Erlent

Sigurræða Trump í heild sinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York
Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York Vísir/Getty

Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York í morgun þegar endanlega varð ljóst að hann hafði borið sigur úr býtum gegn Hillary Clinton

„Afsakið biðina, flókin viðskipti,“ sagði Trump viðstadda áður en hann greindi frá því að Clinton hefði hringt í sig og viðurkennt ósigur. Þakkaði hann Clinton fyrir góða kosningabaráttu og sagði hann bandarísku þjóðina standa í þakkarskuld fyrir þjónustu hennar í gegnum tíðina.

„Við þurfum að vnna saman og nú hefjum við það vandasama verk að endurbyggja Bandaríkin,“ sagði Trump. „Ég hef fengið að kynnast þjóð okkar svo vel og nú mun hver einasti Bandaríkjamaður fá tækifæri til að fullnýta hæfileika sína.“

„Við munum laga borginar okkar, byggja upp innviðina og milljónir manna munnu fá vinnu,“ sagði Trump sem hét því að hagvöxtur myndi tvöfaldast og að bandarískur efnahagur yrði sá sterkasti á heimsvísu.

„Bandaríkin munu ekki lengur sætta sig við að vera neitt annað en á toppnum. Við þurfum að endurheimta afdrif okkar og láta okkur dreyma um stóra hluti.“

Sjá má ræðuna í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×