Hef brennandi áhuga á kvikmyndagerð Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. apríl 2016 17:00 Sigurður Anton Friðþjófsson, handritshöfundur og leikstjóri, ásamt hluta af leikhópnum. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á kvikmyndagerð, ég hef verið að gera stuttmyndir og bíómyndir frá því ég man eftir mér, markmið mitt var alltaf að gera mynd í fullri lengd,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, leikstjóri og handritshöfundur, spurður út í áhuga hans á kvikmyndagerð en hann er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýjustu mynd sína Snjó og Salóme, en hún er væntanleg í kvikmyndahús í október. Snjór og Salóme er rómantísk gamanmynd sem fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/off sambandi við besta vin sinn og langverandi leigufélaga, Hrafn, í rúm fimmtán ár. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkeyju og hún flytur inn. „Já, það er óhætt að segja að myndin sé bæði gamanmynd og drama, þar sem við fylgjumst með hvernig Salóme, sem leikin er af Önnu Hafþórsdóttur, greiðir úr þessari flækju og kemur lífi sínu aftur í rétt horf,“ segir Sigurður og bætir við að Anna hafi einnig leikið aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam sem hann skrifaði handritið að og leikstýrði. Leikhópur myndarinnar er alls ekki af verri endanum en ásamt krökkunum sem fóru með hlutverk í kvikmyndinni Webcam, fara þau Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Helgason og Ólafía Hrönn með hlutverk í myndinni. Eins og áður hefur komið fram leikstýrði Sigurður kvikmyndinni Webcam sem frumsýnd var í fyrrasumar. Myndin fékk góða dóma og gekk vonum framar að hans sögn. „Ég var alveg ótrúlega sáttur við viðbrögðin sem ég fékk við Webcam. Mig langar að gera eins mikið af myndum og ég get svo ég fór strax í að undirbúa næstu mynd og hóf að skrifa handritið að Snjó og Salóme um leið og búið var að frumsýna Webcam. Þetta hefur verið virkilega lærdómsríkt ferli en samt sem áður mjög skemmtilegt,“ segir Sigurður. Fram undan er nóg um að vera hjá Sigurði en hann er meðframleiðandi að kvikmyndinni Tungl sem leikstýrt er af Magnúsi Thoroddsen Ívarssyni. „Ég hef lifað og hrærst í þessum geira í nokkur ár. Ég ætla að gera eins mikið af kvikmyndum og ég get, fram undan eru spennandi verkefni. Meðal annars er ég að framleiða myndina Tungl sem fer í tökur fljótlega, svo stefni ég á að koma Snjó og Salóme inn á erlendar kvikmyndahátíðir. Það er bæði rosalega gott tækifæri til að kynna myndina og getur skapað ný og skemmtileg tækifæri,“ segir Sigurður fullur bjartsýni á komandi tíma. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta Sigurður Anton Friðþjófsson, skrifar og leikstýrir Camgirl sem frumsýnd er í sumar. 14. maí 2015 12:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á kvikmyndagerð, ég hef verið að gera stuttmyndir og bíómyndir frá því ég man eftir mér, markmið mitt var alltaf að gera mynd í fullri lengd,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, leikstjóri og handritshöfundur, spurður út í áhuga hans á kvikmyndagerð en hann er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýjustu mynd sína Snjó og Salóme, en hún er væntanleg í kvikmyndahús í október. Snjór og Salóme er rómantísk gamanmynd sem fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/off sambandi við besta vin sinn og langverandi leigufélaga, Hrafn, í rúm fimmtán ár. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkeyju og hún flytur inn. „Já, það er óhætt að segja að myndin sé bæði gamanmynd og drama, þar sem við fylgjumst með hvernig Salóme, sem leikin er af Önnu Hafþórsdóttur, greiðir úr þessari flækju og kemur lífi sínu aftur í rétt horf,“ segir Sigurður og bætir við að Anna hafi einnig leikið aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam sem hann skrifaði handritið að og leikstýrði. Leikhópur myndarinnar er alls ekki af verri endanum en ásamt krökkunum sem fóru með hlutverk í kvikmyndinni Webcam, fara þau Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Helgason og Ólafía Hrönn með hlutverk í myndinni. Eins og áður hefur komið fram leikstýrði Sigurður kvikmyndinni Webcam sem frumsýnd var í fyrrasumar. Myndin fékk góða dóma og gekk vonum framar að hans sögn. „Ég var alveg ótrúlega sáttur við viðbrögðin sem ég fékk við Webcam. Mig langar að gera eins mikið af myndum og ég get svo ég fór strax í að undirbúa næstu mynd og hóf að skrifa handritið að Snjó og Salóme um leið og búið var að frumsýna Webcam. Þetta hefur verið virkilega lærdómsríkt ferli en samt sem áður mjög skemmtilegt,“ segir Sigurður. Fram undan er nóg um að vera hjá Sigurði en hann er meðframleiðandi að kvikmyndinni Tungl sem leikstýrt er af Magnúsi Thoroddsen Ívarssyni. „Ég hef lifað og hrærst í þessum geira í nokkur ár. Ég ætla að gera eins mikið af kvikmyndum og ég get, fram undan eru spennandi verkefni. Meðal annars er ég að framleiða myndina Tungl sem fer í tökur fljótlega, svo stefni ég á að koma Snjó og Salóme inn á erlendar kvikmyndahátíðir. Það er bæði rosalega gott tækifæri til að kynna myndina og getur skapað ný og skemmtileg tækifæri,“ segir Sigurður fullur bjartsýni á komandi tíma.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta Sigurður Anton Friðþjófsson, skrifar og leikstýrir Camgirl sem frumsýnd er í sumar. 14. maí 2015 12:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta Sigurður Anton Friðþjófsson, skrifar og leikstýrir Camgirl sem frumsýnd er í sumar. 14. maí 2015 12:00