„Þjóðhetjurnar“ - Óður til strákanna okkar á EM Ívar Halldórsson skrifar 25. júní 2016 11:00 Þegar okkar landsmenn vinna dáðir á erlendri grundu er við hæfi að heiðra þá með einhverjum hætti. Strákarnir okkar hafa svo sannarlega vakið heimsathygli með seiglu sinni, hugprýði og hetjuskap á EM. Hátterni þeirra og drengskapur hefur verið til fyrirmyndar á mótinu og ég verð að viðurkenna að ég er mjög stoltur af þeim. Það er ekki á hverjum degi sem maður fyllist af einhvers konar yndislegri þjóðarást - en svo sannarlega er ég stoltur af því að vera Íslendingur í dag í ljósi afreka strákanna á EM. Þessi óður er mín leið til að þakka strákunum okkar, og að sjálfsögðu einnig Gumma Ben, fyrir frábæra og jákvæða landkynningu og fyrirmyndar frammistöðu á EM-mótinu: Þjóðhetjurnar Skunda þeir frá skrýtnu skeri Skotfastir og skeleggir Drengir dáðir Í EM skráðir Massaðir sem múrveggir Hræðast hvorki hót né hæðni Hrikalega hógværir Hvergi smeykir Klárir, keikir Engir vegir ófærir Víkingar á völdum velli Virtir, vænir, vongóðir Heilla heiminn draga ei seiminn Hæverskir og hugmóðir Hannes Halldórs hvergi hopar hetja klár í harkinu Fram sig leggur Eins manns veggur Martröð manna í markinu Gummi Ben er göldrum gæddur Geðshræringu glittir í þegar liðið eftir miðið hornið marksins hittir í Hetjurnar okkar skjótt hrifu heiminn Nú hugur margra á heima hér Með lúðra og fána syngjum "Öxar við ána" Guðs Ísland, nú enginn mun gleyma þér (Höfundur: Ívar Halldórsson) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar okkar landsmenn vinna dáðir á erlendri grundu er við hæfi að heiðra þá með einhverjum hætti. Strákarnir okkar hafa svo sannarlega vakið heimsathygli með seiglu sinni, hugprýði og hetjuskap á EM. Hátterni þeirra og drengskapur hefur verið til fyrirmyndar á mótinu og ég verð að viðurkenna að ég er mjög stoltur af þeim. Það er ekki á hverjum degi sem maður fyllist af einhvers konar yndislegri þjóðarást - en svo sannarlega er ég stoltur af því að vera Íslendingur í dag í ljósi afreka strákanna á EM. Þessi óður er mín leið til að þakka strákunum okkar, og að sjálfsögðu einnig Gumma Ben, fyrir frábæra og jákvæða landkynningu og fyrirmyndar frammistöðu á EM-mótinu: Þjóðhetjurnar Skunda þeir frá skrýtnu skeri Skotfastir og skeleggir Drengir dáðir Í EM skráðir Massaðir sem múrveggir Hræðast hvorki hót né hæðni Hrikalega hógværir Hvergi smeykir Klárir, keikir Engir vegir ófærir Víkingar á völdum velli Virtir, vænir, vongóðir Heilla heiminn draga ei seiminn Hæverskir og hugmóðir Hannes Halldórs hvergi hopar hetja klár í harkinu Fram sig leggur Eins manns veggur Martröð manna í markinu Gummi Ben er göldrum gæddur Geðshræringu glittir í þegar liðið eftir miðið hornið marksins hittir í Hetjurnar okkar skjótt hrifu heiminn Nú hugur margra á heima hér Með lúðra og fána syngjum "Öxar við ána" Guðs Ísland, nú enginn mun gleyma þér (Höfundur: Ívar Halldórsson)
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun