Ari Freyr Skúlason hefur engar áhyggjur af því að leikmenn Íslands séu orðnir þreyttir eftir fyrstu tvo leikina á EM í Frakklandi.
Báðum leikjum Íslands hefur lyktað með 1-1 jafntefli, gegn Portúgal og Ungverjalandi, en strákarnir mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlakeppninni á miðvikudag.
„Við erum með frábært starfslið og það er þvílíkur dugnaður í þessu fólki,“ sagði Ari Freyr á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag.
„Ef maður er eitthvað að hangsa á hótelinu þá kippir það í mann og skipar okkur að koma í meðverð. Þeir eru líka duglegir að spyrja ef eitthvað er að.“
Fréttina alla úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Ari Freyr: Þvílíkur dugnaður í sjúkrateyminu
Tengdar fréttir

Ragnar um Zlatan: Ég ræð við hvaða leikmann sem er
Ragnar Sigurðsson segir að Ísland ætli ekki að breyta um stíl fyrir einstaka leikmenn.

Ragnar: Myndi fagna því ef fólk mætti snemma á leikinn í París
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu eru hæstánægðir með stuðningsmenn okkar.

Sjáðu blaðamannafund strákanna í heild sinni | Myndband
Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson sátu fyrir svörum ásamt Heimi Hallgrímssyni.

Ari Freyr: Þetta fannst mér vitlaus spurning
"Þú þekkir okkur alveg,“ sagði Ari Freyr Skúlason við spurningu á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun.

Raggi Sig: Hugsa um rassgatið á sjálfum mér þegar keppnin er búin
Ragnar Sigurðsson segir það sé undir öðrum komið að opna fyrir sig dyr til að komast lengra á ferlinum.

Ari og Ragnar um húðflúrin: Sjúkdómur og heimskulegt áhugamál
Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson voru léttir á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag þegar þeir voru spurðir út í hlúðflúrin sín.

Ragnar fékk enga afmælisköku en slapp við hótelmatinn
Miðvörðinn fagnaði þrítugsafmælinu í gær sem hann segir að hafa verið smá skellur.