Day kom, sá og sigraði á Players Anton Ingi Leifsson skrifar 16. maí 2016 11:00 Jason Day fagnar sínum öðrum risatitli. vísir/getty Ástralinn Jason Day kom sá og sigraði á Players-meistaramótinu sem lauk í Flórída í nótt, en hann spilaði frábært golf. Bandaríkjamenn röðuðu sér í næstu fjögur sæti. Day byrjaði mótið frábærlega og spilaði fyrsta hringinn á níu undir pari og var í sérflokki, en næsta hring spilaði hann á sex undir og var fimmtán höggum undir pari eftir tvo hringi. Hann steig þó smá feilspor á þriðja hring, en rosalegur vindur var á vellinum og réðu spilararnir lítið við vindinn. Hann spilaði þá á einu höggi yfir pari, en á fjórða hringnum spilaði hann á einu undir pari og endaði á fimmtán undir pari. Hann fær dágóða summu í sinn vasa, en Day er talinn einn besti kylfingurinn í heiminum í dag ef ekki sá besti. Kevin Chappell endaði í öðru sætinu, en hann spilaði á ellefu höggum undir pari. Hann spilaði sinn besta hring annan daginn, en þá spilaði hann á fimm höggum undir pari. Í þriðja sæti enduðu þeir Ken Duke, Matt Kuchar, Colt Knost og Justin Thomas, en þeir spiluðu allir á tíu höggum undir pari. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn Jason Day kom sá og sigraði á Players-meistaramótinu sem lauk í Flórída í nótt, en hann spilaði frábært golf. Bandaríkjamenn röðuðu sér í næstu fjögur sæti. Day byrjaði mótið frábærlega og spilaði fyrsta hringinn á níu undir pari og var í sérflokki, en næsta hring spilaði hann á sex undir og var fimmtán höggum undir pari eftir tvo hringi. Hann steig þó smá feilspor á þriðja hring, en rosalegur vindur var á vellinum og réðu spilararnir lítið við vindinn. Hann spilaði þá á einu höggi yfir pari, en á fjórða hringnum spilaði hann á einu undir pari og endaði á fimmtán undir pari. Hann fær dágóða summu í sinn vasa, en Day er talinn einn besti kylfingurinn í heiminum í dag ef ekki sá besti. Kevin Chappell endaði í öðru sætinu, en hann spilaði á ellefu höggum undir pari. Hann spilaði sinn besta hring annan daginn, en þá spilaði hann á fimm höggum undir pari. Í þriðja sæti enduðu þeir Ken Duke, Matt Kuchar, Colt Knost og Justin Thomas, en þeir spiluðu allir á tíu höggum undir pari.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira