Gríðarlega verðmætir fornmunir sem voru í eigu föður Dorritar boðnir upp í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2016 15:29 Nokkrir af þeim munum sem voru í eigu föður Dorritar Moussaieff og verða boðnir upp í London í júlí. vísir/uppboðsvefur Christie's/stefán Uppboðshúsið Christie‘s í London mun þann 6. júlí næstkomandi bjóða upp þó nokkuð marga forngripi sem voru í eigu föður Dorritar Moussaieff forsetafrúr, Shlomo Moussaieff. Shlomo lést 1. júlí í fyrra en eftirlifandi eiginkona hans er Alisa Moussaieff. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur, Dorrit, Tamar og Sharon. Eins og margir kannast eflaust við var faðir Dorritar vellauðugur kaupsýslumaður en hann auðgaðist á viðskiptum með demanta. Hann stofnaði fyrirtækið Moussaieff Jewellers Ltd. og árið 2011 voru hann og kona hans Alisa, sem einnig var viðskiptafélagi Shlomo, númer 350 á lista Sunday Times yfir ríkasta fólk Bretlandseyja. Moussaieff var einn þekktasti fornmunasafnari heims áður en hann lést og eru margir munirnir í safninu hans gríðarlega verðmætir eins og sést á uppboðssíðu Christie‘s. Nokkra af mununum á uppboðinu má sjá á myndinni hér að ofan og hefur Vísir tekið saman helstu upplýsingar um munina á myndinni en ítarlegri upplýsingar má nálgast hjá Christie‘s. 1. Grísk skál frá síðari hluta 2. aldar til fyrri hluta 1. aldar fyrir Krist. Áætlað verð: 50.000-70.000 pund eða 9 til 12,5 milljón króna. 2. Rómverskir bollar frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merktir glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 200.000-300.000 pund eða 36 til 54 milljónir króna. 3. Rómversk leirkrukka frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð 400.000-600.000 pund eða 72 til 107 milljónir króna. 4. Rómverskur glervasi frá 1. öld eftir Krist. Áætlað verð: 60.000-80.000 pund eða 11 til 14 milljónir króna. 5. Rómversk glerflaska frá 2. öld eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 6. Rómverskur bikar frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 7. Rómversk askja frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð 50.000-70.000 pund eða 9 til 12.5 milljónir króna. 8. Rómversk kanna frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 450.000-550.000 pund eða 81 til 99 milljónir króna. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Uppboðshúsið Christie‘s í London mun þann 6. júlí næstkomandi bjóða upp þó nokkuð marga forngripi sem voru í eigu föður Dorritar Moussaieff forsetafrúr, Shlomo Moussaieff. Shlomo lést 1. júlí í fyrra en eftirlifandi eiginkona hans er Alisa Moussaieff. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur, Dorrit, Tamar og Sharon. Eins og margir kannast eflaust við var faðir Dorritar vellauðugur kaupsýslumaður en hann auðgaðist á viðskiptum með demanta. Hann stofnaði fyrirtækið Moussaieff Jewellers Ltd. og árið 2011 voru hann og kona hans Alisa, sem einnig var viðskiptafélagi Shlomo, númer 350 á lista Sunday Times yfir ríkasta fólk Bretlandseyja. Moussaieff var einn þekktasti fornmunasafnari heims áður en hann lést og eru margir munirnir í safninu hans gríðarlega verðmætir eins og sést á uppboðssíðu Christie‘s. Nokkra af mununum á uppboðinu má sjá á myndinni hér að ofan og hefur Vísir tekið saman helstu upplýsingar um munina á myndinni en ítarlegri upplýsingar má nálgast hjá Christie‘s. 1. Grísk skál frá síðari hluta 2. aldar til fyrri hluta 1. aldar fyrir Krist. Áætlað verð: 50.000-70.000 pund eða 9 til 12,5 milljón króna. 2. Rómverskir bollar frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merktir glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 200.000-300.000 pund eða 36 til 54 milljónir króna. 3. Rómversk leirkrukka frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð 400.000-600.000 pund eða 72 til 107 milljónir króna. 4. Rómverskur glervasi frá 1. öld eftir Krist. Áætlað verð: 60.000-80.000 pund eða 11 til 14 milljónir króna. 5. Rómversk glerflaska frá 2. öld eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 6. Rómverskur bikar frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 7. Rómversk askja frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð 50.000-70.000 pund eða 9 til 12.5 milljónir króna. 8. Rómversk kanna frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 450.000-550.000 pund eða 81 til 99 milljónir króna.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira