Forsetaframboð kostar minnst tíu milljónir 6. janúar 2016 08:00 Friðjón telur líklegast að úrslit kosninganna ráðist í sjónvarpi og útvarpi sem hann kallar tilfinningamiðla. Á myndinni má sjá Herdísi Þorgeirsdóttur, Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson taka þátt í kappræðum fyrir forsetakosningarnar árið 2012. Kostnaður við forsetaframboð er að minnsta kosti tíu milljónir króna ef vel á að vera að sögn Friðjóns R. Friðjónssonar, almannatengils hjá Kom. Þetta sé algjört lágmark til þess að geta greitt starfsfólki laun, staðið fyrir viðburðum og ferðast um landið. Þá eigi eftir að taka mið af kostnaði við auglýsingar. „Þú þarft að eiga fyrir bensíni á bílinn sem keyrir hringinn og eiga fyrir gistingu ef þú ætlar að ferðast um landið,“ segir Friðjón en hann aðstoðaði Þóru Arnórsdóttur við forsetaframboð hennar fyrir fjórum árum. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk taki sér nokkurra mánaða frí frá annarri vinnu án þess að fá fyrir það greitt.Friðjón R. Friðjónsson almanntengill hjá Kom segir ekki ætlast til að fólk vinni launalaust fyrir forsetaframbjóðendur svo mánuðum skipti.Friðjón bendir á að í framboði Þóru hafi tugir manna komið að kosningabaráttunni með einhverjum hætti. „Frambjóðandinn getur ekki haldið utan um dagskrána sína, það þarf alltaf einhver að vera búinn að skipuleggja næsta fund og fundinn þar á eftir,“ segir hann en framboð Þóru kostaði fimmtán milljónir króna. Erfitt sé að safna mjög háum upphæðum í kosningabaráttunni vegna þess hve þröngar skorður séu á framlögum til framboðanna að sögn Friðjóns. Hver lögaðili megi ekki gefa meira en 400 þúsund krónur og gefa þurfi upp hver styrki hvern frambjóðanda. „Það er ekkert hlaupið að því að safna 15 milljónum,“ bendir Friðjón á. Því skipti gott skipulag mestu máli. „Ég held að það skipti máli að geta búið til gott skipulag og góða kosningabaráttu sem getur nýtt peninginn og vakið athygli og komið þér í fjölmiðla með einum eða öðrum hætti.“ Lítt þekktir aðilar eigi hins vegar litla von. „Ég held að það sé ekki hægt að auglýsa sig í embætti,“ segir Friðjón. Forsetar hingað til hafi allir verið landsþekktir áður en kosningabaráttan hófst. Hið sama hafi gilt um flesta þá sem náð hafi árangri í kosningum til stjórnlagaráðs og stærstu prófkjörum flokkanna. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Kostnaður við forsetaframboð er að minnsta kosti tíu milljónir króna ef vel á að vera að sögn Friðjóns R. Friðjónssonar, almannatengils hjá Kom. Þetta sé algjört lágmark til þess að geta greitt starfsfólki laun, staðið fyrir viðburðum og ferðast um landið. Þá eigi eftir að taka mið af kostnaði við auglýsingar. „Þú þarft að eiga fyrir bensíni á bílinn sem keyrir hringinn og eiga fyrir gistingu ef þú ætlar að ferðast um landið,“ segir Friðjón en hann aðstoðaði Þóru Arnórsdóttur við forsetaframboð hennar fyrir fjórum árum. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk taki sér nokkurra mánaða frí frá annarri vinnu án þess að fá fyrir það greitt.Friðjón R. Friðjónsson almanntengill hjá Kom segir ekki ætlast til að fólk vinni launalaust fyrir forsetaframbjóðendur svo mánuðum skipti.Friðjón bendir á að í framboði Þóru hafi tugir manna komið að kosningabaráttunni með einhverjum hætti. „Frambjóðandinn getur ekki haldið utan um dagskrána sína, það þarf alltaf einhver að vera búinn að skipuleggja næsta fund og fundinn þar á eftir,“ segir hann en framboð Þóru kostaði fimmtán milljónir króna. Erfitt sé að safna mjög háum upphæðum í kosningabaráttunni vegna þess hve þröngar skorður séu á framlögum til framboðanna að sögn Friðjóns. Hver lögaðili megi ekki gefa meira en 400 þúsund krónur og gefa þurfi upp hver styrki hvern frambjóðanda. „Það er ekkert hlaupið að því að safna 15 milljónum,“ bendir Friðjón á. Því skipti gott skipulag mestu máli. „Ég held að það skipti máli að geta búið til gott skipulag og góða kosningabaráttu sem getur nýtt peninginn og vakið athygli og komið þér í fjölmiðla með einum eða öðrum hætti.“ Lítt þekktir aðilar eigi hins vegar litla von. „Ég held að það sé ekki hægt að auglýsa sig í embætti,“ segir Friðjón. Forsetar hingað til hafi allir verið landsþekktir áður en kosningabaráttan hófst. Hið sama hafi gilt um flesta þá sem náð hafi árangri í kosningum til stjórnlagaráðs og stærstu prófkjörum flokkanna.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira