Bíó og sjónvarp

Bak við tjöldin á Fast 8: Mývatn og Akranes í aðalhlutverki - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstakar myndir frá Íslandi.
Einstakar myndir frá Íslandi.
„Við erum hálfnuð með tökurnar á myndinni,“ segir Gary Gray, leikstjóri stórmyndarinnar Fast 8, en fyrr á þessu ári fóru fram tökur á myndinni á Mývatni og á Akranesi.

Náttúruparadísin Mývatn verður greinilega áberandi í myndinni og það sama má segja um Skipaskaga.

„Þetta hefur gengið mun betur en ég bjóst við,“ segir Vin Diesel, framleiðandi Fast 8 og einn af aðalleikurunum myndarinnar, í vikulegu myndbandi sem aðstandendur myndarinnar birta reglulega þar sem skyggnst er bak við tjöldin á tökum myndarinnar og nú má sjá Mývatn og Akranes.

Áætlað er að myndin komu út næsta vor en hún var að einhverju leyti tekin upp hér á landi. En hér að neðan má sjá umrætt myndbrot og sjá hvað Vin Diesel og Gary Gray hafa um verkefnið að segja.



Áætlað er að á fjórða hundruð manns hafið komið að framleiðslu myndarinnar hér á landi en áætlaður kostnaður er um 2,6 milljarðar króna og mun því endurgreiðsla úr ríkissjóði nema um 520 milljónum króna.



Bandaríski leikarinn Tyrese Gibson Kom til landsins til að vinna að myndinni og var hann algjörlega orðlaus yfir fegurð landsins.



Aðalleikararnir í Fast 8 eru;Dwayne Johnson, Vin Diesel, Charlize Theron, Elsa Pataky, Scott Eastwood, Jason Statham, Kurt Russell, Tyrese Gibson, Eva Mendes,Nathalie Emmanuel og fleir.



Myndin verður frumsýnd í apríl á næsta ári. 




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×