ÁTVR og ISAVIA gagnrýna fyrirhugaðar breytingar á áfengiskvóta Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. maí 2016 11:22 Margir nýta tækifærið við komuna til landsins og versla tollfrjálsan varning. Forsvarsmenn ISAVIA, rekstraraðila Fríhafnarinnar, hafa efasemdir um ágæti nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem gerir viðskiptavinum kleift að kaupa áfengi í fríhöfninni eftir tegundum í stað þess að vera bundinn við að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór í samræmi við fimm ólíkar samsetningar. Þá telur Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR og Vínbúðanna, frumvarpið ekki nægilega vel ígrundað. Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is. Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að búast megi við að þessar nýju reglur verði til þess að sala Vínbúðanna minnki um 1 til 2 prósent og tekjur ríkisins af áfengisgjaldi dragist saman um 200 milljónir en að búist sé við að tekjur af aukinni sölu í komuversluninni muni vega upp á móti. Eins og staðan er í dag þá þurfa þeir sem fara í gegnum fríhöfnina að fara eina af fimm mismunandi leiðum til þess að fullnýta þann áfengiskvóta sem hverjum farþega er sjálfvirkt úthlutaður við komuna til landsins. Þessar fimm mismunandi leiðir eru fengnar út fá lögum um tollfrjáls kaup á áfengi. Frumvarp fjármálarráðherra felur í sér að miðað er við einingar í staðinn, nánar tiltekið að hver ferðamaður megi versla sex einingar. Hér má sjá samsetningarnar sem í boði eru samkvæmt lögunum sem nú gilda.Vísir/ÁTVR„Samkvæmt frumvarpinu telst 1 eining vera; 3 lítrar af bjór, ein 0,75 cl léttvínsflaska eða 0,25 cl af sterku áfengi (meira en 22%). Hálfs lítra kippa af bjór verður þá ein eining og flaska með einum lítra af sterku áfengi er þá 4 einingar. Í frumvarpinu er einnig gerð sú breyting að miða magn af léttvíni við hefðbundnar vínflöskur sem eru 0,75 cl en ekki 1 lítri líkt og gert er í dag,“ segir á vefsíðunni Túristi.is. „ÁTVR telur frumvarpið ekki nægilega ígrundað og gerir athugasemdir við að í engu sé vikið að afleiðingum þess fyrir lýðheilsu, en slík sjónarmið eru tvímælalaust grundvöllurinn að áfengisstefnu í landinu,“ segir í umsögn ÁTVR um frumvarpið. Bent er á að með breytingunum sem felast í frumvarpinu mega farþegar kaupa meira af sterku áfengi. Þó er tekið undir það að breytingarnar auðveldi starfsfólki lífið. „Að mati ÁTVR er hér um að ræða stefnubreytingu í andstöðu við lýðheilsusjónarmið. ÁTVR telur sjálfsagt að auka valfrelsi neytenda, þó án þess að auka heimildirnar - sérstaklega að því er varðar sterka áfengið.“ Hér má sjá breytingarnar sem gerðar eru í frumvarpinu.Forsvarsmenn ISAVIA telja að það sé misskilingur að áfengissala komi til með að aukast með breytingunum. Í umsögn félagsins er meðfylgjandi tafla birt og bent á að með breytingunum skerðist ákveðnar samsetningar talsvert. Samkvæmt gögnum ISAVIA eru þetta þær samsetningar sem flestir farþegar nýta sér. „Nýja tillagan býður upp á mun meiri sveigjanleika í kaupum milli flokka en nú er, sem er jákvætt, en það eitt og sér mun ekki leiða til þeirrar aukningar í sölu sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Til að Fríhöfnin nái þeirri söluaukningu sem nauðsynleg er til að tryggja góðan rekstur eftir mikla hækkun á áfengisgjaldi og ef panta og sækja þjónustan verður óheimil í komuverslun væri æskilegt að það yrði einhver aukning í tollkvótanum.“ ISAVIA leggur til að ein eining af sterku áfengi verði 0,5 I í stað 0,25 I. „Og jafnvel að hámarks kaup á sterku áfengi verði 1 líter, þannig að ekki sé hægt að ráðstafa öllum kvótanum í sterkt áfengi,“ er bætt við í umsögninni. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Forsvarsmenn ISAVIA, rekstraraðila Fríhafnarinnar, hafa efasemdir um ágæti nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem gerir viðskiptavinum kleift að kaupa áfengi í fríhöfninni eftir tegundum í stað þess að vera bundinn við að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór í samræmi við fimm ólíkar samsetningar. Þá telur Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR og Vínbúðanna, frumvarpið ekki nægilega vel ígrundað. Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is. Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að búast megi við að þessar nýju reglur verði til þess að sala Vínbúðanna minnki um 1 til 2 prósent og tekjur ríkisins af áfengisgjaldi dragist saman um 200 milljónir en að búist sé við að tekjur af aukinni sölu í komuversluninni muni vega upp á móti. Eins og staðan er í dag þá þurfa þeir sem fara í gegnum fríhöfnina að fara eina af fimm mismunandi leiðum til þess að fullnýta þann áfengiskvóta sem hverjum farþega er sjálfvirkt úthlutaður við komuna til landsins. Þessar fimm mismunandi leiðir eru fengnar út fá lögum um tollfrjáls kaup á áfengi. Frumvarp fjármálarráðherra felur í sér að miðað er við einingar í staðinn, nánar tiltekið að hver ferðamaður megi versla sex einingar. Hér má sjá samsetningarnar sem í boði eru samkvæmt lögunum sem nú gilda.Vísir/ÁTVR„Samkvæmt frumvarpinu telst 1 eining vera; 3 lítrar af bjór, ein 0,75 cl léttvínsflaska eða 0,25 cl af sterku áfengi (meira en 22%). Hálfs lítra kippa af bjór verður þá ein eining og flaska með einum lítra af sterku áfengi er þá 4 einingar. Í frumvarpinu er einnig gerð sú breyting að miða magn af léttvíni við hefðbundnar vínflöskur sem eru 0,75 cl en ekki 1 lítri líkt og gert er í dag,“ segir á vefsíðunni Túristi.is. „ÁTVR telur frumvarpið ekki nægilega ígrundað og gerir athugasemdir við að í engu sé vikið að afleiðingum þess fyrir lýðheilsu, en slík sjónarmið eru tvímælalaust grundvöllurinn að áfengisstefnu í landinu,“ segir í umsögn ÁTVR um frumvarpið. Bent er á að með breytingunum sem felast í frumvarpinu mega farþegar kaupa meira af sterku áfengi. Þó er tekið undir það að breytingarnar auðveldi starfsfólki lífið. „Að mati ÁTVR er hér um að ræða stefnubreytingu í andstöðu við lýðheilsusjónarmið. ÁTVR telur sjálfsagt að auka valfrelsi neytenda, þó án þess að auka heimildirnar - sérstaklega að því er varðar sterka áfengið.“ Hér má sjá breytingarnar sem gerðar eru í frumvarpinu.Forsvarsmenn ISAVIA telja að það sé misskilingur að áfengissala komi til með að aukast með breytingunum. Í umsögn félagsins er meðfylgjandi tafla birt og bent á að með breytingunum skerðist ákveðnar samsetningar talsvert. Samkvæmt gögnum ISAVIA eru þetta þær samsetningar sem flestir farþegar nýta sér. „Nýja tillagan býður upp á mun meiri sveigjanleika í kaupum milli flokka en nú er, sem er jákvætt, en það eitt og sér mun ekki leiða til þeirrar aukningar í sölu sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Til að Fríhöfnin nái þeirri söluaukningu sem nauðsynleg er til að tryggja góðan rekstur eftir mikla hækkun á áfengisgjaldi og ef panta og sækja þjónustan verður óheimil í komuverslun væri æskilegt að það yrði einhver aukning í tollkvótanum.“ ISAVIA leggur til að ein eining af sterku áfengi verði 0,5 I í stað 0,25 I. „Og jafnvel að hámarks kaup á sterku áfengi verði 1 líter, þannig að ekki sé hægt að ráðstafa öllum kvótanum í sterkt áfengi,“ er bætt við í umsögninni.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira