Segir aðgerðir stjórnvalda ýta undir hærra húsnæðisverð Sæunn Gísladóttir skrifar 10. mars 2016 07:00 Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Ef stjórnvöld vilja lækka húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu þurfa þau að afmarka betur þá hópa sem fá stuðning við húsnæðiskaup og styrkja forsendur fyrir auknum nýbyggingum. Þetta tvennt mun lækka húsnæðisverð að mati Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands. Björn heldur erindi um málið á fundi VÍB í VÍB stofunni í morgun.Björn Brynjúlfur BjörnssonBjörn bendir á að þrátt fyrir miklar umræðar um hátt húsnæðisverð og erfiðleika ungs fólks við að kaupa fasteign bendi fátt til þess að erfitt sé að eignast húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, ef frá er talinn miðbærinn. Fasteignaverð sem hlutfall af launum hafi haldist óbreytt í 22 ár. Hann segir Viðskiptaráð ekki telja ástæðu til inngripa stjórnvalda á húsnæðismarkaði. „Heildarstuðningur stjórnvalda er orðinn mjög mikill í húsnæðismálum en hann nam rúmlega fjörutíu milljörðum í fjárlögum síðasta árs. Þau stuðningskerfi sem stjórnvöld starfrækja í dag hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Það eykur eftirspurn eftir húsnæði að afhenda stórum hluta þjóðarinnar fjármuni sem eru sérstaklega eyrnamerktir húsnæðiskaupum. Framboðsmegin er skortur af lóðum, skipulagsreglur eru strangari en áður og byggingarkostnaður var hækkaður verulega með nýrri byggingarreglugerð árið 2012, sérstaklega fyrir smærri íbúðir. Aðgerðir stjórnvalda hafa því umtalsverð áhrif til hækkunar húsnæðisverðs, þó að þau séu að reyna að styðja við íbúðakaupendur með öllum þessum kerfum,“ segir Björn. Þörf er því á að afmarka húsnæðisaðgerðirnar sem mun draga úr eftirspurn, og auka lóðaframboð og lækka byggingarkostnað.Hægt er að horfa á fund VÍB í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Ef stjórnvöld vilja lækka húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu þurfa þau að afmarka betur þá hópa sem fá stuðning við húsnæðiskaup og styrkja forsendur fyrir auknum nýbyggingum. Þetta tvennt mun lækka húsnæðisverð að mati Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands. Björn heldur erindi um málið á fundi VÍB í VÍB stofunni í morgun.Björn Brynjúlfur BjörnssonBjörn bendir á að þrátt fyrir miklar umræðar um hátt húsnæðisverð og erfiðleika ungs fólks við að kaupa fasteign bendi fátt til þess að erfitt sé að eignast húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, ef frá er talinn miðbærinn. Fasteignaverð sem hlutfall af launum hafi haldist óbreytt í 22 ár. Hann segir Viðskiptaráð ekki telja ástæðu til inngripa stjórnvalda á húsnæðismarkaði. „Heildarstuðningur stjórnvalda er orðinn mjög mikill í húsnæðismálum en hann nam rúmlega fjörutíu milljörðum í fjárlögum síðasta árs. Þau stuðningskerfi sem stjórnvöld starfrækja í dag hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Það eykur eftirspurn eftir húsnæði að afhenda stórum hluta þjóðarinnar fjármuni sem eru sérstaklega eyrnamerktir húsnæðiskaupum. Framboðsmegin er skortur af lóðum, skipulagsreglur eru strangari en áður og byggingarkostnaður var hækkaður verulega með nýrri byggingarreglugerð árið 2012, sérstaklega fyrir smærri íbúðir. Aðgerðir stjórnvalda hafa því umtalsverð áhrif til hækkunar húsnæðisverðs, þó að þau séu að reyna að styðja við íbúðakaupendur með öllum þessum kerfum,“ segir Björn. Þörf er því á að afmarka húsnæðisaðgerðirnar sem mun draga úr eftirspurn, og auka lóðaframboð og lækka byggingarkostnað.Hægt er að horfa á fund VÍB í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira