Þeir eru báðir með tattúermar og fleiri húðflúr um allan líkamann. Ari Freyr er til dæmis með íslenska fánann í skjaldamerkinu á vinstra lærinu eins og sást þegar forsetafrúin Dorrit Moussaieff hristi Ara til eftir jafnteflið gegn Portúgal í fyrsta leik.
Sjá einnig:Sjáðu blaðamannafund strákanna í heild sinni
Sænskur blaðamaður á fundinum spurði strákana út í flúrin og bjóst líklega við greinargóðum svörum en þau fékk hann ekki.
„Þetta er bara sjúkdómur. Ég byrjaði þegar ég var fimmtán ára og ég get ekki hætt. Ég er kristinn þannig annað þeirra tengist kristni. Annað er í japönskum litum og svo er ég með fleiri um allan líkamann,“ sagði Ari Freyr.
Ragnar útskýrði sín á mjög einfaldan hátt: „Þetta er bara heimskulegt áhugamál,“ sagði Ragnar Sigurðsson.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).