Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 15:45 Stjórnarliðar ganga um götur hverfis sem var nýverið tekið af uppreisnarmönnum. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir myndbönd sem sýna almenna borgara verða fyrir loftárásum og annars konar ódæðum í Aleppo í Sýrlandi, vera framleidd af uppreisnarmönnum. Igor Konashenkov, talsmaður ráðuneytisins, segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. Þá segir Konashenkov að engir aktívístar hafi fundist í austurhluta Aleppo. Góðgerðarsamtök og björgunaraðilar hafi heldur ekki fundist á svæðinu, eingöngu hryðjuverkamenn sem hafi farið illa með íbúa. Rússar segja hryðjuverkamenn hafa haldið um hundrað þúsund borgurum í gíslingu og notað þá sem mennska skildi. Þá hafi skólar og sjúkrahús verið notuð til vopnaframleiðslu og birgðageymslu. Þá segir ráðuneytið að sóknin í Aleppo hafi verið „mannúðleg“ gagnvart almennum borgurum. Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í október að í Aleppo hafi um 900 vígamenn hryðjuverkasamtaka haldið til, af um átta þúsund uppreisnarmönnum.Lík á víð og dreif Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 82 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í borginni og fregnir hafa borist af fjölda fólks sem sé fast í rústum húsa. Þar að auki eru lík sögð liggja á götum borgarinnar. Varað er við því að hinir látnu gætu verið mun fleiri. Undanfarna daga hafa loftárásirnar á Aleppo verið einhverjar þær mestu á árinu. Af þeim 82 sem hafi verið myrt eru 13 börn og 11 konur. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur bendlað íraska sjálfboðaliða sem berjast í Sýrlandi til stuðnings Bashar al-Assad við hluta morðanna. „Fregnirnar sem okkur hafa borist benda til þess að fólk hafi verið skotið til bana á götum borgarinnar og á heimilum sínum,“ sagði talsmaður Mannréttindastofnunarinnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði blaðamönnum í dag að Rússar væru orðnir þreyttir á „vælinu“ í núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna um að stöðva átökin í borginni, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ekkert gert til að reyna að fá „hófsama uppreisnarmenn“ til þess að slíta sig frá vígamönnum hryðjuverkasamtaka.Talsmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Blaðamaður keyrir inn í Aleppo. Grim arrival in #Aleppo pic.twitter.com/x2iMKA8s8s— Dan Rivers (@danriversitv) December 13, 2016 Rætt við íbúa borgarinnar As MPs debate ways to alleviate suffering in #Aleppo - harrowing words from trapped #c4news journalist @waadalkateab pic.twitter.com/4vz9XTvg1b— Hayley Barlow (@Hayley_Barlow) December 13, 2016 Íbúar í vesturhluta Aleppo fagna sigri stjórnarhersins. #Syria: People in #Aleppo were freed by the #Assad government troops, does not look as if people are unhappy about it. pic.twitter.com/XAR0MyoxxK— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) December 13, 2016 Tengdar fréttir Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir myndbönd sem sýna almenna borgara verða fyrir loftárásum og annars konar ódæðum í Aleppo í Sýrlandi, vera framleidd af uppreisnarmönnum. Igor Konashenkov, talsmaður ráðuneytisins, segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. Þá segir Konashenkov að engir aktívístar hafi fundist í austurhluta Aleppo. Góðgerðarsamtök og björgunaraðilar hafi heldur ekki fundist á svæðinu, eingöngu hryðjuverkamenn sem hafi farið illa með íbúa. Rússar segja hryðjuverkamenn hafa haldið um hundrað þúsund borgurum í gíslingu og notað þá sem mennska skildi. Þá hafi skólar og sjúkrahús verið notuð til vopnaframleiðslu og birgðageymslu. Þá segir ráðuneytið að sóknin í Aleppo hafi verið „mannúðleg“ gagnvart almennum borgurum. Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í október að í Aleppo hafi um 900 vígamenn hryðjuverkasamtaka haldið til, af um átta þúsund uppreisnarmönnum.Lík á víð og dreif Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 82 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í borginni og fregnir hafa borist af fjölda fólks sem sé fast í rústum húsa. Þar að auki eru lík sögð liggja á götum borgarinnar. Varað er við því að hinir látnu gætu verið mun fleiri. Undanfarna daga hafa loftárásirnar á Aleppo verið einhverjar þær mestu á árinu. Af þeim 82 sem hafi verið myrt eru 13 börn og 11 konur. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur bendlað íraska sjálfboðaliða sem berjast í Sýrlandi til stuðnings Bashar al-Assad við hluta morðanna. „Fregnirnar sem okkur hafa borist benda til þess að fólk hafi verið skotið til bana á götum borgarinnar og á heimilum sínum,“ sagði talsmaður Mannréttindastofnunarinnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði blaðamönnum í dag að Rússar væru orðnir þreyttir á „vælinu“ í núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna um að stöðva átökin í borginni, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ekkert gert til að reyna að fá „hófsama uppreisnarmenn“ til þess að slíta sig frá vígamönnum hryðjuverkasamtaka.Talsmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Blaðamaður keyrir inn í Aleppo. Grim arrival in #Aleppo pic.twitter.com/x2iMKA8s8s— Dan Rivers (@danriversitv) December 13, 2016 Rætt við íbúa borgarinnar As MPs debate ways to alleviate suffering in #Aleppo - harrowing words from trapped #c4news journalist @waadalkateab pic.twitter.com/4vz9XTvg1b— Hayley Barlow (@Hayley_Barlow) December 13, 2016 Íbúar í vesturhluta Aleppo fagna sigri stjórnarhersins. #Syria: People in #Aleppo were freed by the #Assad government troops, does not look as if people are unhappy about it. pic.twitter.com/XAR0MyoxxK— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) December 13, 2016
Tengdar fréttir Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Sjá meira
Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40