Ný gögn lögð fram í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2016 11:34 Yfirvinnubannið hefur valdið töfum í flugsamgöngum. Vísir/GVA Félag flugumferðarstjóra hyggst leggjast yfir gögn á næstu dögum frá Isavia sem varða vinnutíma, laun og fleiri þætti í starfi flugumferðarstjóra fyrir félagið. En samninganefnd Félags flugumferðarstjóra fundaði ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia í gær. „Mönnum ber ekki alveg saman um launaþróun þannig að við þurfum að vinna úr sömu gögnum til að komast að niðurstöðu,“ útskýrir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Á fundinum var rætt hvernig hægt væri að koma viðræðunum af stað á ný en þær hafa verið fastar í sömu hjólförunum um nokkurt skeið.Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.VísirFlugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum sem hefur valdið röskun á flugsamgöngum um íslenska lofthelgi. „Þetta eru vægustu aðgerðir sem við getum gripið til. Það segir kannski mikið um mannekluna að flugumferðarstjórar ganga enn venjulegar vaktir, þetta snýst bara um yfirvinnubann en það veldur þrátt fyrir það þetta mikilli röskun.“ Boða ekki hertari aðgerðir Sigurjón bendir á að fjöldi flugumferðarstjóra hafi aðeins aukist um 10 prósent á síðustu sex árum á meðan sprengja hefur verið í fjölda ferðamanna til landsins og flugumferð aukist til muna. „Það verður að leysa þetta,“ segir Sigurjón. Samkvæmt heimildum Vísi ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Félagið boðar ekki hertari aðgerðir að sinni þrátt fyrir að vera enn að beita sínum vægustu úrræðum. „Við sjáum ekki þörf fyrir þeim að svo stöddu. Þetta hefur töluverð áhrif að hætta yfirvinnunni.“ Félagið varð fyrir vonbrigðum með orð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í síðustu viku í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í maí 2016. Sigurjón þóttist greina hótun í orðum Þorsteins þar sem hann nefnir í niðurlagi bréfsins að þjónustuna megi jafnvel flytja úr landi ef launadeilur halda áfram að setja svip sitt á flugumferðarmál. Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Félag flugumferðarstjóra hyggst leggjast yfir gögn á næstu dögum frá Isavia sem varða vinnutíma, laun og fleiri þætti í starfi flugumferðarstjóra fyrir félagið. En samninganefnd Félags flugumferðarstjóra fundaði ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia í gær. „Mönnum ber ekki alveg saman um launaþróun þannig að við þurfum að vinna úr sömu gögnum til að komast að niðurstöðu,“ útskýrir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Á fundinum var rætt hvernig hægt væri að koma viðræðunum af stað á ný en þær hafa verið fastar í sömu hjólförunum um nokkurt skeið.Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.VísirFlugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum sem hefur valdið röskun á flugsamgöngum um íslenska lofthelgi. „Þetta eru vægustu aðgerðir sem við getum gripið til. Það segir kannski mikið um mannekluna að flugumferðarstjórar ganga enn venjulegar vaktir, þetta snýst bara um yfirvinnubann en það veldur þrátt fyrir það þetta mikilli röskun.“ Boða ekki hertari aðgerðir Sigurjón bendir á að fjöldi flugumferðarstjóra hafi aðeins aukist um 10 prósent á síðustu sex árum á meðan sprengja hefur verið í fjölda ferðamanna til landsins og flugumferð aukist til muna. „Það verður að leysa þetta,“ segir Sigurjón. Samkvæmt heimildum Vísi ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Félagið boðar ekki hertari aðgerðir að sinni þrátt fyrir að vera enn að beita sínum vægustu úrræðum. „Við sjáum ekki þörf fyrir þeim að svo stöddu. Þetta hefur töluverð áhrif að hætta yfirvinnunni.“ Félagið varð fyrir vonbrigðum með orð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í síðustu viku í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í maí 2016. Sigurjón þóttist greina hótun í orðum Þorsteins þar sem hann nefnir í niðurlagi bréfsins að þjónustuna megi jafnvel flytja úr landi ef launadeilur halda áfram að setja svip sitt á flugumferðarmál.
Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32
Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48