Mögulegar breytingar á framboði og verði kjötvara Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 20:00 EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. Niðurstaða ráðgefandi álits EFTA dómstólsins var birt í dag en ólöglegt er að flytja ferskt erlent kjöt til Íslands. Krafa er krafa um að kjötið hafi verið frosið í þrjátíu daga áður en það er selt hér á landi. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ferskar kjötvörur, sem meðal annars rekur kjötborðin í Hagkaup, fór í skaðabótamál við íslenska ríkið eftir um hundrað kílóum af fersku lífrænt ræktuðu nautakjöti frá Hollandi sem fyrirtækið flutti hingað til lands var fargað. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Álit EFTA-dómstólsins verður nú lagt til grundvallar í skaðabótamálinu sem rekið er fyrir héraðsdómi. Dómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en taka skal fram að álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Ingibjörn Sigurbergsson, frakvæmdastjóri Ferskra kjötvara, er þó mjög bjartsýnn á að málið vinnist og segir það hafa mikla þýðingu fyrir íslenska neytendur. „Það bara þýðir það að Íslendingar og allir neytendur á Íslandi hafa aðgang að fersku erlendu kjöti ásamt því íslenska. Erlent kjöt hefur verið ódýrara og væntanlega mun það skila sér líka til neytenda. Ég held að það kæmi íslenskum bændum líka vel því þeir eflast við þetta og halda áfram að framleiða sitt frábæra kjöt,“ segir Ingibjörn. Hann gefur lítið fyrir rök um aukna hættu á smitsjúkdómum í skepnum verði innflutningur á fersku kjöti leyfður. „Ég er nú ekki smitsjúkdómafræðingur og ætla ekki að tjá mig beint um hættur við því en maður spyr sig. Það eru mikið af ferðamönnum að koma til landsins og þeir geta borið með sér alls konar sjúkdóma líka sem ég myndi segja að væru kannski hættulegri fyrir íslenskan bústofn en hrátt kjöt, því ekki erum við að skepnum hrátt kjöt að borða,“ segir Ingibjörn. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. Niðurstaða ráðgefandi álits EFTA dómstólsins var birt í dag en ólöglegt er að flytja ferskt erlent kjöt til Íslands. Krafa er krafa um að kjötið hafi verið frosið í þrjátíu daga áður en það er selt hér á landi. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ferskar kjötvörur, sem meðal annars rekur kjötborðin í Hagkaup, fór í skaðabótamál við íslenska ríkið eftir um hundrað kílóum af fersku lífrænt ræktuðu nautakjöti frá Hollandi sem fyrirtækið flutti hingað til lands var fargað. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Álit EFTA-dómstólsins verður nú lagt til grundvallar í skaðabótamálinu sem rekið er fyrir héraðsdómi. Dómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en taka skal fram að álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Ingibjörn Sigurbergsson, frakvæmdastjóri Ferskra kjötvara, er þó mjög bjartsýnn á að málið vinnist og segir það hafa mikla þýðingu fyrir íslenska neytendur. „Það bara þýðir það að Íslendingar og allir neytendur á Íslandi hafa aðgang að fersku erlendu kjöti ásamt því íslenska. Erlent kjöt hefur verið ódýrara og væntanlega mun það skila sér líka til neytenda. Ég held að það kæmi íslenskum bændum líka vel því þeir eflast við þetta og halda áfram að framleiða sitt frábæra kjöt,“ segir Ingibjörn. Hann gefur lítið fyrir rök um aukna hættu á smitsjúkdómum í skepnum verði innflutningur á fersku kjöti leyfður. „Ég er nú ekki smitsjúkdómafræðingur og ætla ekki að tjá mig beint um hættur við því en maður spyr sig. Það eru mikið af ferðamönnum að koma til landsins og þeir geta borið með sér alls konar sjúkdóma líka sem ég myndi segja að væru kannski hættulegri fyrir íslenskan bústofn en hrátt kjöt, því ekki erum við að skepnum hrátt kjöt að borða,“ segir Ingibjörn.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira