Hratt og hljótt Erling Freyr Guðmundsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Það er sama hvort fólk ætlar að hittast í matarboði, hóa til ættarmóts eða hafa samband við fjarstaddan félaga að tæknin sem við notum til að koma þessu í kring hefur gjörbreyst á örfáum árum. Áður hefðum við líklega notað heimasímann til flestra þessara hluta en nú hafa tölvurnar okkar og snjallsímarnir leyst hann af hólmi. Raunar hefur heimasímatengingum, sem heita fastlínutengingar á fagmálinu, fækkað um næstum 30 þúsund á einum áratug. Sífellt færri eru með heimasíma. Gögnin eru annars konar og fara eftir öðrum leiðum. Fyrirsögnin hér að ofan, sem er útúrsnúningur úr þekktu dægurlagi, lýsir því kannski ágætlega sem hefur verið að gerast. Við sjáum þetta skýrlega á margföldun gagnaflutnings um farsímakerfin. Það 200-faldaðist milli áranna 2008 og 2015. Það er í svona tölum sem við sjáum á einum stað það sem við rekum stundum augun í í fermingarveislunum, þegar eldra fólkið lítur unglinginn í símanum hornauga. Öflugri farsímanet af sífellt nýrri kynslóð kalla á aukna flutningsgetu burðarnetsins sem tengir saman möstur og miðstöðvar farsímafyrirtækjanna. Þar er Gagnaveita Reykjavíkur að störfum með því að reka slíkt opið net af öryggi, sem sinnir þessari margföldun gagnaumferðar um farsímakerfin. Það er ljósleiðaranet sem þjónar þessum og raunar einnig fleiri fyrirtækjum sem þurfa að koma miklu magni gagna fljótt og örugglega á milli staða. En fólkið nýtur líka Ljósleiðarans beint í sífellt auknum mæli. Á svipuðu tímabili og gagnaflutningur um farsíma 200-faldaðist hefur ljósleiðaratengdum heimilum á Íslandi fjölgað nærri þrítugfalt. Þegar Gagnaveita Reykjavíkur var að stíga sín fyrstu spor, árið 2007, voru slíkar tengingar rúmlega 1.200 talsins. Í lok síðasta árs voru virkar ljósleiðaratengingar á Íslandi tæplega 34.000 og þeim fjölgar dag frá degi. Þetta er bylting sem hefur ekki farið hátt. Víða í þéttbýlinu hafa íbúar orðið varið við það meðan á ljósleiðaravæðingunni hefur staðið og öðru hvoru rekum við augun í fréttir af byggðarlögum sem nýta ljósleiðaratengingar til að bæta lífsskilyrði fólks og fyrirtækja. Tölur á borð við þessar sjást hins vegar sjaldan dregnar saman. Ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur haft þá sérstöðu að með samningum við sveitarfélög hefur öllum heimilum innan þéttbýlis sveitarfélaganna staðið til boða að tengjast Ljósleiðaranum. Gagnaveitan býður ekki þjónustu um tenginguna og er því ekki í samkeppni við þá viðskiptavini fyrirtækisins sem það gera. Þetta viðskiptalíkan hefur gefist stórvel. Í lok þessa árs munu heimili tengd Ljósleiðara GR verða orðin 77 þúsund talsins. Reykjavík er öll tengd og fjöldi annarra stórra sveitarfélaga sem sjást á þessu yfirliti. Þéttbýli þeirra sveitarfélaga sem þar eru verður allt fulltengt í árslok 2018. Það er bylting.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er sama hvort fólk ætlar að hittast í matarboði, hóa til ættarmóts eða hafa samband við fjarstaddan félaga að tæknin sem við notum til að koma þessu í kring hefur gjörbreyst á örfáum árum. Áður hefðum við líklega notað heimasímann til flestra þessara hluta en nú hafa tölvurnar okkar og snjallsímarnir leyst hann af hólmi. Raunar hefur heimasímatengingum, sem heita fastlínutengingar á fagmálinu, fækkað um næstum 30 þúsund á einum áratug. Sífellt færri eru með heimasíma. Gögnin eru annars konar og fara eftir öðrum leiðum. Fyrirsögnin hér að ofan, sem er útúrsnúningur úr þekktu dægurlagi, lýsir því kannski ágætlega sem hefur verið að gerast. Við sjáum þetta skýrlega á margföldun gagnaflutnings um farsímakerfin. Það 200-faldaðist milli áranna 2008 og 2015. Það er í svona tölum sem við sjáum á einum stað það sem við rekum stundum augun í í fermingarveislunum, þegar eldra fólkið lítur unglinginn í símanum hornauga. Öflugri farsímanet af sífellt nýrri kynslóð kalla á aukna flutningsgetu burðarnetsins sem tengir saman möstur og miðstöðvar farsímafyrirtækjanna. Þar er Gagnaveita Reykjavíkur að störfum með því að reka slíkt opið net af öryggi, sem sinnir þessari margföldun gagnaumferðar um farsímakerfin. Það er ljósleiðaranet sem þjónar þessum og raunar einnig fleiri fyrirtækjum sem þurfa að koma miklu magni gagna fljótt og örugglega á milli staða. En fólkið nýtur líka Ljósleiðarans beint í sífellt auknum mæli. Á svipuðu tímabili og gagnaflutningur um farsíma 200-faldaðist hefur ljósleiðaratengdum heimilum á Íslandi fjölgað nærri þrítugfalt. Þegar Gagnaveita Reykjavíkur var að stíga sín fyrstu spor, árið 2007, voru slíkar tengingar rúmlega 1.200 talsins. Í lok síðasta árs voru virkar ljósleiðaratengingar á Íslandi tæplega 34.000 og þeim fjölgar dag frá degi. Þetta er bylting sem hefur ekki farið hátt. Víða í þéttbýlinu hafa íbúar orðið varið við það meðan á ljósleiðaravæðingunni hefur staðið og öðru hvoru rekum við augun í fréttir af byggðarlögum sem nýta ljósleiðaratengingar til að bæta lífsskilyrði fólks og fyrirtækja. Tölur á borð við þessar sjást hins vegar sjaldan dregnar saman. Ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur haft þá sérstöðu að með samningum við sveitarfélög hefur öllum heimilum innan þéttbýlis sveitarfélaganna staðið til boða að tengjast Ljósleiðaranum. Gagnaveitan býður ekki þjónustu um tenginguna og er því ekki í samkeppni við þá viðskiptavini fyrirtækisins sem það gera. Þetta viðskiptalíkan hefur gefist stórvel. Í lok þessa árs munu heimili tengd Ljósleiðara GR verða orðin 77 þúsund talsins. Reykjavík er öll tengd og fjöldi annarra stórra sveitarfélaga sem sjást á þessu yfirliti. Þéttbýli þeirra sveitarfélaga sem þar eru verður allt fulltengt í árslok 2018. Það er bylting.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun