Rassskelltu Rússana og sendu þá heim af EM | Bale með sitt þriðja mark á mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 20:45 Aaron Ramsey og Gareth Bale fagna í kvöld. Vísir/Getty Gareth Bale og félagar í velska landsliðinu tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í kvöld eftir sannfærandi 3-0 sigur á Rússlandi en þá fór fram lokaumferðin í B-riðlinum. Wales tryggði sér ekki aðeins sæti í næstu umferð með þessum glæsilegra sigri heldur nægði hann einnig til að vinna riðilinn þar sem að enska landsliðið gerði markalaust jafntefli á sama tíma. Rússar fengu aðeins eitt stig í riðlinum og eru því á heimaleið frá Frakklandi eins og Rúmenar. Rússneska liðið slapp með skrekkinn í fyrsta leiknum á móti Englandi og tapaði síðan tveimur síðustu leikjum sínum. Velska liðið er á sínu fyrsta Evrópumóti og á sínu fyrsta stórmóti frá 1958 og stuðningsmenn liðsins eru örugglega í skýjunum með þess frábæru frammistöðu liðsins. Tveir sigrar og sárgrætilegt tap á móti Englandi eru meira en örugglega flestum dreymdi um. Wales byrjaði leikinn frábærlega og velska liðið skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra skoraði Aaron Ramsey á 11. mínútu eftir frábæra sendingu Joe Allen inn fyrir vörnina og það síðara skoraði Neil Taylor á 20. mínútu en það er ekki á hverjum degi sem hann skoraði. Igor Akinfeev hafði mikið að gera í rússneska markinu og varði ófá skotin í leiknum. Gareth Bale lék lausum hala í leiknum og reyndi mörg skotin en Akinfeev sá við honum fram eftir leik. Gareth Bale tókst loksins að skora á 67. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Aaron Ramsey. Bale er nú markahæsti leikmaður Evrópumótsins með þrjú mörk. Gengi Rússa á EM í Frakklandi hlýtur að vera mikið áhyggjuefni en þeir halda eins og kunnugt er næstu heimsmeistarakeppni sem fer fram eftir aðeins tvö ár. Það þarf að taka mikið til í liðinu fram að því.Aaron Ramsey kemur Wales í 1-0 Hér er fyrra mark Walesverja. Aaron Ramsey. 1-0. #EMÍsland https://t.co/CV7Zx00BiO— Síminn (@siminn) June 20, 2016 Neil Taylor kemur Wales í 2-0 Neil Taylor bætir við marki! 2-0. #WAL #RUS #EMÍsland https://t.co/EGvh7Dsevg— Síminn (@siminn) June 20, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Gareth Bale og félagar í velska landsliðinu tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í kvöld eftir sannfærandi 3-0 sigur á Rússlandi en þá fór fram lokaumferðin í B-riðlinum. Wales tryggði sér ekki aðeins sæti í næstu umferð með þessum glæsilegra sigri heldur nægði hann einnig til að vinna riðilinn þar sem að enska landsliðið gerði markalaust jafntefli á sama tíma. Rússar fengu aðeins eitt stig í riðlinum og eru því á heimaleið frá Frakklandi eins og Rúmenar. Rússneska liðið slapp með skrekkinn í fyrsta leiknum á móti Englandi og tapaði síðan tveimur síðustu leikjum sínum. Velska liðið er á sínu fyrsta Evrópumóti og á sínu fyrsta stórmóti frá 1958 og stuðningsmenn liðsins eru örugglega í skýjunum með þess frábæru frammistöðu liðsins. Tveir sigrar og sárgrætilegt tap á móti Englandi eru meira en örugglega flestum dreymdi um. Wales byrjaði leikinn frábærlega og velska liðið skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra skoraði Aaron Ramsey á 11. mínútu eftir frábæra sendingu Joe Allen inn fyrir vörnina og það síðara skoraði Neil Taylor á 20. mínútu en það er ekki á hverjum degi sem hann skoraði. Igor Akinfeev hafði mikið að gera í rússneska markinu og varði ófá skotin í leiknum. Gareth Bale lék lausum hala í leiknum og reyndi mörg skotin en Akinfeev sá við honum fram eftir leik. Gareth Bale tókst loksins að skora á 67. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Aaron Ramsey. Bale er nú markahæsti leikmaður Evrópumótsins með þrjú mörk. Gengi Rússa á EM í Frakklandi hlýtur að vera mikið áhyggjuefni en þeir halda eins og kunnugt er næstu heimsmeistarakeppni sem fer fram eftir aðeins tvö ár. Það þarf að taka mikið til í liðinu fram að því.Aaron Ramsey kemur Wales í 1-0 Hér er fyrra mark Walesverja. Aaron Ramsey. 1-0. #EMÍsland https://t.co/CV7Zx00BiO— Síminn (@siminn) June 20, 2016 Neil Taylor kemur Wales í 2-0 Neil Taylor bætir við marki! 2-0. #WAL #RUS #EMÍsland https://t.co/EGvh7Dsevg— Síminn (@siminn) June 20, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira