KÁ AKÁ: Bjartasta von norðlenska rappsins gefur út Vaknaðu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. júlí 2016 20:00 Rapparinn KÁ AKÁ hefur á hálfu ári verið að koma sér á kortið sem bjartasta von norðlenska hiphopsins. Hann kemur frá Akureyri og gefur í kvöld út sitt fimmta lag Vaknaðu við tölvuskreytt myndband leikstjórans Jóns Þórs Sigurðssonar.Lagið má sjá og heyra hér fyrir ofan.Senan á Akureyri að lifna viðHér er algjörlega um norðlenska afurð að ræða þar sem allir sem komu að laginu er úr hiphop-senunni á Akureyri sem vaknar nú til lífsins aftur eftir dvala. Hér koma bæði nýgræðingar og vanir menn við sögu því tónlistina gerir enginn annar en Toggi Nolem, liðsmaður Skyttanna. „Ég er að reyna halda hiphoppinu gangandi hér á Akureyri,“ segir KÁ AKÁ sem heitir Halldór Kristinn Harðarson réttu nafni. „Það eru góðir rapparar sem hafa komið frá Akureyri. Skytturnar, Kött Grá Pjé og fleiri. Það hefur þó ekki verið að gerast mikið undanfarið og nú ætlum við að reyna keyra þetta í gang. Eftir að ég keyrði í gang hafa margir hér haft samband og spurt hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu og ég reyni að hjálpa til.“Meira fyrir gymmið en róróHalldór gaf út sitt fyrsta lagið sitt Kaflaskipti (minn eigin Guð) í byrjun árs og hefur verið nær óstöðvandi síðan. Umfjöllunarefni hans er ekkert endilega eins og heyrist í flestum hiphopp-lögum. Eins og aðrir fjallar hann um sinn eigin raunveruleika sem þó er hugsanlega öllu stilltari til hófs en hjá mörgum öðrum þekktum röppurum landsins. Í nýjasta laginu eru til dæmis mörg „lyf“ nefnd á nafn en þar má telja, D-vítamín, lýsi og nór-adrenalín. Þar heyrist kannski að Halldór er meira fyrir gymmið en róró. „Ég er líka að fikta við jiu jittsu og MMA. Ég er svona 70% íþróttamaður og 30% djammari. Ég held fast í það og æfi oft í viku. Ég vil nú samt samtvinna þetta bæði en ég hef bara ekkert efni á því að vera rappa um dóp og peninga. Ég djamma alveg eitthvað en það er ekki aðalmálið hjá mér.“ KÁ AKÁ hitar upp fyrir tónleika Emmsjé Gauta á Græna hattinum um helgina. Tónlist Tengdar fréttir Sífellt meiri tengsl rapps og íþrótta Skilin á milli tónlistar og íþrótta verða sífellt óskýrari, sér í lagi þegar rapparar eiga í hlut. Vinskapur hefur skapast milli fremstu íþróttamanna landsins og helstu rappara þjóðarinnar. Vísir leiðir lesendur í gegnum sögu tengslanna með tilheyrandi tónaveislu. 15. október 2015 12:30 Platan verður óður til aldamótarapparanna Meðal gestarappara verða Cell 7, Kött Grá Pjé og 7Berg. 27. febrúar 2015 09:30 Kött Grá Pjé toppaði á þrítugsafmælinu Akureyski rapparinn nær nýjum hæðum með sumarslagaranum Aheybaró. 21. júní 2013 13:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rapparinn KÁ AKÁ hefur á hálfu ári verið að koma sér á kortið sem bjartasta von norðlenska hiphopsins. Hann kemur frá Akureyri og gefur í kvöld út sitt fimmta lag Vaknaðu við tölvuskreytt myndband leikstjórans Jóns Þórs Sigurðssonar.Lagið má sjá og heyra hér fyrir ofan.Senan á Akureyri að lifna viðHér er algjörlega um norðlenska afurð að ræða þar sem allir sem komu að laginu er úr hiphop-senunni á Akureyri sem vaknar nú til lífsins aftur eftir dvala. Hér koma bæði nýgræðingar og vanir menn við sögu því tónlistina gerir enginn annar en Toggi Nolem, liðsmaður Skyttanna. „Ég er að reyna halda hiphoppinu gangandi hér á Akureyri,“ segir KÁ AKÁ sem heitir Halldór Kristinn Harðarson réttu nafni. „Það eru góðir rapparar sem hafa komið frá Akureyri. Skytturnar, Kött Grá Pjé og fleiri. Það hefur þó ekki verið að gerast mikið undanfarið og nú ætlum við að reyna keyra þetta í gang. Eftir að ég keyrði í gang hafa margir hér haft samband og spurt hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu og ég reyni að hjálpa til.“Meira fyrir gymmið en róróHalldór gaf út sitt fyrsta lagið sitt Kaflaskipti (minn eigin Guð) í byrjun árs og hefur verið nær óstöðvandi síðan. Umfjöllunarefni hans er ekkert endilega eins og heyrist í flestum hiphopp-lögum. Eins og aðrir fjallar hann um sinn eigin raunveruleika sem þó er hugsanlega öllu stilltari til hófs en hjá mörgum öðrum þekktum röppurum landsins. Í nýjasta laginu eru til dæmis mörg „lyf“ nefnd á nafn en þar má telja, D-vítamín, lýsi og nór-adrenalín. Þar heyrist kannski að Halldór er meira fyrir gymmið en róró. „Ég er líka að fikta við jiu jittsu og MMA. Ég er svona 70% íþróttamaður og 30% djammari. Ég held fast í það og æfi oft í viku. Ég vil nú samt samtvinna þetta bæði en ég hef bara ekkert efni á því að vera rappa um dóp og peninga. Ég djamma alveg eitthvað en það er ekki aðalmálið hjá mér.“ KÁ AKÁ hitar upp fyrir tónleika Emmsjé Gauta á Græna hattinum um helgina.
Tónlist Tengdar fréttir Sífellt meiri tengsl rapps og íþrótta Skilin á milli tónlistar og íþrótta verða sífellt óskýrari, sér í lagi þegar rapparar eiga í hlut. Vinskapur hefur skapast milli fremstu íþróttamanna landsins og helstu rappara þjóðarinnar. Vísir leiðir lesendur í gegnum sögu tengslanna með tilheyrandi tónaveislu. 15. október 2015 12:30 Platan verður óður til aldamótarapparanna Meðal gestarappara verða Cell 7, Kött Grá Pjé og 7Berg. 27. febrúar 2015 09:30 Kött Grá Pjé toppaði á þrítugsafmælinu Akureyski rapparinn nær nýjum hæðum með sumarslagaranum Aheybaró. 21. júní 2013 13:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Sífellt meiri tengsl rapps og íþrótta Skilin á milli tónlistar og íþrótta verða sífellt óskýrari, sér í lagi þegar rapparar eiga í hlut. Vinskapur hefur skapast milli fremstu íþróttamanna landsins og helstu rappara þjóðarinnar. Vísir leiðir lesendur í gegnum sögu tengslanna með tilheyrandi tónaveislu. 15. október 2015 12:30
Platan verður óður til aldamótarapparanna Meðal gestarappara verða Cell 7, Kött Grá Pjé og 7Berg. 27. febrúar 2015 09:30
Kött Grá Pjé toppaði á þrítugsafmælinu Akureyski rapparinn nær nýjum hæðum með sumarslagaranum Aheybaró. 21. júní 2013 13:00