Erlent

Norður-Kóreumenn segjast hafa sprengt vetnissprengju

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Stjórnvöld í Norður Kóreu fullyrða að þeim hafi tekist að sprengja vetnissprengju á kjarnorkutilraunasvæði sínu í nótt. Sprengingin kom fram á jarðskjálftamælum í nágrannalöndunum og virðist skjálftinn hafa verið 5,1 stig við upptökin.

Vetnissprengja notar kjarnasamruna til þess að framkalla mun kraftmeiri sprengingu en verður þegar kjarnorkusprengja springu og því ljóst að Norður Kóreumenn hafa tekið stórstígum framförum í vopnaþróun sinni reynist þetta rétt.

Erlendir sérfræðingar draga fullyrðingarnar þó mjög í efa og segja líklegra að um venjulega kjarnorkusprengingu hafi verið að ræða. Boðað hefur verið til fundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðar í dag til að ræða málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×