Börn á hrakningi vegna Boko Haram guðsteinn bjarnason skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Nígerískir hermenn ásamt ungum mönnum sem bjargað var frá Boko Haram samtökunum fyrr á árinu. Fréttablaðið/EPA Árum saman hafa ofbeldismennirnir í Boko Haram haldið stóru landsvæði í kringum Tsjad-vatn í heljargreipum. Milljónir manna hafa hrakist að heiman eða búa við ógnarstjórn samtakanna. Alls eru um 2,6 milljónir manna, þar af eru 1,4 milljónir barna, á vergangi. Til viðbótar er óttast að um 2,2 milljónir manna séu innikróaðar á því svæði, þar sem samtökin leika lausum hala. Um helmingur þeirra, rúmlega ein milljón, er á barnsaldri. Óttast er að á þessu ári muni alvarleg vannæring hrjá um 475 þúsund börn á þessu svæði, og hefur þeim þá fjölgað úr 175 þúsund frá ársbyrjun. Þetta kemur fram í skýrslu sem UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í vikunni.Bawayao er tíu ára. Hana dreymir um að verða kennari. Hún heldur þarna á yngri systur sinni, Aicha. Þær eru í flóttamannabúðum á vegum UNICEF í Garin Wazam í Níger.Mynd/UNICEFÍ tilkynningu frá Unicef segir Manuel Fontaine, svæðisstjóri samtakanna í Vestur- og Mið-Afríku, að ástandið á Tsjad-vatnasvæðinu komi svo hart niður á börnum að það ætti að vera ofarlega á verkefnalista þeirra sem sinna málefnum flóttafólks í heiminum. „Þarfirnar eru orðnar meiri en svo að viðbrögðin hafi undan, ekki síst nú eftir að svæði í norðaustanverðri Nígeríu, sem áður var ekki hægt að komast inn á, eru orðin aðgengileg,” bætti hann við. Fjögur lönd eru á vatnasvæði Tsjad-vatns: Nígería, Kamerún, Tsjad og Níger. Vígasveitir Boko Haram hafa haft stór svæði í öllum þessum löndum á sínu valdi, halda þar uppi ógnarstjórn og reyna að þröngva upp á fólk sinni eigin öfgatúlkun á íslam.Þessir menn voru handteknir í Nígeríu í febrúar, grunaðir um að hafa starfað með Boko Haram. Fréttablaðið/EPAFlestir þeirra sem hrakist hafa frá heimilum sínum, eða átta af hverjum tíu, hafa til bráðabirgða fengið inni hjá ættingjum eða nágrönnum. Þetta eykur mjög álag á almenning á þessu svæði, þar sem fátæktin var meiri fyrir en víðast hvar í heiminum. Þá kemur fram í skýrslunni að það sem af er árinu hafi líklega 38 börn verið notuð til að gera sjálfsvígsárásir í löndunum fjórum. Þar með eru þau orðin 68, börnin sem notuð hafa verið til slíkra árása frá og með árinu 2014. Níger Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Árum saman hafa ofbeldismennirnir í Boko Haram haldið stóru landsvæði í kringum Tsjad-vatn í heljargreipum. Milljónir manna hafa hrakist að heiman eða búa við ógnarstjórn samtakanna. Alls eru um 2,6 milljónir manna, þar af eru 1,4 milljónir barna, á vergangi. Til viðbótar er óttast að um 2,2 milljónir manna séu innikróaðar á því svæði, þar sem samtökin leika lausum hala. Um helmingur þeirra, rúmlega ein milljón, er á barnsaldri. Óttast er að á þessu ári muni alvarleg vannæring hrjá um 475 þúsund börn á þessu svæði, og hefur þeim þá fjölgað úr 175 þúsund frá ársbyrjun. Þetta kemur fram í skýrslu sem UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í vikunni.Bawayao er tíu ára. Hana dreymir um að verða kennari. Hún heldur þarna á yngri systur sinni, Aicha. Þær eru í flóttamannabúðum á vegum UNICEF í Garin Wazam í Níger.Mynd/UNICEFÍ tilkynningu frá Unicef segir Manuel Fontaine, svæðisstjóri samtakanna í Vestur- og Mið-Afríku, að ástandið á Tsjad-vatnasvæðinu komi svo hart niður á börnum að það ætti að vera ofarlega á verkefnalista þeirra sem sinna málefnum flóttafólks í heiminum. „Þarfirnar eru orðnar meiri en svo að viðbrögðin hafi undan, ekki síst nú eftir að svæði í norðaustanverðri Nígeríu, sem áður var ekki hægt að komast inn á, eru orðin aðgengileg,” bætti hann við. Fjögur lönd eru á vatnasvæði Tsjad-vatns: Nígería, Kamerún, Tsjad og Níger. Vígasveitir Boko Haram hafa haft stór svæði í öllum þessum löndum á sínu valdi, halda þar uppi ógnarstjórn og reyna að þröngva upp á fólk sinni eigin öfgatúlkun á íslam.Þessir menn voru handteknir í Nígeríu í febrúar, grunaðir um að hafa starfað með Boko Haram. Fréttablaðið/EPAFlestir þeirra sem hrakist hafa frá heimilum sínum, eða átta af hverjum tíu, hafa til bráðabirgða fengið inni hjá ættingjum eða nágrönnum. Þetta eykur mjög álag á almenning á þessu svæði, þar sem fátæktin var meiri fyrir en víðast hvar í heiminum. Þá kemur fram í skýrslunni að það sem af er árinu hafi líklega 38 börn verið notuð til að gera sjálfsvígsárásir í löndunum fjórum. Þar með eru þau orðin 68, börnin sem notuð hafa verið til slíkra árása frá og með árinu 2014.
Níger Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira