Tónlist

Ylja stimplar sig inn í sumarið með nýju lagi

Tinni Sveinsson skrifar
Bjartey Sveinsdóttir og Gígja Skjaldardóttir skipa hljómsveitina Ylju.
Bjartey Sveinsdóttir og Gígja Skjaldardóttir skipa hljómsveitina Ylju. Vísir/Daníel
Hljómsveitin Ylja hefur sent frá sér nýtt lag, Í spariskóm.

Sem fyrr syngja þær Bjartey Sveinsdóttir og Gígja Skjaldardóttir saman í þeirri fallegu röddun sem Ylja er þekkt fyrir.

Aðdáendur hafa beðið spenntir eftir nýju efni frá Ylju síðustu misseri. Áður hefur sveitin gefið út tvær plötur, árin 2012 (Ylja) og 2014 (Commotion).

Örn Eldjárn og Magnús Örn Magnússon leika með þeim Bjarteyju og Gígju á gítar, syntha og trommur í laginu en textinn er eftir Bjarteyju. Gabríel Benedikt Bachmann gerði myndbandið.


Tengdar fréttir

Magnaður flutningur Ylju í Hörpunni

Ylja ákvað á síðustu stundu að klippa saman myndband frá tónleikum sveitarinnar í Kaldalóni, Hörpu, og birta í þessari spennandi viku sem Iceland Airwaves er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.