„Alfreð tekur sig vel út í rauðu,“ segir á Twitter-síðu Augsburg þar sem nokkrar myndir af nýja framherjanum eru settar inn frá æfingunni í morgun.
Sjá einnig:Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum
Íslenski landsliðsframherjinn er svo aftur boðinn velkominn til félagsins, en hann gæti spilað sinn fyrsta leik um helgina þegar Augsburg sækir Ingolstadt heim.
Um aðra helgi tekur Augsburg svo á móti Þýskalandsmeisturum Bayern München. Liðið er ósigrað í síðustu sex leikjum í þýsku 1. deildinni og er sem stendur í 12. sæti deildarinnar.
365 fékk á nýju ári sýningarréttinn frá þýska fótboltanum til næstu 18 mánaða og má búast við að sjá Alfreð reglulega á skjánum næstu misserin.
Looking good in red! @A_Finnbogason takes to the pitch for his first #FCA training session. Welcome to Augsburg! pic.twitter.com/mE1P2CAbLe
— FC Augsburg English (@FCA_World) February 2, 2016