérna megin,“ segir Kolbeinn. Ein óskrifaða reglan sem, þó hefur nokkrum sinnum verið brotin, er að þingmenn séu með bindi. Kolbeinn á ekki neitt slíkt. „Ég á ekki eitt einasta bindi og ég ætla ekki að breyta því. Seðlabankinn getur átt sína bindiskyldu. Ég hef aldrei skilið þennan klæðnað. Þetta þrengir að og fólk á að klæðast því sem því þykir þægilegt að vera í,“ segir hann. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn á þing 2013 og sótti kynningarfundinn á þeim tíma. „Þetta er kannski ekki nauðsynlegt, en það var gagnlegt og styður þig í að átta þig á hlutunum. En svo gerist þetta oft af sjálfu sér eins og á öðrum vinnustöðum. Þú sérð og spyrð og svo framvegis,“ segir Brynjar um nauðsyn þess að sækja fundinn. Tæplega helmingur þingmanna var kjörinn á Alþingi í fyrsta sinn í nýliðnum kosningum. Brynjar segir að sér lítist að sumu leyti ágætlega á hópinn. „Það er innan um þarna fólk sem ég hef tröllatrú á. Svo kemur í ljós þegar menn fara að vinna í nefndarstörfum hvernig menn finna sig i þessu. Sumir koma á óvart en aðrir valda vonbrigðum, eins og á öllum vinnustöðum,“ segir Brynjar. Brynjar hlakkar til þingvetrarins. „Það er spennandi hvernig ríkisstjórn verður. Það er mikill munur á að vera þingmaður i stjórnarandstöðu eða stjórn.“ Kosningar 2016 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Kynningarfundur fyrir nýkjörna alþingismenn fer fram í dag. Þar fá þeir kynningu á starfsaðstæðum, starfskjörum og ýmsum þingvenjum og óskrifuðum reglum, svo dæmi sé nefnt. Þá kemur líka út ný útgáfa af ritinu Háttvirtur þingmaður, sem er handbók um þingstörfin. „Þetta er bók upp á 170 síður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir kynningarfundinn jafnan vera vel sóttan. Kolbeinn Óttarsson Proppé er einn nýrra þingmanna. Hann þjófstartaði reyndar og fór í síðustu viku í Alþingishúsið til að sækja fundinn, en greip í tómt. Hann hlakkar mikið til morgundagsins. „Það verður mjög fínt að fá betri innsýn inn í það hvernig þetta virkar allt. Þó að maður hafi svo sem fylgst með þessu utanfrá nokkuð lengi, þá er allt annað að vera kominn hérna megin,“ segir Kolbeinn. Ein óskrifaða reglan sem, þó hefur nokkrum sinnum verið brotin, er að þingmenn séu með bindi. Kolbeinn á ekki neitt slíkt. „Ég á ekki eitt einasta bindi og ég ætla ekki að breyta því. Seðlabankinn getur átt sína bindiskyldu. Ég hef aldrei skilið þennan klæðnað. Þetta þrengir að og fólk á að klæðast því sem því þykir þægilegt að vera í,“ segir hann. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn á þing 2013 og sótti kynningarfundinn á þeim tíma. „Þetta er kannski ekki nauðsynlegt, en það var gagnlegt og styður þig í að átta þig á hlutunum. En svo gerist þetta oft af sjálfu sér eins og á öðrum vinnustöðum. Þú sérð og spyrð og svo framvegis,“ segir Brynjar um nauðsyn þess að sækja fundinn. Tæplega helmingur þingmanna var kjörinn á Alþingi í fyrsta sinn í nýliðnum kosningum. Brynjar segir að sér lítist að sumu leyti ágætlega á hópinn. „Það er innan um þarna fólk sem ég hef tröllatrú á. Svo kemur í ljós þegar menn fara að vinna í nefndarstörfum hvernig menn finna sig i þessu. Sumir koma á óvart en aðrir valda vonbrigðum, eins og á öllum vinnustöðum,“ segir Brynjar. Brynjar hlakkar til þingvetrarins. „Það er spennandi hvernig ríkisstjórn verður. Það er mikill munur á að vera þingmaður i stjórnarandstöðu eða stjórn.“
Kosningar 2016 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent