Ætlaði að bjarga litlu systur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Ólafur Egilsson rauf vítahring meðvirkni og leitaði sér hjálpar hjá Al-Anon. Vísir/Hanna Eiðurinn, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Toronto, Toronto International Film Festival, þann 8. september og á Íslandi þann 9. september. Eiðurinn er verkefni sem RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars, þróaði með Ólafi Agli Egilssyni, leikara og leikstjóra, sem skrifaði handrit kvikmyndarinnar ásamt Baltasar. Eiðurinn segir frá hjartaskurðlækninum Finni sem áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og að nýr kærasti hennar er þekktur dópsali. Sagan að baki handritinu er persónuleg, kveikjan er háski yngri systur Ólafs sem fór villur vegar á unglingsárum sínum. „Ég þurfti að koma þessari sögu frá mér. Í fyrstu reyndist það erfitt, það var sársaukafullt að vinna með þetta efni, en smám saman léttist róðurinn, verkið eignaðist sjálfstætt líf og eigin forsendur burtséð frá lífi mínu eða minna nánustu,“ segir Ólafur því handritið er skáldverk þótt það byggi vissulega á raunverulegri reynslu hans. „Eftir því sem leið á þessi tæpu þrjú ár sem það tók að fullmóta handritið hætti það að vera eitthvað sem ég setti upp á leiksviði hugans með nánustu aðstandendum í aðalhlutverkum.“Fjarlægðin nauðsynleg Ólafur segir að þótt það sé erfitt, þá sé líka ákveðin lækning fólgin í því að setja erfiða reynslu í orð, koma henni frá sér eins og sagt er. „Maður getur hugsað sína hluti þúsund sinnum í hringi og verið engu nær því að sjá þá í réttu ljósi en þegar maður setur þá niður á blað, fer að vinna með þá sem sögu, þá öðlast maður stundum nýtt sjónarhorn og fjarlægð. Fjarlægðin er nauðsynleg, ef vel á að takast til, maður verður að ná hlutlausri sýn á sjálfan sig. Það er ekki hægt að halda í fegraða mynd af sér, gjörðum sínum eða afstöðu. Það gengur ekki upp, hvorki í handritsgerð né lífinu reyndar. Mín reynsla af því að skrifa þetta handrit var sú að ég náði fjarlægð á sjálfan mig en um leið ákveðinni innsýn, kannski á hluti sem ég vissi en gat ekki viðurkennt, innst inni vitum við öll hvað er satt.“ segir Ólafur.Símtal frá lögreglu um nótt Ólafur er elstur í sínum systkinahóp og á systur sem er ellefu árum yngri. „Við komum eiginlega alveg af fjöllum þegar það skyndilega rann upp fyrir okkur að hún var komin í mikil vandræði með fíkniefni og sitt líf. Við bræðurnir höfðum báðir tekið okkar rispur á yngri árum, hlaupið af okkur hornin, og fengum til þess eðlilegt svigrúm. Ég held að foreldrar mínir hafi gert ráð fyrir hinu sama, eins og allir foreldrar. Það er þetta erfiða tímabil þegar vinirnir fara að skipta meira máli en fjölskyldan, börn eru að verða að fullorðnum einstaklingum, prófa sig áfram með ýmsa hluti, prófa að vera til á eigin forsendum með öllum þeim feilsporum og rugli sem því stundum fylgir. Þá reynir á foreldra að sýna aðhald og ást en líka traust og ákveðið æðruleysi og vona að allt fari á besta veg, börnin finni sína leið í gegnum hlutina, þetta sé tímabil sem gengur yfir,“ segir Ólafur. „Systir mín hefur alltaf verið sjálfstæð og fylgin sér og var á þessu tímabili flutt að heiman og komin með kærasta sem var töluvert eldri, hún var svona að finna út úr því hvaða stefnu hún vildi taka í tilverunni en það bar ekki á öðru en að hún hefði góða stjórn á sínu lífi.“ Uppgötvun fjölskyldunnar á því að komið væri í óefni var því bylmingshögg. „Það kom símtal um miðja nótt frá lögreglu og sjúkraliði. Þá var hún búin að missa algjörlega fótanna, búin að vera vakandi um langa hríð eftir mikið djamm og vissi eiginlega hvorki í þennan heim né annan en hafði þó rænu á því að kalla á hjálp.“Fórnarlamb Ólafur fann til mikillar ábyrgðarkenndar gagnvart litlu systur sinni. „Eins og öll fjölskyldan auðvitað, hvert með sínum hætti. Ég ætlaði að einhenda mér í það verkefni að „bjarga“ henni með öllum tiltækum ráðum. Skamma hana, hvetja hana, höfða til samvisku hennar, hóta henni og eiginlega djöflast í henni á allan hátt. Ég fór að koma í heimsóknir til hennar á ólíklegustu tímum, leita hana uppi þegar hún lét ekki ná í sig, allt sem fólk sem hefur verið í þessari aðstöðu þekkir svo vel. Ég sá fyrir mér það plan að ef ég næði að troða mér einhvern veginn inn í líf hennar þá gæti hún ekki haldið áfram á sömu braut. Auðvitað bar þetta engan árangur. Á sama tíma upplifði ég mig sem gríðarlegt fórnarlamb. Það komst ekkert annað að en þetta mál. Það yfirskyggði allt og alla.“Lá andvaka Eina nóttina lá Ólafur andvaka og eins og oft á þessum tíma glímdi hann við erfiðar hugsanir um hlutskipti systur sinnar. „Hausinn gengur eins og þvottavél. Sömu hugsanirnar aftur og aftur. Þráhyggjuhugsanir um hvað hefði orðið ef ég hefði bara sagt þetta, eða gert hitt, hverju væri um að kenna. Og svo inn á milli hugsanir um sjálfan mig. Aumingja ég að vera í þessari aðstöðu. Svo fæ ég það í hausinn, að þetta sé allt þessum kærasta hennar að kenna. Ef ég gæti með einhverjum ráðum komið í veg fyrir að þau væru saman myndi hún örugglega ná áttum. Sú hugsun leitaði á mig að ég þyrfti að stía þeim í sundur. En það var ekki á mínu valdi, hann hafði tekið alla stjórn á lífi hennar og var ekkert að fara að sleppa takinu. Á þessum tímapunkti var ég farinn að sjá það sem einu lausnina að kærastinn hyrfi úr lífi hennar og hreinlega farinn að fabúlera um það í huganum hvernig það gæti gerst. Hvernig ég gæti losnað við hann. Svo var eins og rynni af mér,“ segir Ólafur. „Ég var orðinn sjúkur. Sjúkur af meðvirkni, ýktri ábyrgðartilfinningu og stjórnsemi.“ Í kvikmyndinni er sá stjórnsami faðir stúlku í vanda, með hlutverkið fer leikstjórinn sjálfur, Baltasar Kormákur. „Höfuðpersóna myndarinnar fær þessa sömu hugmynd og ég fékk, að grípa inn í, sama hvað það kostar, sem hefur svo afdrifaríkar afleiðingar.“Að sleppa tökunum Ólafur kynntist starfsemi Al-Anon samtakanna í gegnum góðan vin og fljótt varð honum ljóst hvert ástand hans var og hvað hann þyrfti að gera til að breyta því. „Ég mætti á fyrsta fund og hélt ég fengi þar leiðbeiningar um það hvernig ég gæti náð betri stjórn á systur minni. En það er auðvitað ekki það sem gerðist. Smám saman áttaði ég mig á því að ég fengi bara hjálp við að stjórna því eina sem ég gæti stjórnað, sjálfum mér. Ég tók eiginlega u-beygju. Ég varð að sætta mig við það að ég gat ekki bjargað henni, ekki með þeim meðulum sem ég hafði verið að beita. Það eina sem ég hefði upp úr því væri að ég myndi rústa sjálfum mér og geta þá ekki verið til staðar þegar og ef hún, eða aðrir í kringum mig, þyrftu á mér að halda. Augu mín opnuðust fyrir því að ég yrði að einbeita mér að sjálfum mér, mínum brestum og yfirgangi, hætta að bera ábyrgð á því sem var ekki mitt og taka ábyrgð á því sem sannarlega var mitt og ég hafði vanrækt. Ég fór að sleppa tökunum,“ segir Ólafur.xTók ekki eftir deginum í dag „Maður finnur það nokkuð fljótlega ef maður slysast til að fylgja þeim ráðleggingum sem bjóðast í Al-Anon að það fer strax af stað ákveðinn bati. Óttinn og kvíðinn ráða ekki lengur för og maður fær frið fyrir þessu endalausa „hvað ef?… hvað ef?…?“. Í meðvirkni er maður svo upptekinn af gærdeginum og morgundeginum að maður tekur ekkert eftir deginum í dag, núinu sem maður er staddur í og missir þar af leiðandi allar forsendur fyrir því að taka réttar ákvarðanir, bregðast af skynsemi og yfirvegun við þeim aðstæðum sem koma upp hverju sinni.“Togstreita Álagið var mikið á alla stórfjölskylduna á þessum tíma. Fjölskyldumeðlimir höfðu allir sínar hugmyndir um hvernig væri best að taka á vandanum. „Það hriktir í öllum stoðum þegar svona stendur á. Oft eru foreldrar ekki sammála um það hvernig eigi að taka á hlutunum, ég var stundum ekki sammála því hvernig foreldrar mínir tóku á þessu, þeir ekki mér og svo þegar yngri bróðir minn sem býr erlendis kom heim var hann með sínar skoðanir á þessu. Þetta er togstreita og fjölskyldan var undir miklu álagi á meðan á þessu stóð.“Að draga mörkin Ólafur segist mikilvægan lærdóm hafa dregið af reynslu sinni og fjölskyldunnar: að hafa kærleikann í fyrirrúmi. Það sé ekki hægt að þvinga aðra manneskju til betra lífs með offorsi, þó manni gangi gott eitt til. „Ég var gjörsamlega stjórnlaus í eigin lífi og á sama tíma að reyna að stjórna öllum í kringum mig, fannst ég hafa fullan rétt til þess og mega segja og gera hvað sem er, ég væri alltaf í rétti, ég væri þegar öllu væri á botninn hvolft að „gera eitthvað í málunum“. Auðvitað má maður láta skoðanir sínar í ljós, en það verður að gerast í kærleika og virðingu, burtséð frá því hversu slæmt við upplifum ástandið. Það skilar engu að grípa inn í með reiði og skömmum, ásökunum, þvingunum eða hótunum. Ekkert af þessu virkar, því miður. Það er engin skyndilausn til, eins og maður er til í að trúa á þær. „Ef viðkomandi myndi bara gera þetta eða hitt, ef ég gæti bara tekið nógu brjálæðislegt reiðikast?…“ Það þarf hugrekki til þess að rjúfa þennan vítahring og koma sér út úr meðvirkninni. Það er auðvitað skelfilegt að vita ekki hvar ástvinur manns er niðurkominn eða í hvaða ástandi viðkomandi er og þurfa að stilla sig um að rjúka af stað, sætta sig við að það muni engu breyta og jafnvel gera illt verra. Það þarf að draga mörk sem ganga oft þvert á fjölskyldubönd og tengsl, ganga þvert á þá eðlishvöt okkar að vilja hjálpa þeim sem standa okkur næst af öllum kröftum. Það er þessi togstreita sem mér fannst mikilvægt að fjalla um í Eiðnum.“Jafnaði sig á eigin forsendum Hann segir stjórnsama framkomu sína við systur sína ekki hafa bætt ástandið. Samskipti þeirra versnuðu bara. „Systir mín þoldi mig ekki á þessum tíma og ég skil það bara mjög vel. Framkoma mín gagnvart henni var ekki til að bæta ástandið að neinu leyti. Svo sem betur fer þá náði hún sér á eigin spýtur og án minna afskipta. Á sínum hraða og sínum forsendum náði hún að vinna sig upp úr þessu. Hún lifir sínu lífi í dag, á litla stelpu, er í góðri sambúð og alls ekki á neinni heljarþröm.“Ekki ævisaga systur minnar Hann minnir á að kvikmyndin Eiðurinn sé ekki ævisaga systur sinnar. „Handritið byggir á minni upplifun af þessu tímabili og þessu ástandi, ástandi sem því miður alltof margir aðstandendur og ástvinir þekkja. Svo er þetta auðvitað skáldverk og spennumynd sem lýtur eigin lögmálum. Þetta er ekki ævisaga systur minnar. Það er skilningur á þessu okkar á milli,“ segir Ólafur og segir að í raun hafi stærsti ávinningurinn við það að skrifa handrit myndarinnar verið heiðarleg samtöl við systur sína. „Ég þurfti að ræða þessa kvikmynd við hana og það opnaði á samtal sem við höfðum ekki átt áður. Ég fékk tækifæri til þess að biðja hana afsökunar á minni framkomu. Það var góður fylgifiskur þessa verkefnis. Okkar samtal, en líka sú opinberun sem ég upplifði gagnvart brestum mínum, sem kristallast í meginpersónu kvikmyndarinnar sem er haldin mikilli stjórnsemi. Oftar en ekki er viðkomandi persóna að segja hluti sem ég sagði á sínum tíma. Að sjá mín eigin orð á blaði opnaði augu mín fyrir því hvað ég var á vonlausri vegferð.“Það er hægt að fá hjálp Ólafur vonast til þess að í sögu sinni komi hann reynslu sinni og lærdómi til skila að einhverju leyti. „Þú bjargar engum sem vill ekki láta bjarga sér, það eru kannski skilaboðin með þessari dæmisögu, en auðvitað er engin ein konkret og absolút niðurstaða. Það er líka þarna ákveðið „en samt?…“ sem hver og einn verður svo að taka afstöðu til. Í öllu falli vonast ég kannski helst til þess að þeir sem sjái myndina og eru í sömu aðstöðu hugsi sinn gang og leiti sér einhvers konar hjálpar. Það er svo auðvelt að ímynda sér að maður sé alveg einn í þessu, það geti enginn hjálpað, líf manns og vandamál séu svo sérstök og einstök að enginn geti ráðið manni heilt. Sem er kolrangt. Maður er ekkert sérstakur, einhver annar hefur alltaf gengið í gegnum það sama og getur miðlað af reynslu sinni og hjálpað,“ segir Ólafur. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Eiðurinn, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Toronto, Toronto International Film Festival, þann 8. september og á Íslandi þann 9. september. Eiðurinn er verkefni sem RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars, þróaði með Ólafi Agli Egilssyni, leikara og leikstjóra, sem skrifaði handrit kvikmyndarinnar ásamt Baltasar. Eiðurinn segir frá hjartaskurðlækninum Finni sem áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og að nýr kærasti hennar er þekktur dópsali. Sagan að baki handritinu er persónuleg, kveikjan er háski yngri systur Ólafs sem fór villur vegar á unglingsárum sínum. „Ég þurfti að koma þessari sögu frá mér. Í fyrstu reyndist það erfitt, það var sársaukafullt að vinna með þetta efni, en smám saman léttist róðurinn, verkið eignaðist sjálfstætt líf og eigin forsendur burtséð frá lífi mínu eða minna nánustu,“ segir Ólafur því handritið er skáldverk þótt það byggi vissulega á raunverulegri reynslu hans. „Eftir því sem leið á þessi tæpu þrjú ár sem það tók að fullmóta handritið hætti það að vera eitthvað sem ég setti upp á leiksviði hugans með nánustu aðstandendum í aðalhlutverkum.“Fjarlægðin nauðsynleg Ólafur segir að þótt það sé erfitt, þá sé líka ákveðin lækning fólgin í því að setja erfiða reynslu í orð, koma henni frá sér eins og sagt er. „Maður getur hugsað sína hluti þúsund sinnum í hringi og verið engu nær því að sjá þá í réttu ljósi en þegar maður setur þá niður á blað, fer að vinna með þá sem sögu, þá öðlast maður stundum nýtt sjónarhorn og fjarlægð. Fjarlægðin er nauðsynleg, ef vel á að takast til, maður verður að ná hlutlausri sýn á sjálfan sig. Það er ekki hægt að halda í fegraða mynd af sér, gjörðum sínum eða afstöðu. Það gengur ekki upp, hvorki í handritsgerð né lífinu reyndar. Mín reynsla af því að skrifa þetta handrit var sú að ég náði fjarlægð á sjálfan mig en um leið ákveðinni innsýn, kannski á hluti sem ég vissi en gat ekki viðurkennt, innst inni vitum við öll hvað er satt.“ segir Ólafur.Símtal frá lögreglu um nótt Ólafur er elstur í sínum systkinahóp og á systur sem er ellefu árum yngri. „Við komum eiginlega alveg af fjöllum þegar það skyndilega rann upp fyrir okkur að hún var komin í mikil vandræði með fíkniefni og sitt líf. Við bræðurnir höfðum báðir tekið okkar rispur á yngri árum, hlaupið af okkur hornin, og fengum til þess eðlilegt svigrúm. Ég held að foreldrar mínir hafi gert ráð fyrir hinu sama, eins og allir foreldrar. Það er þetta erfiða tímabil þegar vinirnir fara að skipta meira máli en fjölskyldan, börn eru að verða að fullorðnum einstaklingum, prófa sig áfram með ýmsa hluti, prófa að vera til á eigin forsendum með öllum þeim feilsporum og rugli sem því stundum fylgir. Þá reynir á foreldra að sýna aðhald og ást en líka traust og ákveðið æðruleysi og vona að allt fari á besta veg, börnin finni sína leið í gegnum hlutina, þetta sé tímabil sem gengur yfir,“ segir Ólafur. „Systir mín hefur alltaf verið sjálfstæð og fylgin sér og var á þessu tímabili flutt að heiman og komin með kærasta sem var töluvert eldri, hún var svona að finna út úr því hvaða stefnu hún vildi taka í tilverunni en það bar ekki á öðru en að hún hefði góða stjórn á sínu lífi.“ Uppgötvun fjölskyldunnar á því að komið væri í óefni var því bylmingshögg. „Það kom símtal um miðja nótt frá lögreglu og sjúkraliði. Þá var hún búin að missa algjörlega fótanna, búin að vera vakandi um langa hríð eftir mikið djamm og vissi eiginlega hvorki í þennan heim né annan en hafði þó rænu á því að kalla á hjálp.“Fórnarlamb Ólafur fann til mikillar ábyrgðarkenndar gagnvart litlu systur sinni. „Eins og öll fjölskyldan auðvitað, hvert með sínum hætti. Ég ætlaði að einhenda mér í það verkefni að „bjarga“ henni með öllum tiltækum ráðum. Skamma hana, hvetja hana, höfða til samvisku hennar, hóta henni og eiginlega djöflast í henni á allan hátt. Ég fór að koma í heimsóknir til hennar á ólíklegustu tímum, leita hana uppi þegar hún lét ekki ná í sig, allt sem fólk sem hefur verið í þessari aðstöðu þekkir svo vel. Ég sá fyrir mér það plan að ef ég næði að troða mér einhvern veginn inn í líf hennar þá gæti hún ekki haldið áfram á sömu braut. Auðvitað bar þetta engan árangur. Á sama tíma upplifði ég mig sem gríðarlegt fórnarlamb. Það komst ekkert annað að en þetta mál. Það yfirskyggði allt og alla.“Lá andvaka Eina nóttina lá Ólafur andvaka og eins og oft á þessum tíma glímdi hann við erfiðar hugsanir um hlutskipti systur sinnar. „Hausinn gengur eins og þvottavél. Sömu hugsanirnar aftur og aftur. Þráhyggjuhugsanir um hvað hefði orðið ef ég hefði bara sagt þetta, eða gert hitt, hverju væri um að kenna. Og svo inn á milli hugsanir um sjálfan mig. Aumingja ég að vera í þessari aðstöðu. Svo fæ ég það í hausinn, að þetta sé allt þessum kærasta hennar að kenna. Ef ég gæti með einhverjum ráðum komið í veg fyrir að þau væru saman myndi hún örugglega ná áttum. Sú hugsun leitaði á mig að ég þyrfti að stía þeim í sundur. En það var ekki á mínu valdi, hann hafði tekið alla stjórn á lífi hennar og var ekkert að fara að sleppa takinu. Á þessum tímapunkti var ég farinn að sjá það sem einu lausnina að kærastinn hyrfi úr lífi hennar og hreinlega farinn að fabúlera um það í huganum hvernig það gæti gerst. Hvernig ég gæti losnað við hann. Svo var eins og rynni af mér,“ segir Ólafur. „Ég var orðinn sjúkur. Sjúkur af meðvirkni, ýktri ábyrgðartilfinningu og stjórnsemi.“ Í kvikmyndinni er sá stjórnsami faðir stúlku í vanda, með hlutverkið fer leikstjórinn sjálfur, Baltasar Kormákur. „Höfuðpersóna myndarinnar fær þessa sömu hugmynd og ég fékk, að grípa inn í, sama hvað það kostar, sem hefur svo afdrifaríkar afleiðingar.“Að sleppa tökunum Ólafur kynntist starfsemi Al-Anon samtakanna í gegnum góðan vin og fljótt varð honum ljóst hvert ástand hans var og hvað hann þyrfti að gera til að breyta því. „Ég mætti á fyrsta fund og hélt ég fengi þar leiðbeiningar um það hvernig ég gæti náð betri stjórn á systur minni. En það er auðvitað ekki það sem gerðist. Smám saman áttaði ég mig á því að ég fengi bara hjálp við að stjórna því eina sem ég gæti stjórnað, sjálfum mér. Ég tók eiginlega u-beygju. Ég varð að sætta mig við það að ég gat ekki bjargað henni, ekki með þeim meðulum sem ég hafði verið að beita. Það eina sem ég hefði upp úr því væri að ég myndi rústa sjálfum mér og geta þá ekki verið til staðar þegar og ef hún, eða aðrir í kringum mig, þyrftu á mér að halda. Augu mín opnuðust fyrir því að ég yrði að einbeita mér að sjálfum mér, mínum brestum og yfirgangi, hætta að bera ábyrgð á því sem var ekki mitt og taka ábyrgð á því sem sannarlega var mitt og ég hafði vanrækt. Ég fór að sleppa tökunum,“ segir Ólafur.xTók ekki eftir deginum í dag „Maður finnur það nokkuð fljótlega ef maður slysast til að fylgja þeim ráðleggingum sem bjóðast í Al-Anon að það fer strax af stað ákveðinn bati. Óttinn og kvíðinn ráða ekki lengur för og maður fær frið fyrir þessu endalausa „hvað ef?… hvað ef?…?“. Í meðvirkni er maður svo upptekinn af gærdeginum og morgundeginum að maður tekur ekkert eftir deginum í dag, núinu sem maður er staddur í og missir þar af leiðandi allar forsendur fyrir því að taka réttar ákvarðanir, bregðast af skynsemi og yfirvegun við þeim aðstæðum sem koma upp hverju sinni.“Togstreita Álagið var mikið á alla stórfjölskylduna á þessum tíma. Fjölskyldumeðlimir höfðu allir sínar hugmyndir um hvernig væri best að taka á vandanum. „Það hriktir í öllum stoðum þegar svona stendur á. Oft eru foreldrar ekki sammála um það hvernig eigi að taka á hlutunum, ég var stundum ekki sammála því hvernig foreldrar mínir tóku á þessu, þeir ekki mér og svo þegar yngri bróðir minn sem býr erlendis kom heim var hann með sínar skoðanir á þessu. Þetta er togstreita og fjölskyldan var undir miklu álagi á meðan á þessu stóð.“Að draga mörkin Ólafur segist mikilvægan lærdóm hafa dregið af reynslu sinni og fjölskyldunnar: að hafa kærleikann í fyrirrúmi. Það sé ekki hægt að þvinga aðra manneskju til betra lífs með offorsi, þó manni gangi gott eitt til. „Ég var gjörsamlega stjórnlaus í eigin lífi og á sama tíma að reyna að stjórna öllum í kringum mig, fannst ég hafa fullan rétt til þess og mega segja og gera hvað sem er, ég væri alltaf í rétti, ég væri þegar öllu væri á botninn hvolft að „gera eitthvað í málunum“. Auðvitað má maður láta skoðanir sínar í ljós, en það verður að gerast í kærleika og virðingu, burtséð frá því hversu slæmt við upplifum ástandið. Það skilar engu að grípa inn í með reiði og skömmum, ásökunum, þvingunum eða hótunum. Ekkert af þessu virkar, því miður. Það er engin skyndilausn til, eins og maður er til í að trúa á þær. „Ef viðkomandi myndi bara gera þetta eða hitt, ef ég gæti bara tekið nógu brjálæðislegt reiðikast?…“ Það þarf hugrekki til þess að rjúfa þennan vítahring og koma sér út úr meðvirkninni. Það er auðvitað skelfilegt að vita ekki hvar ástvinur manns er niðurkominn eða í hvaða ástandi viðkomandi er og þurfa að stilla sig um að rjúka af stað, sætta sig við að það muni engu breyta og jafnvel gera illt verra. Það þarf að draga mörk sem ganga oft þvert á fjölskyldubönd og tengsl, ganga þvert á þá eðlishvöt okkar að vilja hjálpa þeim sem standa okkur næst af öllum kröftum. Það er þessi togstreita sem mér fannst mikilvægt að fjalla um í Eiðnum.“Jafnaði sig á eigin forsendum Hann segir stjórnsama framkomu sína við systur sína ekki hafa bætt ástandið. Samskipti þeirra versnuðu bara. „Systir mín þoldi mig ekki á þessum tíma og ég skil það bara mjög vel. Framkoma mín gagnvart henni var ekki til að bæta ástandið að neinu leyti. Svo sem betur fer þá náði hún sér á eigin spýtur og án minna afskipta. Á sínum hraða og sínum forsendum náði hún að vinna sig upp úr þessu. Hún lifir sínu lífi í dag, á litla stelpu, er í góðri sambúð og alls ekki á neinni heljarþröm.“Ekki ævisaga systur minnar Hann minnir á að kvikmyndin Eiðurinn sé ekki ævisaga systur sinnar. „Handritið byggir á minni upplifun af þessu tímabili og þessu ástandi, ástandi sem því miður alltof margir aðstandendur og ástvinir þekkja. Svo er þetta auðvitað skáldverk og spennumynd sem lýtur eigin lögmálum. Þetta er ekki ævisaga systur minnar. Það er skilningur á þessu okkar á milli,“ segir Ólafur og segir að í raun hafi stærsti ávinningurinn við það að skrifa handrit myndarinnar verið heiðarleg samtöl við systur sína. „Ég þurfti að ræða þessa kvikmynd við hana og það opnaði á samtal sem við höfðum ekki átt áður. Ég fékk tækifæri til þess að biðja hana afsökunar á minni framkomu. Það var góður fylgifiskur þessa verkefnis. Okkar samtal, en líka sú opinberun sem ég upplifði gagnvart brestum mínum, sem kristallast í meginpersónu kvikmyndarinnar sem er haldin mikilli stjórnsemi. Oftar en ekki er viðkomandi persóna að segja hluti sem ég sagði á sínum tíma. Að sjá mín eigin orð á blaði opnaði augu mín fyrir því hvað ég var á vonlausri vegferð.“Það er hægt að fá hjálp Ólafur vonast til þess að í sögu sinni komi hann reynslu sinni og lærdómi til skila að einhverju leyti. „Þú bjargar engum sem vill ekki láta bjarga sér, það eru kannski skilaboðin með þessari dæmisögu, en auðvitað er engin ein konkret og absolút niðurstaða. Það er líka þarna ákveðið „en samt?…“ sem hver og einn verður svo að taka afstöðu til. Í öllu falli vonast ég kannski helst til þess að þeir sem sjái myndina og eru í sömu aðstöðu hugsi sinn gang og leiti sér einhvers konar hjálpar. Það er svo auðvelt að ímynda sér að maður sé alveg einn í þessu, það geti enginn hjálpað, líf manns og vandamál séu svo sérstök og einstök að enginn geti ráðið manni heilt. Sem er kolrangt. Maður er ekkert sérstakur, einhver annar hefur alltaf gengið í gegnum það sama og getur miðlað af reynslu sinni og hjálpað,“ segir Ólafur.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira