Vínarbrauð og maraþon Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Þegar ég horfði út um gluggann um síðustu helgi og sá maraþonhlauparana streyma framhjá gat ég ekki annað en dáðst að dugnaði þeirra. Ég nartaði í sérbakað vínarbrauð og sötraði kaffi enda eru kolvetnin lykilatriði í hlaupum. Þáttur stuðningsmannsins vill gleymast dálítið í umræðunni um Reykjavíkurmaraþon og staða hans er önnur og lakari en stuðningsmannsins í fótbolta svo dæmi sé tekið. Við fáum ekki að heyra sigurvegarana í maraþonhlaupum nefna að þeir hefðu ekki náð þessum árangri ef ekki væru fyrir stuðningsmennina heima í stofu. Eðlilegt næsta skref núna viku eftir hlaup er kannski einmitt að opna umræðuna um stöðu stuðningsmannsins, sem klappar, hrópar og kallar, blístrar og samgleðst.Staða stuðningsmannsins Ég hef gjarnan staðið vaktina við stofuglugga foreldranna á Seltjarnarnesi og reynsla mín sem stuðningsmaður í stofuglugga er raunar í árum talin. Þar eru kjöraðstæður til að sjá mannhafið sigla framhjá. Það var hins vegar fyrst eftir að ég flutti til New York fyrir nokkrum árum sem ég lærði að hlutverk og gleði stuðningsmannsins þarf ekki endilega að felast í að bíða eftir sérstökum hlaupara. Stuðningsmenn í stórborginni standa á hliðarlínunni og gera sitt til að skilti þeirra vekji eftirtekt. Þeir sem lengst eru komnir eru vopnaðir heimasmíðuðum skiltum með þaulhugsuðum skilaboðum. Aðrir eru meira að fanga stemmninguna eins og vinalegur maður sem kallaði aftur og aftur hvatningarorðin: „Go you complete stranger!“Pólitíkin í maraþoni Auðvitað var það í Bandaríkjunum sem ég skynjaði að maraþon er ekki það sama og maraþon. Þar er pólitík eins og annars staðar. Þetta lærði ég strax á minni fyrstu vakt í New York þar sem eldri bandarísk kona sagði mér frá því að það eru nýgræðingar sem halda að það sem mestu máli skipti sé að komast í mark. Í elítumaraþoni skiptir mestu að fá að vera með. Í Bandaríkjunum einum fara fram rúmlega þúsund maraþonhlaup á hverju ári sem um 500.000 hlauparar taka þátt í. Konan sagði mér á meðan við fylgdumst með hlaupinu að það gilda óskrifaðar en þýðingarmiklar reglur um hvernig á að velja besta maraþonið. Þættir eins og saga og hefð, upplifun og náttúrufegurð skipta máli. Aþena státar auðvitað af sögu og og þykir erfitt maraþon þar sem mjög stór hluti er upp í móti. Fá maraþon þykja víst eins strembin og maraþon á Kínamúrnum, þar sem keppendur hlaupa brattar tröppur og eftir grýttum stígum. New York maraþonið er það fjölmennasta í Bandaríkjunum og þykir mjög elegant að hafa hlaupið það, í gegnum Brooklyn og Queens, á First Avenue og enda svo í Central Park. En mesta elítumaraþon heims er hins vegar Boston maraþonið, fyrst haldið 1897, vegna þess að þar gilda ströng inntökuskilyrði og ekki er hægt að öðlast þátttökurétt nema að sýna fram á að hafa áður hlaupið nokkur viðurkennd maraþon sem og undir ákveðnum lágmarkstíma. Alla hlaupara dreymir um Boston. Í Reykjavík er hlutfall hlaupara ævintýralega hátt, jafnvel þrátt fyrir að auðvitað séu ekki allir hlaupararnir héðan. Hverjum hlaupara fylgja svo nokkrir heitir stuðningsmenn og svo er það þögla týpan í stofuglugganum. Að teknu tilliti til okkar í stofunni er öll borgin með. Ég leiddi hugann að þessu við stofugluggann síðustu helgi þegar ég mundi eftir spjallinu við eldri konuna í New York og að það sem gerir Reykjavíkurmaraþon svo sjarmerandi er að borgin er öll með hugann við hlaupið. Þegar við bætist að samhliða því leggja hlauparar og stuðningsmenn þeirra góðum málstað lið með áheitasöfnun er erfitt annað en að sjá sjarmann.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég horfði út um gluggann um síðustu helgi og sá maraþonhlauparana streyma framhjá gat ég ekki annað en dáðst að dugnaði þeirra. Ég nartaði í sérbakað vínarbrauð og sötraði kaffi enda eru kolvetnin lykilatriði í hlaupum. Þáttur stuðningsmannsins vill gleymast dálítið í umræðunni um Reykjavíkurmaraþon og staða hans er önnur og lakari en stuðningsmannsins í fótbolta svo dæmi sé tekið. Við fáum ekki að heyra sigurvegarana í maraþonhlaupum nefna að þeir hefðu ekki náð þessum árangri ef ekki væru fyrir stuðningsmennina heima í stofu. Eðlilegt næsta skref núna viku eftir hlaup er kannski einmitt að opna umræðuna um stöðu stuðningsmannsins, sem klappar, hrópar og kallar, blístrar og samgleðst.Staða stuðningsmannsins Ég hef gjarnan staðið vaktina við stofuglugga foreldranna á Seltjarnarnesi og reynsla mín sem stuðningsmaður í stofuglugga er raunar í árum talin. Þar eru kjöraðstæður til að sjá mannhafið sigla framhjá. Það var hins vegar fyrst eftir að ég flutti til New York fyrir nokkrum árum sem ég lærði að hlutverk og gleði stuðningsmannsins þarf ekki endilega að felast í að bíða eftir sérstökum hlaupara. Stuðningsmenn í stórborginni standa á hliðarlínunni og gera sitt til að skilti þeirra vekji eftirtekt. Þeir sem lengst eru komnir eru vopnaðir heimasmíðuðum skiltum með þaulhugsuðum skilaboðum. Aðrir eru meira að fanga stemmninguna eins og vinalegur maður sem kallaði aftur og aftur hvatningarorðin: „Go you complete stranger!“Pólitíkin í maraþoni Auðvitað var það í Bandaríkjunum sem ég skynjaði að maraþon er ekki það sama og maraþon. Þar er pólitík eins og annars staðar. Þetta lærði ég strax á minni fyrstu vakt í New York þar sem eldri bandarísk kona sagði mér frá því að það eru nýgræðingar sem halda að það sem mestu máli skipti sé að komast í mark. Í elítumaraþoni skiptir mestu að fá að vera með. Í Bandaríkjunum einum fara fram rúmlega þúsund maraþonhlaup á hverju ári sem um 500.000 hlauparar taka þátt í. Konan sagði mér á meðan við fylgdumst með hlaupinu að það gilda óskrifaðar en þýðingarmiklar reglur um hvernig á að velja besta maraþonið. Þættir eins og saga og hefð, upplifun og náttúrufegurð skipta máli. Aþena státar auðvitað af sögu og og þykir erfitt maraþon þar sem mjög stór hluti er upp í móti. Fá maraþon þykja víst eins strembin og maraþon á Kínamúrnum, þar sem keppendur hlaupa brattar tröppur og eftir grýttum stígum. New York maraþonið er það fjölmennasta í Bandaríkjunum og þykir mjög elegant að hafa hlaupið það, í gegnum Brooklyn og Queens, á First Avenue og enda svo í Central Park. En mesta elítumaraþon heims er hins vegar Boston maraþonið, fyrst haldið 1897, vegna þess að þar gilda ströng inntökuskilyrði og ekki er hægt að öðlast þátttökurétt nema að sýna fram á að hafa áður hlaupið nokkur viðurkennd maraþon sem og undir ákveðnum lágmarkstíma. Alla hlaupara dreymir um Boston. Í Reykjavík er hlutfall hlaupara ævintýralega hátt, jafnvel þrátt fyrir að auðvitað séu ekki allir hlaupararnir héðan. Hverjum hlaupara fylgja svo nokkrir heitir stuðningsmenn og svo er það þögla týpan í stofuglugganum. Að teknu tilliti til okkar í stofunni er öll borgin með. Ég leiddi hugann að þessu við stofugluggann síðustu helgi þegar ég mundi eftir spjallinu við eldri konuna í New York og að það sem gerir Reykjavíkurmaraþon svo sjarmerandi er að borgin er öll með hugann við hlaupið. Þegar við bætist að samhliða því leggja hlauparar og stuðningsmenn þeirra góðum málstað lið með áheitasöfnun er erfitt annað en að sjá sjarmann.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar