Erlent

Stefnir í sigur Trump í Flórída

Atli Ísleifsson skrifar
Bæði Trump og Clinton lögðu mikla áherslu á að tryggja sér sigur í Flórída.
Bæði Trump og Clinton lögðu mikla áherslu á að tryggja sér sigur í Flórída. Vísir/AFP
Flest bendir til þess að Donald Trump muni bera sigur úr býtum í sveifluríkinu Flórída og þar með tryggja sér þá 29 kjörmenn sem þar er barist um.

Þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin mælist Trump með 49,2 prósent en Hillary Clinton 47,7 prósent. Ekki er útilokað að Clinton takist að snúa við taflinu á lokametrunum í ríkinu en útlitið er óneitanlega gott fyrir Trump á þessari stundu.

Núna á fjórða tímanum virðist Trump vera líklegri til að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hann mælist með forskot í mörgum sveifluríkjanna svokölluðu þegar enn er verið að telja upp úr kjörkössunum.

Bæði Trump og Clinton lögðu mikla áherslu á að tryggja sér sigur í Flórída.

Fylgst er með kosningunum í beinni í Kosningavakt Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×