Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um hörmungar ástandið í Aleppo í Sýrlandi þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið í stórum stíl í átökum stjórnarhermanna og uppreisnarmanna.

 

Einnig verður fjallað um alvarlegt atvik sem kom upp í morgun hjá Útlendingastofnun þar sem hælisleitandi hótaði að bera eld sér. Starfsmönnum stofnunarinnar er brugðið og var viðbúnaður við hana mikill í dag.

Við ræðum síðan við grunnskólakennara en skiptar skoðanir eru á meðal þeirra um nýsamþykktan kjarasamning. Margir telja þörf á endurnýjun í forystu Félags grunnskólakennara.

Þá fræðumst við um gosdrykkjaneyslu í desember en Íslendingar drekka á bilinu 10 til 12 milljónir lítra af gosi yfir hátíðarnar.

 

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×