Innlent

Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigmundur kynnti sér verkefni Rauða krossins, Heilsugæsla á hjólum, í dag.
Sigmundur kynnti sér verkefni Rauða krossins, Heilsugæsla á hjólum, í dag. Mynd/Forsætisráðuneytið
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er um þessar mundir staddur í Líbanon til að kynna sér aðstæður flóttamanna á svæðinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld segir Sigmundur daginn í dag hafa verið „mjög lærdómsríkan“ þótt aðstæður hafi verið erfiðar.

Sennilega hefur ekkert land fundið fyrir fólksflutningum af átakasvæðunum í Sýrlandi líkt og Líbanon. Talið er að um tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna hafist nú við í flóttamannabúðum í Líbanon auk 500 þúsund palestínskra flóttamanna.

Þetta hefur verið mjög lærdómsríkur dagur í Líbanon. Við erfiðar aðstæður eins og í Shatíla flóttamannabúðum Palestí...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 1. febrúar 2016
Í dag heimsótti Sigmundur Davíð Shatíla-flóttamannabúðirnar í höfuðborginni Beirut. Einnig fundaði hann með Tammam Salam, forsætisráðherra Líbanons, þar sem til stóð að ræða samskipti ríkjanna og um aðstæður flóttamanna í Líbanon.

Síðar í vikunni heldur Sigmundur Davíð til London þar sem hann mun sækja sérstakan leiðtogafund um málefni Sýrlands í London í boði forsætisráðherra Bretlands, Þýskalands, Noregs og Kúveit auk þess sem hann mun taka þátt í kynningu í sendiráði Íslands í tilefni af markaðssetningu og sölu íslensks skyrs í Bretlandi.

Sigmundur ásamt flóttabarni.Mynd/UNRWA
Sigmundur á fundi með Nabíh Berri, forseta líbanska þingsins.Mynd/Forsætisráðuneytið
Forsætisráðherrarnir tveir.Mynd/Forsætisráðuneytið
Mynd/UNRWA
Mynd/UNRWA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×