Innflutningsbann á fersku kjöti stenst ekki EES samninginn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. febrúar 2016 12:11 Komist dómari að því að bannið standist ekki væri hægt að flytja inn ferskt kjöt frá útlöndum. vísir/gva Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands stenst ekki ákvæði EES samningsins um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í dag. Úrskurðurinn var birtur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti í tengslum við mál Ferskra kjörvara gegn íslenska ríkinu sem nú er rekið fyrir dómstólum. Fyrirtækið flutti ferskt kjöt til landsins fyrir tveimur árum sem fékk ekki tollafgreiðslu og höfðaði í kjölfarið skaðabótamál gegn ríkinu. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Dómstóllinn benti á að hráar kjötvörur falli almennt utan gildisvið reglna um frjálst vöruflæði. Ákveðnar lagagerðir hafa verið felldar inn í EES-samninginn með viðaukum en sú er einmitt rauninn með þá tilskipun sem reyndi á í þessu máli. Ekki var samið um nein aðlögunarákvæði í tengslum við tilskipunina og takmarkar hún því svigrúm stjórnvalda á Íslandi til reglusetningar um innflutning ferskra kjötvara. Samkvæmt áðurgreindri tilskipun er dýraeftirlit aðeins heimilt ef það er framkvæmt með úrtakskönnun eða á grundvelli grunsemda um misferli á meðan flutningi varanna stóð. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda ganga lengra en ákvæðið heimilar. Dómstóllinn komst því að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skylda innflytjanda fersks kjöts til að afla sérstaks innflutningsleyfis sem fæli í sér skil á vottorði til staðfestinar þess að kjötið hefði verið geymt frosið í tiltekinn tíma fyrir tollafgreiðslu. Héraðsdómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Íslenskum dómurum er í sjálfsvald sett hvort hann hagi niðurstöðu sinni í samræmi við álit dómstólsins. Tengdar fréttir Spyrja EFTA um innflutning á hráu kjöti Ferskar kjötvörur ehf. hafa höfðað bótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir þegar innflutningi á 83 kílóum af ferskum, hráum nautalundum var synjað. Leitað verður álits EFTA-dómstólsins um lögmæti synjunarinnar. 25. febrúar 2015 10:00 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti brjóti í bága við EES Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. 8. október 2014 11:58 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands stenst ekki ákvæði EES samningsins um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í dag. Úrskurðurinn var birtur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti í tengslum við mál Ferskra kjörvara gegn íslenska ríkinu sem nú er rekið fyrir dómstólum. Fyrirtækið flutti ferskt kjöt til landsins fyrir tveimur árum sem fékk ekki tollafgreiðslu og höfðaði í kjölfarið skaðabótamál gegn ríkinu. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Dómstóllinn benti á að hráar kjötvörur falli almennt utan gildisvið reglna um frjálst vöruflæði. Ákveðnar lagagerðir hafa verið felldar inn í EES-samninginn með viðaukum en sú er einmitt rauninn með þá tilskipun sem reyndi á í þessu máli. Ekki var samið um nein aðlögunarákvæði í tengslum við tilskipunina og takmarkar hún því svigrúm stjórnvalda á Íslandi til reglusetningar um innflutning ferskra kjötvara. Samkvæmt áðurgreindri tilskipun er dýraeftirlit aðeins heimilt ef það er framkvæmt með úrtakskönnun eða á grundvelli grunsemda um misferli á meðan flutningi varanna stóð. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda ganga lengra en ákvæðið heimilar. Dómstóllinn komst því að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skylda innflytjanda fersks kjöts til að afla sérstaks innflutningsleyfis sem fæli í sér skil á vottorði til staðfestinar þess að kjötið hefði verið geymt frosið í tiltekinn tíma fyrir tollafgreiðslu. Héraðsdómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Íslenskum dómurum er í sjálfsvald sett hvort hann hagi niðurstöðu sinni í samræmi við álit dómstólsins.
Tengdar fréttir Spyrja EFTA um innflutning á hráu kjöti Ferskar kjötvörur ehf. hafa höfðað bótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir þegar innflutningi á 83 kílóum af ferskum, hráum nautalundum var synjað. Leitað verður álits EFTA-dómstólsins um lögmæti synjunarinnar. 25. febrúar 2015 10:00 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti brjóti í bága við EES Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. 8. október 2014 11:58 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Spyrja EFTA um innflutning á hráu kjöti Ferskar kjötvörur ehf. hafa höfðað bótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir þegar innflutningi á 83 kílóum af ferskum, hráum nautalundum var synjað. Leitað verður álits EFTA-dómstólsins um lögmæti synjunarinnar. 25. febrúar 2015 10:00
Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19
Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti brjóti í bága við EES Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. 8. október 2014 11:58