Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2016 18:30 Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa löngum gert kröfu til þess að Náttfari fái heiðurinn og nú heyrast raddir meðal Mýrdælinga um að fóstbróðurinn Hjörleifur verði talinn sá fyrsti sem nam landið.Fóstbræðurnir Hjörleifur og Ingólfur voru báðir úr Dalsfirði í Noregi.Teikning/Jakob Jóhannsson.„Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum," segir Landnámabók en vegna þessarar frásagnar hefur hann verið talinn fyrstur. En hversu trúverðug er hún um Ingólf? „Það er full ástæða til að draga hana í efa,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, einn af höfundum norskrar bókar um Ingólf, sem út kom fyrir áratug. „Það var náttúrlega nauðsynlegt fyrir Íslendinga á tólftu og þrettándu öld að búa til goðsögn um fyrsta landnámsmanninn og Ingólfur varð fyrir valinu. Hvort hann var fyrstur, annar eða þriðji skiptir kannski ekki öllu máli. En allavega, honum er hampað sem fyrsta landnámsmanni,“ segir Jón Viðar.Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Þingeyingar hafa löngum haldið því fram að Náttfari, sem Garðar Svavarsson skildi eftir, eigi að teljast fyrstur. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, minnir á að enn hafi ekki verið reist stytta af Náttfara á Arnarhóli, eins og gert hafi verið í Reykjavík með landnámsmann númer tvö. Þórir Kjartansson í Vík, sem ættaður er úr Hjörleifshöfða, vitnar til þess að samkvæmt Landnámu hafi Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, verið byrjaður að nema land við Hjörleifshöfða, búinn að byggja tvo stóra skála og byrjaður akuryrkju þegar þrælarnir drápu hann. „Við Mýrdælingar viljum halda því fram að Hjörleifur sé eiginlega fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórir. „Hann virðist hafa ætlað að setjast hér að, ætlaði að fara að rækta landið. Þá er Ingólfur, fóstbróðir hans, ennþá að þvælast um að leita að öndvegissúlunum sínum. Við erum dálítið fastir á þessu, margir,“ segir Þórir.Helga Arnardóttir, systir Ingólfs, og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir Ingólfs. Voru þau búin að nema land við Hjörleifshöfða þegar þrælarnir drápu Hjörleif?Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 kl. 20.35 í kvöld. Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa löngum gert kröfu til þess að Náttfari fái heiðurinn og nú heyrast raddir meðal Mýrdælinga um að fóstbróðurinn Hjörleifur verði talinn sá fyrsti sem nam landið.Fóstbræðurnir Hjörleifur og Ingólfur voru báðir úr Dalsfirði í Noregi.Teikning/Jakob Jóhannsson.„Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum," segir Landnámabók en vegna þessarar frásagnar hefur hann verið talinn fyrstur. En hversu trúverðug er hún um Ingólf? „Það er full ástæða til að draga hana í efa,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, einn af höfundum norskrar bókar um Ingólf, sem út kom fyrir áratug. „Það var náttúrlega nauðsynlegt fyrir Íslendinga á tólftu og þrettándu öld að búa til goðsögn um fyrsta landnámsmanninn og Ingólfur varð fyrir valinu. Hvort hann var fyrstur, annar eða þriðji skiptir kannski ekki öllu máli. En allavega, honum er hampað sem fyrsta landnámsmanni,“ segir Jón Viðar.Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Þingeyingar hafa löngum haldið því fram að Náttfari, sem Garðar Svavarsson skildi eftir, eigi að teljast fyrstur. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, minnir á að enn hafi ekki verið reist stytta af Náttfara á Arnarhóli, eins og gert hafi verið í Reykjavík með landnámsmann númer tvö. Þórir Kjartansson í Vík, sem ættaður er úr Hjörleifshöfða, vitnar til þess að samkvæmt Landnámu hafi Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, verið byrjaður að nema land við Hjörleifshöfða, búinn að byggja tvo stóra skála og byrjaður akuryrkju þegar þrælarnir drápu hann. „Við Mýrdælingar viljum halda því fram að Hjörleifur sé eiginlega fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórir. „Hann virðist hafa ætlað að setjast hér að, ætlaði að fara að rækta landið. Þá er Ingólfur, fóstbróðir hans, ennþá að þvælast um að leita að öndvegissúlunum sínum. Við erum dálítið fastir á þessu, margir,“ segir Þórir.Helga Arnardóttir, systir Ingólfs, og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir Ingólfs. Voru þau búin að nema land við Hjörleifshöfða þegar þrælarnir drápu Hjörleif?Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 kl. 20.35 í kvöld.
Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30