Í sömu fötunum í rúmt ár Birta Björnsdóttir skrifar 7. maí 2016 19:30 Fyrir rétt rúmu ári síðan ákvað Júlíanna Ósk Hafberg að prófa að klæðast sömu fötunum í heilan mánuð. Síðan er liðið rúmt ár og Júlíanna hefur enn ekki skipt um föt. „Þetta var fyrst og fremst út frá umhverfissjónarmiði sem ég ákvað að prófa þetta. En ég vildi líka kanna viðbrögð samfélagsins, hvort fólk kippti sér upp við þetta eða tæki yfir höfuð eftir þessu. Það eru óskrifaðar reglur í samfélaginu að við megum ekki vera of mikið í sömu fötunum. Það má til dæmis ekki fara í sama kjólnum á tvær árshátíðir í röð, finnst manni. Þetta er svo brenglað og mig langaði að ýta aðeins við þessu," segir Júlíana. Hún keypti sér tvær eins skyrtur í versluninni Monki og hefur við hana klæðst sama jakkanum og sömu skónum í heilt ár. Buxurnar sem hún lagði upp með dugðu skammt svo þá fór hún í fataskápinn sinn og klæðist buxum sem hún átti fyrir. En hvernig hefur gengið að klæðast sömu flíkinni í heilt ár? Slitna flíkurnar ekki eða koma á þær blettir? „Jú það hefur auðvitað gengið á ýmsu. Ég reif gat á aðra skyrtuna mína og svo brenndi stelpa óvart gat á hina með sígarettu. Ég þarf bara að vera fljót að hugsa, laga flíkurnar og hugsa vel um þær. Það hafa auðvitað komið fullt af blettum á skyrturnar sem ég hef bara þurft að ná úr, og það hefur bara gengið." Júlíanna er á lokaári á fatahönnunarbraut í Listaháskóla Íslands. Endingargóð föt sem geta nýst vel og lengi var leiðarljós hennar í lokaverkefninu við skólann. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvenær hún skipti um föt. „Þetta er búið að breyta mér og öllu mínu neyslumynstri. Ég mun allavega ekki fara til baka eins og ég var hvað varðar fatainnkaup," segir Júlíanna. Áhugasamir geta fylgst með tilraun Júlíönnu á bloggsíðu hennar, jhafberg.blogspot.is. Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Fyrir rétt rúmu ári síðan ákvað Júlíanna Ósk Hafberg að prófa að klæðast sömu fötunum í heilan mánuð. Síðan er liðið rúmt ár og Júlíanna hefur enn ekki skipt um föt. „Þetta var fyrst og fremst út frá umhverfissjónarmiði sem ég ákvað að prófa þetta. En ég vildi líka kanna viðbrögð samfélagsins, hvort fólk kippti sér upp við þetta eða tæki yfir höfuð eftir þessu. Það eru óskrifaðar reglur í samfélaginu að við megum ekki vera of mikið í sömu fötunum. Það má til dæmis ekki fara í sama kjólnum á tvær árshátíðir í röð, finnst manni. Þetta er svo brenglað og mig langaði að ýta aðeins við þessu," segir Júlíana. Hún keypti sér tvær eins skyrtur í versluninni Monki og hefur við hana klæðst sama jakkanum og sömu skónum í heilt ár. Buxurnar sem hún lagði upp með dugðu skammt svo þá fór hún í fataskápinn sinn og klæðist buxum sem hún átti fyrir. En hvernig hefur gengið að klæðast sömu flíkinni í heilt ár? Slitna flíkurnar ekki eða koma á þær blettir? „Jú það hefur auðvitað gengið á ýmsu. Ég reif gat á aðra skyrtuna mína og svo brenndi stelpa óvart gat á hina með sígarettu. Ég þarf bara að vera fljót að hugsa, laga flíkurnar og hugsa vel um þær. Það hafa auðvitað komið fullt af blettum á skyrturnar sem ég hef bara þurft að ná úr, og það hefur bara gengið." Júlíanna er á lokaári á fatahönnunarbraut í Listaháskóla Íslands. Endingargóð föt sem geta nýst vel og lengi var leiðarljós hennar í lokaverkefninu við skólann. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvenær hún skipti um föt. „Þetta er búið að breyta mér og öllu mínu neyslumynstri. Ég mun allavega ekki fara til baka eins og ég var hvað varðar fatainnkaup," segir Júlíanna. Áhugasamir geta fylgst með tilraun Júlíönnu á bloggsíðu hennar, jhafberg.blogspot.is.
Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira