Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2016 16:59 Mál Steven Avery hefur vakið mikla athygli eftir að þættirnir Making a Murderer voru frumsýndir á Netflix í desember síðastliðnum. Mynd/Netflix Rúmlega 114 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til embættis forseta Bandaríkjanna um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey sem eru umfjöllunarefni heimildarþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var undirskriftasöfnuninni hrundið af stað á undirvef embættisins sem nefnist We The People tveimur dögum síðar, þar sem bandarískir borgarar geta komið skilaboðum og áskorunum til stjórnvalda. Samkvæmt reglum sem settar eru um undirskriftasöfnun á þessari síðu ber embættinu að bregðast við þeim áskorunum sem ná yfir 100 þúsund undirskriftir innan ákveðins tímaramma, fresturinn á þessari áskorun til að ná 100 þúsund undirskriftum rennur út 19. janúar næstkomandi. Í áskoruninni til embættisins segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í þessari þáttaröð þá brást bandaríska dómskerfið þeim Avery og Dassey. „Sem rústaði lífi þeirra algjörlega,“ segir í áskoruninni. Er því haldið fram að embætti lögreglustjórans í Manitowoc-sýslu hafi beitt óviðeigandi aðferðum til að ná fram sakfellingu í málinu. „Þetta er svartur blettur á réttarkerfinu í heild, og ætti að gangast við því, og í leiðinni veita þessum mönnum möguleika á að lifa eins hefðbundnu lífi og hægt er.“ Þáttaröðin telur tíu þætti og var mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Þá hefur einnig verið safnað undirskriftum við áskorun til ríkisstjóra Wisconsin, Scott Walker, þar sem hann er beðinn um að frelsa Steven Avery. Þrjú hundruð og níu þúsund manns hafa skrifað undir þá áskorun. Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Rúmlega 114 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til embættis forseta Bandaríkjanna um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey sem eru umfjöllunarefni heimildarþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var undirskriftasöfnuninni hrundið af stað á undirvef embættisins sem nefnist We The People tveimur dögum síðar, þar sem bandarískir borgarar geta komið skilaboðum og áskorunum til stjórnvalda. Samkvæmt reglum sem settar eru um undirskriftasöfnun á þessari síðu ber embættinu að bregðast við þeim áskorunum sem ná yfir 100 þúsund undirskriftir innan ákveðins tímaramma, fresturinn á þessari áskorun til að ná 100 þúsund undirskriftum rennur út 19. janúar næstkomandi. Í áskoruninni til embættisins segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í þessari þáttaröð þá brást bandaríska dómskerfið þeim Avery og Dassey. „Sem rústaði lífi þeirra algjörlega,“ segir í áskoruninni. Er því haldið fram að embætti lögreglustjórans í Manitowoc-sýslu hafi beitt óviðeigandi aðferðum til að ná fram sakfellingu í málinu. „Þetta er svartur blettur á réttarkerfinu í heild, og ætti að gangast við því, og í leiðinni veita þessum mönnum möguleika á að lifa eins hefðbundnu lífi og hægt er.“ Þáttaröðin telur tíu þætti og var mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Þá hefur einnig verið safnað undirskriftum við áskorun til ríkisstjóra Wisconsin, Scott Walker, þar sem hann er beðinn um að frelsa Steven Avery. Þrjú hundruð og níu þúsund manns hafa skrifað undir þá áskorun.
Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53