Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 11:53 Mynd úr safni. Vísir/Andri Marinó „Maður er bara að átta sig á þessu enn þá,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rekur Grillskála N1 á Þórshöfn á Langanesi, en skálinn brann til kaldra kola í nótt. Um er að ræða einu bensínstöðina á Þórshöfn og eru næstu stöðvar á Bakkafirði eða Raufarhöfn. Kapítóla segir alls óvíst hvert framhaldið verður. „Sjoppan er bara brunnin og allt sem henni tengist og svolítið óráðið hvert framhaldið verður. En það er ljóst að þetta er altjón,“ segir hún. „Þetta var vissulega áfall og líka fyrir alla bæjarbúa enda sjoppan búin að vera þarna í fimmtíu ár.“ Kapítóla fékk símtal frá föður sínum, sem rekur verslunina með henni, á fjórða tímanum í nótt, en þá var hann á leiðinni á staðinn. Eldurinn var mikill og lagði þykkan svartan reyk yfir byggðarlagið. Reykurinn var svo mikill að björgunarsveitarmenn voru fengnir til þess að ganga í nálæg hús og rýma þau ef þurfa þætti og til að segja fólki að loka gluggum. Aðspurð segir Kapítóla þetta mikið tilfinningatjón, en að sögn íbúa var skálinn samfélaginu mikils virði, því hann hafi einnig þjónað tilgangi eins konar félagsmiðstöðvar í byggðarlaginu. „Það er það. Ekki spurning.“ Þórarinn Þórisson, slökkviliðsstjóri á Þórshöfn, segir í samtali við fréttastofu að sprengihætta hafi myndast um tíma, en að engan hafi sakað. Slökkvistarf hafi gengið vel en að húsið sé gjörónýtt. Tengdar fréttir Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
„Maður er bara að átta sig á þessu enn þá,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rekur Grillskála N1 á Þórshöfn á Langanesi, en skálinn brann til kaldra kola í nótt. Um er að ræða einu bensínstöðina á Þórshöfn og eru næstu stöðvar á Bakkafirði eða Raufarhöfn. Kapítóla segir alls óvíst hvert framhaldið verður. „Sjoppan er bara brunnin og allt sem henni tengist og svolítið óráðið hvert framhaldið verður. En það er ljóst að þetta er altjón,“ segir hún. „Þetta var vissulega áfall og líka fyrir alla bæjarbúa enda sjoppan búin að vera þarna í fimmtíu ár.“ Kapítóla fékk símtal frá föður sínum, sem rekur verslunina með henni, á fjórða tímanum í nótt, en þá var hann á leiðinni á staðinn. Eldurinn var mikill og lagði þykkan svartan reyk yfir byggðarlagið. Reykurinn var svo mikill að björgunarsveitarmenn voru fengnir til þess að ganga í nálæg hús og rýma þau ef þurfa þætti og til að segja fólki að loka gluggum. Aðspurð segir Kapítóla þetta mikið tilfinningatjón, en að sögn íbúa var skálinn samfélaginu mikils virði, því hann hafi einnig þjónað tilgangi eins konar félagsmiðstöðvar í byggðarlaginu. „Það er það. Ekki spurning.“ Þórarinn Þórisson, slökkviliðsstjóri á Þórshöfn, segir í samtali við fréttastofu að sprengihætta hafi myndast um tíma, en að engan hafi sakað. Slökkvistarf hafi gengið vel en að húsið sé gjörónýtt.
Tengdar fréttir Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01