Bændur uggandi yfir lækkuðu afurðaverði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 16:43 Þrjár afurðastöðvar hafa lækkað verð til bænda. vísir/stefán „Afurðaverðið er komið og það lítur vægast illa út,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við Vísi. Í vikunni tilkynntu Norðlenska, Sláturfélag Vopnfirðinga og Sláturhús SAH um lækkað afurðaverð til bænda. Lækkunin nemur yfirleitt um tíu prósentum á hvert kíló af lambakjöti en rúmlega þrjátíu prósentum á kjöt af fullorðnu fé. Hækkanirnar eru ýmist sagðar galnar eða glórulausar á heimasíðu Landssamtakanna. Aðrar afurðastöðvar, á borð við Sláturfélag Suðurlands og Fjallalamb, eiga enn eftir að gefa út sína afurðaverðskrá.Þórarinn Ingi Pétursson er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Um helgina fór fram formannafundur Landssamtakanna á Birkimel á Barðaströnd. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem samtökin krefjast þess að sláturleyfishafar virði þau viðmiðunarverð sem sauðfjárbændur gáfu út í lok síðasta mánaðar. Umræddar lækkanir eru þvert á viðmiðunarkröfur sauðfjárbænda. „Lækkunin er að ýmsu leyti skiljanleg þar sem rekstur afurðastöðvanna hefur gengið illa,“ segir Þórarinn. Rót vandans liggi á ýmsum stöðum. Þrátt fyrir að sala á lambakjöti hafi gengið ágætlega þá hefur orðið verðfall á ýmsum hliðarafurðum. Að auki hefur útflutningur gengið illa. Stærsti þátturinn sé hins vegar sá að verð á lambakjöti hafi lítið hækkað til neytandans. Þórarinn segir að á undanförnum árum hafi vísitala neysluverðs hækkað talsvert en lambakjötið hafi ekki haldið í við þá þróun. Á sama tíma hefur hærra verð til bænda ekki fylgt auknum framleiðslukostnaði. „Menn hafa ekki komið út neinum hækkunum á markaði hérna innanlands og það er stærsti þáttur vandans,“ segir Þórarinn en hann telur að á íslensku markaði ríki fákeppni. „Við erum með of margar afurðastöðvar sem selja of fáum, stórum verslunarkeðjum. Það hlýtur að flokkast sem fákeppni þegar ein keðja er með um sextíu prósent af markaðnum. Þeir mega eiga það að þeir eru flinkir í sínum „bissness“.“ Rekstrarútlitið fyrir marga bændur hefur verið bjartara að mati formannsins. „Ég hef ekki enn heyrt í neinum sem er harðákveðinn í að hætta en einhverjir hafa nefnt það og eru að skoða sína stöðu,“ segir Þórarinn. Það sé hins vegar ljóst að haldi sambærileg þróun áfram til lengri tíma verði sjálfhætt hjá einhverjum. Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira
„Afurðaverðið er komið og það lítur vægast illa út,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við Vísi. Í vikunni tilkynntu Norðlenska, Sláturfélag Vopnfirðinga og Sláturhús SAH um lækkað afurðaverð til bænda. Lækkunin nemur yfirleitt um tíu prósentum á hvert kíló af lambakjöti en rúmlega þrjátíu prósentum á kjöt af fullorðnu fé. Hækkanirnar eru ýmist sagðar galnar eða glórulausar á heimasíðu Landssamtakanna. Aðrar afurðastöðvar, á borð við Sláturfélag Suðurlands og Fjallalamb, eiga enn eftir að gefa út sína afurðaverðskrá.Þórarinn Ingi Pétursson er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Um helgina fór fram formannafundur Landssamtakanna á Birkimel á Barðaströnd. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem samtökin krefjast þess að sláturleyfishafar virði þau viðmiðunarverð sem sauðfjárbændur gáfu út í lok síðasta mánaðar. Umræddar lækkanir eru þvert á viðmiðunarkröfur sauðfjárbænda. „Lækkunin er að ýmsu leyti skiljanleg þar sem rekstur afurðastöðvanna hefur gengið illa,“ segir Þórarinn. Rót vandans liggi á ýmsum stöðum. Þrátt fyrir að sala á lambakjöti hafi gengið ágætlega þá hefur orðið verðfall á ýmsum hliðarafurðum. Að auki hefur útflutningur gengið illa. Stærsti þátturinn sé hins vegar sá að verð á lambakjöti hafi lítið hækkað til neytandans. Þórarinn segir að á undanförnum árum hafi vísitala neysluverðs hækkað talsvert en lambakjötið hafi ekki haldið í við þá þróun. Á sama tíma hefur hærra verð til bænda ekki fylgt auknum framleiðslukostnaði. „Menn hafa ekki komið út neinum hækkunum á markaði hérna innanlands og það er stærsti þáttur vandans,“ segir Þórarinn en hann telur að á íslensku markaði ríki fákeppni. „Við erum með of margar afurðastöðvar sem selja of fáum, stórum verslunarkeðjum. Það hlýtur að flokkast sem fákeppni þegar ein keðja er með um sextíu prósent af markaðnum. Þeir mega eiga það að þeir eru flinkir í sínum „bissness“.“ Rekstrarútlitið fyrir marga bændur hefur verið bjartara að mati formannsins. „Ég hef ekki enn heyrt í neinum sem er harðákveðinn í að hætta en einhverjir hafa nefnt það og eru að skoða sína stöðu,“ segir Þórarinn. Það sé hins vegar ljóst að haldi sambærileg þróun áfram til lengri tíma verði sjálfhætt hjá einhverjum.
Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira