Innlent

Bjarni og Katrín búin að ræða saman

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Ben og Kata Jak eru formenn tveggja stærstu flokkanna á Alþingi, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.
Bjarni Ben og Kata Jak eru formenn tveggja stærstu flokkanna á Alþingi, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. visir/anton brink
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, eftir að Bjarni sleit viðræðum við Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Þetta hefur Vísir eftir heimildum.

Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna, vildi ekki staðfesta þetta í samtali við fréttastofu síðdegis. Sömu sögu er að segja um Katrínu Jakobsdóttur sem fréttastofa náði tali af á fimmta tímanum. Katrín sagði þó að hún hefði óskað eftir stjórnarmyndunarumboðinu á sínum tíma og stæði við það.

Bjarni er á leiðinni til Bessastaða þar sem hann mun hitta Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, klukkan 17. Vísir verður með beina útsendingu frá Bessastöðum þar sem Heimir Már Pétursson stendur vaktina.

Koma verður í ljós hvort Bjarni mun skila umboðinu til Guðna, óska eftir því að halda því í viðræðum við aðra flokka eða þá hvort forseti Íslands hafi aðrar fyrirætlanir.


 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×