Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Bessastöðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti á fund forseta síðdegis í dag.

Rætt verður við Bjarna í fréttatímanum en við fáum einnig viðbrögð frá Óttarri Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, Benedikti Jóhannessyni, formanni Viðreisnar og Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um fjöldafund grunnskólakennara sem lögðu niður störf í dag.

Við kynnum okkur síðan sjálfkeyrandi bifreiðar á Íslandi og hvernig stjórnvöldum hefur mistekist að takast við innreið þeirra með viðeigandi uppbyggingu innviða og lagasetningu.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×