Erlent

Þjóðverjar opna heimili fyrir samkynhneigða flóttamenn

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega milljón flóttamenn komu til Þýskalands á síðasta ári.
Rúmlega milljón flóttamenn komu til Þýskalands á síðasta ári. Vísir/EPA
Ákveðið hefur verið að opna heimili fyrir samkynhneigða flóttamenn í Þýskalandi. Er þetta gert í þeim tilgangi að draga úr fordómum og fækka árásum á slíka flóttamenn.

SVT greinir frá því að heimilið verði í Nürnberg í suðurhluta Þýskalands og geti hýst átta manns. Enn sem komið er hafi enginn flutt inn, en flóttamenn frá Íran, Írak, Sýrlandi og Eþíópíu bíða í röð eftir að fá þar inni.

„Fordómar hverfa ekki við það eitt að halda yfir landamæri,“ segir Michael Glas, formaður samtakanna Fliederlich, sem stendur að framtakinu.

Samtök sem vinna að því að tryggja réttindi samkynhneigðra í Þýskalandi að skráðu komu 95 samkynhneigðra flóttamanna til landsins á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×