Dómgreindarbrestur eða græðgi? Willum Þór Þórsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Ekki er til einhlítur mælikvarði á jöfnuð og hann snýst ekki bara um laun. Það er óumdeilt að við viljum jöfn tækifæri fyrir alla og jafnan aðgang að grunnþjónustu. Það er einnig almennur skilningur á því að til þess að auka velferð allra, efla heilbrigðis- og menntakerfið og fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu, þarf að auka verðmætasköpun. Til þess að hægt sé að „stækka kökuna“ standa heimshagkerfin frammi fyrir þeirri áskorun að auka framleiðni og draga úr misskiptingu auðs. Þetta viðfangsefni þarfnast sannarlega frumkvæðis stjórnvalda og atvinnulífs en ekkert síður sameiginlegs skilnings á verkefninu.Jöfnuður meiri en nokkru sinni áður Í nýútkomnum félagsvísum fyrir 2015 kemur fram að Gini-stuðullinn, sem mælir hvernig samanlagðar tekjur allra einstaklinga í landinu dreifast, hefur ekki verið lægri síðan mælingar hófust árið 2004. Bilið milli tekjuhæstu og tekjulægstu Íslendinga hefur minnkað og einstaklingar undir lágtekjumörkum hafa aðeins einu sinni áður mælst færri síðan mælingar hófust.Lífskjör – Ísland í 4. sæti Ef tekið er mið af lífskjaramælikvarða SPI-vísitölunnar (Social Progress Index) er Ísland í fjórða sæti. Fyrir ofan Ísland á þessum lista eru Noregur, Svíþjóð og Sviss. Þessi félagslega þróunarvísitala er dæmi um breytta nálgun þar sem ekki er einblínt á einhlítan hagvaxtarmælikvarða. Lífskjör og verðmætasköpun eru meðal annars metin út frá grundvallarþörfum, almennri velferð, aðgengi að velferðarkerfum og tækifærum einstaklinga til að vaxa og dafna.Lægri skattar og aukinn stuðningur Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur markvisst dregið úr skattheimtu og aukið enn frekar félagslega aðstoð. Vörugjöld hafa verið afnumin, sem skilar sér í lægra vöruverði, tekjuskattskerfið einfaldað og skattleysismörk og persónuafsláttur hafa hækkað. Barnabætur eru hærri og bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækkuðu um tæp 10% um áramótin. Kaupmáttur allra hefur aukist og atvinnuleysi minnkað. Skuldir heimila hafa lækkað og séreignarsparnaðarleiðin var hluti af velheppnaðri skuldaleiðréttingu en ekkert síður til þess fallin að auðvelda fólki að spara til þess að fjárfesta í húsnæði. Fyrirhugaðar aðgerðir sem samþykktar voru sem hluti af kjarasamningum síðastliðið vor eru svo hugsaðar til þess að auka tekjujöfnuð enn frekar og jafna og bæta eignastöðu fólks.Sama farið? Þjóðin öll tók á sig skell og auknar byrðar en hefur með sameiginlegu átaki náð vopnum sínum. Flestir hagvísar eru nú jákvæðir: aukinn hagvöxtur, minna atvinnuleysi, verðstöðugleiki, aukinn tekjujöfnuður, lækkandi skuldir þjóðarbúsins og lausn á greiðslujafnaðarvanda þar sem erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri síðan á síldarárunum! Aukinn kaupmáttur og ráðstöfunargeta sem skilar sér í auknum ávinningi í atvinnulífinu. Á sama tíma og við erum að komast í betri stöðu til þess að efla velferðarkerfið og auka jöfnuð þá berast okkur fréttir um ofurbónusa fárra, hlutabréfakaup útvalinna, himinháar arðgreiðslur og já jafnvel arðgreiðslur umfram hagnað!Gagnkvæmur skilningur? Stjórnendur fyrirtækja bera mikla samfélagslega ábyrgð ekkert síður en gagnvart eigendum. Það er skilningur á því að eigendur njóti arðs af fjárfestingum og stjórnendur hljóti umbun fyrir erfiðar ákvarðanir. En um leið þurfa þeir að geta lesið í samfélag sitt. Ef ekki ríkir gagnkvæmur skilningur stjórnvalda og stjórnenda í atvinnulífinu á efnahagslegum áskorunum um framleiðni og aukinn jöfnuð, rofnar hin samfélagslega sátt. Niðurstaðan verður í besta falli brestur á dómgreind eða hrein græðgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er til einhlítur mælikvarði á jöfnuð og hann snýst ekki bara um laun. Það er óumdeilt að við viljum jöfn tækifæri fyrir alla og jafnan aðgang að grunnþjónustu. Það er einnig almennur skilningur á því að til þess að auka velferð allra, efla heilbrigðis- og menntakerfið og fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu, þarf að auka verðmætasköpun. Til þess að hægt sé að „stækka kökuna“ standa heimshagkerfin frammi fyrir þeirri áskorun að auka framleiðni og draga úr misskiptingu auðs. Þetta viðfangsefni þarfnast sannarlega frumkvæðis stjórnvalda og atvinnulífs en ekkert síður sameiginlegs skilnings á verkefninu.Jöfnuður meiri en nokkru sinni áður Í nýútkomnum félagsvísum fyrir 2015 kemur fram að Gini-stuðullinn, sem mælir hvernig samanlagðar tekjur allra einstaklinga í landinu dreifast, hefur ekki verið lægri síðan mælingar hófust árið 2004. Bilið milli tekjuhæstu og tekjulægstu Íslendinga hefur minnkað og einstaklingar undir lágtekjumörkum hafa aðeins einu sinni áður mælst færri síðan mælingar hófust.Lífskjör – Ísland í 4. sæti Ef tekið er mið af lífskjaramælikvarða SPI-vísitölunnar (Social Progress Index) er Ísland í fjórða sæti. Fyrir ofan Ísland á þessum lista eru Noregur, Svíþjóð og Sviss. Þessi félagslega þróunarvísitala er dæmi um breytta nálgun þar sem ekki er einblínt á einhlítan hagvaxtarmælikvarða. Lífskjör og verðmætasköpun eru meðal annars metin út frá grundvallarþörfum, almennri velferð, aðgengi að velferðarkerfum og tækifærum einstaklinga til að vaxa og dafna.Lægri skattar og aukinn stuðningur Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur markvisst dregið úr skattheimtu og aukið enn frekar félagslega aðstoð. Vörugjöld hafa verið afnumin, sem skilar sér í lægra vöruverði, tekjuskattskerfið einfaldað og skattleysismörk og persónuafsláttur hafa hækkað. Barnabætur eru hærri og bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækkuðu um tæp 10% um áramótin. Kaupmáttur allra hefur aukist og atvinnuleysi minnkað. Skuldir heimila hafa lækkað og séreignarsparnaðarleiðin var hluti af velheppnaðri skuldaleiðréttingu en ekkert síður til þess fallin að auðvelda fólki að spara til þess að fjárfesta í húsnæði. Fyrirhugaðar aðgerðir sem samþykktar voru sem hluti af kjarasamningum síðastliðið vor eru svo hugsaðar til þess að auka tekjujöfnuð enn frekar og jafna og bæta eignastöðu fólks.Sama farið? Þjóðin öll tók á sig skell og auknar byrðar en hefur með sameiginlegu átaki náð vopnum sínum. Flestir hagvísar eru nú jákvæðir: aukinn hagvöxtur, minna atvinnuleysi, verðstöðugleiki, aukinn tekjujöfnuður, lækkandi skuldir þjóðarbúsins og lausn á greiðslujafnaðarvanda þar sem erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri síðan á síldarárunum! Aukinn kaupmáttur og ráðstöfunargeta sem skilar sér í auknum ávinningi í atvinnulífinu. Á sama tíma og við erum að komast í betri stöðu til þess að efla velferðarkerfið og auka jöfnuð þá berast okkur fréttir um ofurbónusa fárra, hlutabréfakaup útvalinna, himinháar arðgreiðslur og já jafnvel arðgreiðslur umfram hagnað!Gagnkvæmur skilningur? Stjórnendur fyrirtækja bera mikla samfélagslega ábyrgð ekkert síður en gagnvart eigendum. Það er skilningur á því að eigendur njóti arðs af fjárfestingum og stjórnendur hljóti umbun fyrir erfiðar ákvarðanir. En um leið þurfa þeir að geta lesið í samfélag sitt. Ef ekki ríkir gagnkvæmur skilningur stjórnvalda og stjórnenda í atvinnulífinu á efnahagslegum áskorunum um framleiðni og aukinn jöfnuð, rofnar hin samfélagslega sátt. Niðurstaðan verður í besta falli brestur á dómgreind eða hrein græðgi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun