Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Breiðablik 0-2 | Blikar með yfirhöndina allan leikinn | Sjáðu mörkin Jóhann Óli Eiðsson á Alvogen-vellinum skrifar 26. júlí 2016 22:15 Olivia Chance lagði upp seinna mark Breiðabliks. vísir/hanna Það var blíðskaparveður á Alvogen-vellinum þegar KR tók á móti Breiðabliki í tíundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Fyrir leik voru Kópavogsstúlkur í öðru sæti deildarinn en KR í því níunda. Leikurinn bar merki þess.Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leik sagði Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR, að liðið byrjaði með eitt stig og markmiðið væri að halda því. Það gekk allan fyrri hálfleikinn en ekki mikið lengur en það. Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði Fjolla Shala mark með skoti úr vítateignum sem sveif yfir Ingibjörgu Valgeirsdóttur í marki KR og í netið. Síðara markið skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir um miðjan síðari hálfleikinn og þar við sat.Hvers vegna vann Breiðablik? Frá fyrstu mínútu var nokkuð ljóst í hvað stefndi. Hér tók lið í botnbaráttu á móti liði í toppbaráttu og það leyndi sér ekki. Í liði Breiðabliks eru hraðar og tæknilega góðar stelpur sem voru varnarmönnum KR til trafala. Sóknarþungi Breiðabliks var mikill lengst af í leiknum án þess þó að þær hefðu skapað sér mörg dauðafæri. Nokkuð var um góð færi sem framherjar liðsins settu ekki á rammann en í raun hafði maður á tilfinningunni að það væri tímaspursmál hvenær grænklæddar myndu skora.Þessar stóðu upp úr Breiðabliksliðið sem heild átti mjög góðan dag en ef nauðsynlegt er að taka einhverjar út fyrir sviga þá er vert að minnast á Fjollu Shala og Svövu Rós Guðmundsdóttur. Fjolla vann vel á miðjunni meðan hún var inn á og skilaði af sér einu marki. Svava átti góðan dag á hægri vængnum og fór öðru hvoru illa með andstæðinga sína. Þrátt fyrir að KR hafi tapað leiknum verður að gefa liðinu hrós fyrir baráttu og varnarleik í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur verið komið inn á stýrðu gestirnir leiknum í allan tímann en í fyrri hálfleik náðu þær lítið að skapa sér. Vörn KR-inga kom í veg fyrir að þær fengju dauðafæri og flest skot voru langskot.Hvað mátti betur fara? Breiðabliksstúlkur voru í kvöld að leika sinn þriðja leik á einni viku. Það sást aðeins á leik þeirra og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Úrslitasendingar og skot voru ekki alveg jafn nákvæmar og fólk á að venjast af hálfu liðsins. Margar sóknir enduðu til að mynda með skotum sem voru víðsfjarri markinu. Þegar einblínt er á varnarleikinn þá vill sóknarleikurinn oft gleymast og það var tilfellið með KR í kvöld. Þær áttu þó eina eða tvær ágætis tilraunir en of oft gerðist það að þær unnu boltann og náðu illa að létta pressunni. Slíkt er lýjandi til lengdar. Enda fór það svo að gestunum gekk betur að finna smugur á múrnum eftir því sem á leið á leikinn. Ingibjörg Valgeirsdóttir mom inn í mark KR-inga fyrir leikinn og komst reglulega í veg fyrir skot Blika. Í fyrra markinu er hins vegar spurning hvort hún hafi átt að gera betur. Staðsetning hennar var ekki eins og best verður á kosið og missti hún boltann yfir sig. Henni til varnar þá var hún á móti sólu og líklegt að það hafi haft áhrif. Ef og hefði, það er spurning hvort leikurinn hefði spilast á annan veg ef sólin hefði ekki haft áhrif og boltinn verið gripinn en ekki endað í netinu. Að endingu. Elísabet Guðmundsdóttir, þessi tækling með gult spjald á bakinu, það er ekki góð blanda. Varnarmaðurinn fékk réttilega seinna gula í uppbótartíma og fauk út af.Hvað gerist næst? Breiðablik heldur áfram að anda ofan í hálsmálið á Stjörnunni en eitt stig skilur liðin að. Kópavogsstúlkur eiga næst leiki gegn Selfossi og FH. Sé aðeins litið á töfluna ætti gott gengi liðsins því að geta haldið áfram. KR-stúlkur eru í basli. Framundan er leikur gegn Val og í kjölfarið útileikur gegn FH. Þar er á ferðinni sex stiga leikur sem Vesturbæjarliðið verður að vinna ef ekki á illa að fara. Annar slíkur verður þegar liðið mætir Selfossi tveimur umferðum síðar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.Ásdís baráttu við Rakel Hönnudóttur í leiknum.vísir/hannaÁsdís Karen: Ætlum að halda okkur uppi „Við vissum alltaf að þær eru með mjög gott sóknar lið og hraða leikmenn. Við byrjuðum með eitt stig og ætluðum að halda því,“ sagði Ásdís Karen Halldórsdóttir í leikslok. Ásdís var valinn KR-ingur leiksins í leikslok en hún átti nokkrar ágætar rispur fram á við. „Við lágum aftarlega og þær náðu ekki að skora fyrr en með smá heppni. Þær áttu nokkuð mörg færi en við náðum að halda þessu fram í hálfleik og aðeins lengur.“ Líkt og áður hefur verið komið inn á er KR í níunda sæti og þrjú stig í liðið fyrir ofan. Liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum og ljóst að ef gengið verður áfram svona þá mun illa fara. „Við getum klárlega haldið okkur uppi. Við eigum eftir leiki gegn liðunum í kring og getum fengið stig gegn öllum liðum. Við ætlum að halda okkur uppi,“ segir Ásdís. Hún viðurkennir þó að það sé erfitt fyrir liðið að tapa svona ítrekað. „Það er auðvitað erfitt að tapa svona og vera lengi í fallsæti en við munum berja okkur saman og halda okkur uppi.“Berglind Björg í baráttu gegn Val í síðustu vikuvísir/eyþórBerglind Björg: „Langaði að rífa mig úr að ofan“ „Guð minn góður, já. Það fóru þarna einhver þrjátíu kíló af mér og mig langaði að rífa mig úr að ofan og hlaupa um,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 2-0 sigur Breiðabliks á KR í 10. umferð Pepsi-deildarinnar. Berglind skoraði síðara mark Breiðabliks í leiknum en hún kom til liðsins fyrir skemmstu frá Fylki. Þetta var þriðji leikur Berglindar fyrir liðið og fyrsta markið þrátt fyrir nokkurn fjölda færa. „Ég ætla rétt að vona að markaskorunin sé bara rétt að byrja.“ Blikar fengu fjölda ágætra færa til að setja fleiri mörk í leiknum. „Það bara féll ekki með okkur í dag en tvö mörk reyndust nóg. Þetta var þriðji leikurinn okkar á einni viku og það sást alveg á okkur að við vorum þreyttar. Við héldum samt alltaf áfram og náðum að setja tvö mörk.“ KR-liðið hefur verið í basli í undanförnum leikjum en þetta var fjórða tap liðsins í röð. Berglind segir að það hafi aldrei verið vottur af vanmati hjá hennar liði. „KR-liðið er mjög gott og þá sérstaklega varnarlega. Þær eru með öflugar skyndisóknir og við þurftum alltaf að passa okkur.“ Að öðru leyti segist Berglind vera mjög ánægð að vera komin í grænu treyjuna á ný en hún lék með liðinu 2007-10 og 2013-14. „Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hún að lokum.vísir/hanna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Það var blíðskaparveður á Alvogen-vellinum þegar KR tók á móti Breiðabliki í tíundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Fyrir leik voru Kópavogsstúlkur í öðru sæti deildarinn en KR í því níunda. Leikurinn bar merki þess.Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leik sagði Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR, að liðið byrjaði með eitt stig og markmiðið væri að halda því. Það gekk allan fyrri hálfleikinn en ekki mikið lengur en það. Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði Fjolla Shala mark með skoti úr vítateignum sem sveif yfir Ingibjörgu Valgeirsdóttur í marki KR og í netið. Síðara markið skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir um miðjan síðari hálfleikinn og þar við sat.Hvers vegna vann Breiðablik? Frá fyrstu mínútu var nokkuð ljóst í hvað stefndi. Hér tók lið í botnbaráttu á móti liði í toppbaráttu og það leyndi sér ekki. Í liði Breiðabliks eru hraðar og tæknilega góðar stelpur sem voru varnarmönnum KR til trafala. Sóknarþungi Breiðabliks var mikill lengst af í leiknum án þess þó að þær hefðu skapað sér mörg dauðafæri. Nokkuð var um góð færi sem framherjar liðsins settu ekki á rammann en í raun hafði maður á tilfinningunni að það væri tímaspursmál hvenær grænklæddar myndu skora.Þessar stóðu upp úr Breiðabliksliðið sem heild átti mjög góðan dag en ef nauðsynlegt er að taka einhverjar út fyrir sviga þá er vert að minnast á Fjollu Shala og Svövu Rós Guðmundsdóttur. Fjolla vann vel á miðjunni meðan hún var inn á og skilaði af sér einu marki. Svava átti góðan dag á hægri vængnum og fór öðru hvoru illa með andstæðinga sína. Þrátt fyrir að KR hafi tapað leiknum verður að gefa liðinu hrós fyrir baráttu og varnarleik í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur verið komið inn á stýrðu gestirnir leiknum í allan tímann en í fyrri hálfleik náðu þær lítið að skapa sér. Vörn KR-inga kom í veg fyrir að þær fengju dauðafæri og flest skot voru langskot.Hvað mátti betur fara? Breiðabliksstúlkur voru í kvöld að leika sinn þriðja leik á einni viku. Það sást aðeins á leik þeirra og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Úrslitasendingar og skot voru ekki alveg jafn nákvæmar og fólk á að venjast af hálfu liðsins. Margar sóknir enduðu til að mynda með skotum sem voru víðsfjarri markinu. Þegar einblínt er á varnarleikinn þá vill sóknarleikurinn oft gleymast og það var tilfellið með KR í kvöld. Þær áttu þó eina eða tvær ágætis tilraunir en of oft gerðist það að þær unnu boltann og náðu illa að létta pressunni. Slíkt er lýjandi til lengdar. Enda fór það svo að gestunum gekk betur að finna smugur á múrnum eftir því sem á leið á leikinn. Ingibjörg Valgeirsdóttir mom inn í mark KR-inga fyrir leikinn og komst reglulega í veg fyrir skot Blika. Í fyrra markinu er hins vegar spurning hvort hún hafi átt að gera betur. Staðsetning hennar var ekki eins og best verður á kosið og missti hún boltann yfir sig. Henni til varnar þá var hún á móti sólu og líklegt að það hafi haft áhrif. Ef og hefði, það er spurning hvort leikurinn hefði spilast á annan veg ef sólin hefði ekki haft áhrif og boltinn verið gripinn en ekki endað í netinu. Að endingu. Elísabet Guðmundsdóttir, þessi tækling með gult spjald á bakinu, það er ekki góð blanda. Varnarmaðurinn fékk réttilega seinna gula í uppbótartíma og fauk út af.Hvað gerist næst? Breiðablik heldur áfram að anda ofan í hálsmálið á Stjörnunni en eitt stig skilur liðin að. Kópavogsstúlkur eiga næst leiki gegn Selfossi og FH. Sé aðeins litið á töfluna ætti gott gengi liðsins því að geta haldið áfram. KR-stúlkur eru í basli. Framundan er leikur gegn Val og í kjölfarið útileikur gegn FH. Þar er á ferðinni sex stiga leikur sem Vesturbæjarliðið verður að vinna ef ekki á illa að fara. Annar slíkur verður þegar liðið mætir Selfossi tveimur umferðum síðar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.Ásdís baráttu við Rakel Hönnudóttur í leiknum.vísir/hannaÁsdís Karen: Ætlum að halda okkur uppi „Við vissum alltaf að þær eru með mjög gott sóknar lið og hraða leikmenn. Við byrjuðum með eitt stig og ætluðum að halda því,“ sagði Ásdís Karen Halldórsdóttir í leikslok. Ásdís var valinn KR-ingur leiksins í leikslok en hún átti nokkrar ágætar rispur fram á við. „Við lágum aftarlega og þær náðu ekki að skora fyrr en með smá heppni. Þær áttu nokkuð mörg færi en við náðum að halda þessu fram í hálfleik og aðeins lengur.“ Líkt og áður hefur verið komið inn á er KR í níunda sæti og þrjú stig í liðið fyrir ofan. Liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum og ljóst að ef gengið verður áfram svona þá mun illa fara. „Við getum klárlega haldið okkur uppi. Við eigum eftir leiki gegn liðunum í kring og getum fengið stig gegn öllum liðum. Við ætlum að halda okkur uppi,“ segir Ásdís. Hún viðurkennir þó að það sé erfitt fyrir liðið að tapa svona ítrekað. „Það er auðvitað erfitt að tapa svona og vera lengi í fallsæti en við munum berja okkur saman og halda okkur uppi.“Berglind Björg í baráttu gegn Val í síðustu vikuvísir/eyþórBerglind Björg: „Langaði að rífa mig úr að ofan“ „Guð minn góður, já. Það fóru þarna einhver þrjátíu kíló af mér og mig langaði að rífa mig úr að ofan og hlaupa um,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 2-0 sigur Breiðabliks á KR í 10. umferð Pepsi-deildarinnar. Berglind skoraði síðara mark Breiðabliks í leiknum en hún kom til liðsins fyrir skemmstu frá Fylki. Þetta var þriðji leikur Berglindar fyrir liðið og fyrsta markið þrátt fyrir nokkurn fjölda færa. „Ég ætla rétt að vona að markaskorunin sé bara rétt að byrja.“ Blikar fengu fjölda ágætra færa til að setja fleiri mörk í leiknum. „Það bara féll ekki með okkur í dag en tvö mörk reyndust nóg. Þetta var þriðji leikurinn okkar á einni viku og það sást alveg á okkur að við vorum þreyttar. Við héldum samt alltaf áfram og náðum að setja tvö mörk.“ KR-liðið hefur verið í basli í undanförnum leikjum en þetta var fjórða tap liðsins í röð. Berglind segir að það hafi aldrei verið vottur af vanmati hjá hennar liði. „KR-liðið er mjög gott og þá sérstaklega varnarlega. Þær eru með öflugar skyndisóknir og við þurftum alltaf að passa okkur.“ Að öðru leyti segist Berglind vera mjög ánægð að vera komin í grænu treyjuna á ný en hún lék með liðinu 2007-10 og 2013-14. „Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hún að lokum.vísir/hanna
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira