Innlent

Vann 18 milljónir og ætlar í draumanámið í útlöndum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
17,7 milljónir króna fóru í vasa lottóspilarans.
17,7 milljónir króna fóru í vasa lottóspilarans. Vísir/VAlli
23 ára gamall karlmaður datt í lukkupottinn um helgina þegar hann varð rúmlega 17,7 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið bónusvinninginn í lottóinu.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningshafinn velji lukkutölur sínar sjálfur í bland við sjálfval. Í þetta skiptið valdi hann tölurnar sjálfur á netinu.

Hinn heppni sagði að það væri alveg frábært að fá þessa stóru upphæð meðan að hann væri svona ungur því að þetta opnaði svo marga möguleika, sérstaklega námslega séð. Stefnan sé að nota vinninginn til að komast í draumanámið erlendis og endurnýja bílinn sem er víst alveg að detta í sundur að hans sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×