Innlent

Engum hleypt inn eftir að hótun barst Útlendingastofnun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan er mætt á svæðið.
Lögreglan er mætt á svæðið. vísir/Stefán
Útlendingastofnun barst í hótun í morgun og er engum hleypt inn í húsnæði stofnunarinnar að Skógarhlíð 6. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar í samtali við Vísi. Stofnunin verður lokuð í dag vegna málsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hótaði hælisleitandi að kveikja í sér. Einstaklingurinn er þó ekki fundinn og eru bæði lögregla og slökkvilið í viðbragðsstöðu. Tveir bílar frá sérsveit ríkislögreglustjóra eru á svæðinu og er sérsveitarmennirnir vopnaðir. 

Í síðustu viku bar hælisleitandi eld að klæðum sínum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi. Hann lést af sárum sínum í gær.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×