Innlent

Grunur um íkveikju við Laugalækjarskóla

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tvær stöðvar slökkviliðsins voru sendar á staðinn.
Tvær stöðvar slökkviliðsins voru sendar á staðinn. Vísir/Jói K
Uppfært klukkan 00:06. Eldur kom upp í Laugalækjaskóla í kvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað í ruslageymslu í kjallara skólans. Sterkur grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða.

Tilkynning barst slökkviliði um eldinn klukkan 23:15 en árvökull gangandi vegfarandi varð var við reyk og hafði þá samband við neyðarlínuna.  Á sama tíma barst brunaboð frá brunavarnarkerfi skólans.

Lítill reykur barst inn í skólabygginguna en slökkvistarf gekk greiðlega. Töluverðar skemmdir urðu á ruslageymslunni þar sem eldurinn kviknaði.

 

 

Vísir/Jói K
Vísir/Jói K
Vísir/Jói K



Fleiri fréttir

Sjá meira


×