Innlent

Gunnar Bragi í mótbyr í Skagafirðinum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarúrvegsráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarúrvegsráðherra. vísir/vilhelm
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegsráðherra fær harða gagnrýni í heimabyggð sinni Skagafirði vegna úthlutunar á byggðakvóta. Skagafjörður fékk 19 þorskígildis­tonn sem eyrnamerkt eru Hofsósi en engan byggðakvóta til Sauðárkróks.

„Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, svo sem eins og til Hofsóss,“ segir í bókun atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar sem skorar á Gunnar Braga að breyta reglum um úthlutun byggðakvóta strax og úthluta kvótanum aftur.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×