Nýir tímar kalla á breytt hugarfar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. júní 2016 13:45 Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur vekur athygli. Mynd/Rán Flygenring Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi InnSæis. Að heimsfrumsýna InnSæi í yfir 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland er algerlega frábært. Oftast ná heimildarmyndir ekki einu sinni í bíó erlendis heldur fara meira á kvikmyndahátíðir og í sjónvarp. Efni myndarinnar heillar greinilega erlenda dreifingaraðila þó íslenska orðið InnSæi sé þeim framandi,“ segir Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi, spurð út í heimsfrumsýningu á heimildarmyndinni InnSæi, sem fram fer í Berlín 29. júní. Um er að ræða heimildarmynd þar sem fjallað er um að heimurinn er að breytast hraðar en nokkru sinni fyrr og nýir tímar kalla á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun. InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar. Á ferðalagi leikstjóranna, Kristínar og Hrundar, fylgjast þær með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt með hjálp taugalíffræði og núvitundar að takast á við aukið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Reynsla barnanna sýnir þeim að InnSæi er lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að einbeita okkur, dafna og takast á við nútímasamfélag.Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis.Á frumsýningunni verða panelumræður um viðfangsefni InnSæis og þeim stýrir Lisa Witter, sem er margverðlaunaður frumkvöðull og stofnandi Apolitical. Fyrir utan þær Hrund og Kristínu taka einnig þátt þau Alexandra Marguerite Clémentine Cousteau, náttúruverndarsinni og könnuður hjá National Geographic, og Tim Renner sem situr í menningarmálaráði Berlínarborgar, fyrrverandi forstjóri Sony í Evrópu og rithöfundur. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá þessa panelista með okkur, sem eru framúrskarandi sérfræðingar og frumkvöðlar á vettvangi alþjóðlegra stjórnmála, nýsköpunar, loftslagsbreytinga, lista og menningar. Undir frábærri handleiðslu Lisu Witter munum við kryfja erindi InnSæis við samtímann og líf okkar allra í samtali við áhorfendur,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis. Í myndinni koma fram heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim InnSæis. Á meðal viðmælenda eru listakonan Marina Abramovic, geðlæknirinn og höfundurinn Iain McGilchrist og dr. Daniel Shapiro, sérfræðingur í átakafræðum og samningatækni. „Þessi magnaði hópur fólks hugsaði sig ekki tvisvar um áður en þau samþykktu að vera með í myndinni, – svo brýnt þótti þeim erindi hennar. Þau koma úr mjög ólíkum áttum, bæði hvað varðar sérþekkingu og menningarheima, og þannig opna þau á víðsýnan og ögrandi hátt inn í heim InnSæis. Sem dæmi heyrum við hvað InnSæi tengist alþjóðlegum áskorunum, viðskiptum, dómgreind, ákvarðanatöku, ofbeldi, sköpunarkraftinum, náttúrunni og samkennd,“ segir Hrund um viðmælendurna í InnSæi. Innsaei - the Sea within - Trailer 2015 from Klikk Productions on Vimeo. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi InnSæis. Að heimsfrumsýna InnSæi í yfir 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland er algerlega frábært. Oftast ná heimildarmyndir ekki einu sinni í bíó erlendis heldur fara meira á kvikmyndahátíðir og í sjónvarp. Efni myndarinnar heillar greinilega erlenda dreifingaraðila þó íslenska orðið InnSæi sé þeim framandi,“ segir Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi, spurð út í heimsfrumsýningu á heimildarmyndinni InnSæi, sem fram fer í Berlín 29. júní. Um er að ræða heimildarmynd þar sem fjallað er um að heimurinn er að breytast hraðar en nokkru sinni fyrr og nýir tímar kalla á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun. InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar. Á ferðalagi leikstjóranna, Kristínar og Hrundar, fylgjast þær með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt með hjálp taugalíffræði og núvitundar að takast á við aukið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Reynsla barnanna sýnir þeim að InnSæi er lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að einbeita okkur, dafna og takast á við nútímasamfélag.Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis.Á frumsýningunni verða panelumræður um viðfangsefni InnSæis og þeim stýrir Lisa Witter, sem er margverðlaunaður frumkvöðull og stofnandi Apolitical. Fyrir utan þær Hrund og Kristínu taka einnig þátt þau Alexandra Marguerite Clémentine Cousteau, náttúruverndarsinni og könnuður hjá National Geographic, og Tim Renner sem situr í menningarmálaráði Berlínarborgar, fyrrverandi forstjóri Sony í Evrópu og rithöfundur. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá þessa panelista með okkur, sem eru framúrskarandi sérfræðingar og frumkvöðlar á vettvangi alþjóðlegra stjórnmála, nýsköpunar, loftslagsbreytinga, lista og menningar. Undir frábærri handleiðslu Lisu Witter munum við kryfja erindi InnSæis við samtímann og líf okkar allra í samtali við áhorfendur,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis. Í myndinni koma fram heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim InnSæis. Á meðal viðmælenda eru listakonan Marina Abramovic, geðlæknirinn og höfundurinn Iain McGilchrist og dr. Daniel Shapiro, sérfræðingur í átakafræðum og samningatækni. „Þessi magnaði hópur fólks hugsaði sig ekki tvisvar um áður en þau samþykktu að vera með í myndinni, – svo brýnt þótti þeim erindi hennar. Þau koma úr mjög ólíkum áttum, bæði hvað varðar sérþekkingu og menningarheima, og þannig opna þau á víðsýnan og ögrandi hátt inn í heim InnSæis. Sem dæmi heyrum við hvað InnSæi tengist alþjóðlegum áskorunum, viðskiptum, dómgreind, ákvarðanatöku, ofbeldi, sköpunarkraftinum, náttúrunni og samkennd,“ segir Hrund um viðmælendurna í InnSæi. Innsaei - the Sea within - Trailer 2015 from Klikk Productions on Vimeo.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira